Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 10
* Jónas Arnason: L’art pour l’art Eg heyrði einhvemtíma sagt frá innbrotsþjóf sem stundaði lag sitt af þvílíkri ákefð að hann brauzt þrjár nætur í röð inn í gamlan veiðarfæraskúr þar sem árum saman hafði ekki verið geymdur einn einasti nýtilegur hlutur. Hann brauzt inn um nýj- an glugga á hverri nóttu. Síð- ustu nóttina var hann jafnvel crðinn svo ákafur að þegar hann hafði skriðið aftur út um glugg- ann, brauzt hann umsvifalaust inn um dyrnar. Hjá þessum manni var það sem sé innbrotið innbrotsins vegna, eða eins og það heitir víst í París: „L’art pour l’art“, — listin fyrir listina. En lögreglu- þjónninn sem að lokum handtók manninn — mest víst af því að fólk í nágrenni við skúrinn hafði kvartað um það að það gæti ekki sofið fyrir bramboltinu í honum — þessi lögregluþjónn var of hversdagslega þenkjandi til að skilja hvað fyrir manninum vakti, og kom honum til læknis. Fyrir tveim árum var ég við- staddur réttarhöld yfir brezkum togaraskipstjóra sem hafði verið tekinn að veiðum svo langt fyrir innan landhelgislínu, að gamall bátaformaður, þaulkunnugur á þessum slóðum, taldi hæpið að dýpi væri þar nægilegt til að koma heilli togaravörpu í kaf. „Þeir hljóta að hafa fengið eitt- hvað af múkka og skeglu íhana“, sagði sá gamli. En hafi þeir fengið eitthvað af slíkum fugli, þá hafa þeir annaðhvort sleppt honum af mannúðarástæðum eða étið hann jafnóðum, því að afl- inn, sem að sjálfsögðu var gerð- ur upptækur, reyndist aðeins vera hálf önnur karfa af hand- fiski, blóðnælum og kalýsu. Og þegar við létum í ljós undrun okkar yfir því að skipstjóri skyldi vilja gerast landhelgis- brjótur til þess að fiska varla einu sinni í soðið handa mönnum sínum, þá yppti hann bara öxl- um og brosti vorkunnsömu brosi. Sem sagt: L’art pour l’art. Og við skildum ekki manninn. Það var samt ekki farið með hann til læknis, heldur var hann dæmdur í 74 þús. króna sekt. En þetta er reyndar ekkert einsdæmi. Það eru til fjöimörg dæmi um brezka togaraskip- stjóra sem svo ákaft stunduðu landhelgisbrot hér við Islands- strendur að hversdagslegar sálir áttu erfitt með að sjá nokkura skynsamlegan tilgang í því. Til dæmis er sögð sú gamansaga um einn þeirra að hann hefði iðulega ekkert fengið í vörpuna nema grænmeti. Hjá honum hefðu þeir menn ekki verið í mestum met- um sem voru duglegastir að kútta þorskinn, heldur þeir sem voru fljótastir að skræla kart- öflur. Nei, sérkennilegar landhelgis- veiðar einstakra brezkra togara- skipstjóra eru engin nýjung fyr- ir okkur Islendinga. Hitt er meiri nýjung að sjálf brezka ríkisstjórnin skuli nú svo mjög vera farin að tigna listina listarinnar vegna, að hún hefur sent hingað herskip sín með hiaðnar byssur til að sjá svo um í<ð brezkir togarar haldi áfram að skarka djöfulinn ráðalausan í dauðum sjó fyrir innan land- helgislínu okkar, frekar en að fara út fyrir hana og veiða fisk. Því að menn hafa væntanlega gert sér það ljóst, að brezku her- skipin eru hingað komin ekki að- eins til að ógna okkur Islending- um, heldur og til að þjarma að brezkum togaraskipstjórum og sjá svo um að þeir gerist land- helgisbrjótar hvað sem það kost- ar. Einn þeirra bað t. d. um leyfi til að skreppa út fyrir línuna af því hann hafði frétt að þar væri hægt að fá þann fisk sem ekki fékkst fyrir innan, og freigátan leyfði honum það aðeins með því skilyrði að hann yrði kominn aftur inn fyrir miðnætti! En ég spyr: Hefði nú viðkomandi skip- stjóri virt þessi fyrirmæli að vettug og haldið áfram að toga fyrir utan línuna eftir miðnætti, hvað hefði þá gerzt? Hefði þá ekki freigátan vaðið að honum með gapandi fallbyssukjafta? Jú auðvitað. 0g guð má vita hvort hún hefði ekki bara skotið vin- inn í kaf, ef hann hefði neitað að hlýða og haldið áfram að vera fyrir utan línuna og veiða fisk, í stað þess að fara innfyrir hana til að halda þar uppi heiðri brezka heimsveldisins með því að liaga sér eins og fífl. Já, þetta er orðið býsna skrítið ástand. Og engin furða þó að sumir brezkir togaramenn hafi tekið það ráð að slá öllu saman upp í kenndirí, einsog t. d. jaxl- arnir á Lifeguard sem voru víst búnir að skála svo mikið fyrir Macmillan og Elísabetu að þeir \oru orðnir vel hífaðir þegar M'aría Júlía renndi upp að þeim. Spurningin er bara: Hvar endar þetta? Manni skilst á foringjum brezku herskipanna, að þeir við- urkenni helzt enga íslenzka fisk- veiðilandhelgi . Og sannleikurinn er sá, að það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt væri að komast inn fyrir tólf mílna mörk- in í krafti gapandi byssukjafta — ég taia nú ekki um ef sæmi- iegt magn af viskíi væri með í spilinu. Það mætti jafnvel stunda togveiðar í Tjörninni hér í Reykjavík ef sómi brezka heims- veldisins krefðist þess. Við íslendingar erum sem sé orðnir steinhissa á þessum látum. Við erum of hversdagslegar sálir til að skilja leyndarmálið um l’art pour l’art. Okkur virðist vera kominn timi til þess fyrir brezka ljónið að leita læknis. 186 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.