Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 11
TEIKNINE EFTIR BENEDIKT GUNNARSSDN Sfejka íjmi et wiii aí AœAkrítnAli Eftirfrandi grein um landhelgismálið og afstöðu íslands til fyrihugaðrar efnahagssamvinnu Evrópu birtist í Parísarútgáfu stórblaðsins New York Herald Tribune 28. ágúst siðastliðinn. — Höfundur greinarinnar er Jan Hasbrouck, en hann ritar einkum um efnahagsmál. Efnahagssamvinna Evrópu Hin leiðinlega deila, sem nú stendur yfir milli þjóða Evrópu um fiskveiðar við Island, er sígilt dæmi þess hve þjóðunum reynist erfitt að færa minnstu fórn í þágu hinnar nýju sameinuðu Ev- rópu, sem allir tala svo mikið um. Mánudaginn 1. september hefjast Islendingar handa um útfærslu landhelgi sinnar í 12 sjómílur, og Bretar, sem voru bljúgir eins og lömb þegar Rússar tóku upp sömu landhelgi fyrir fáum árum, liafa hótað því, að beita brezka flotanum til að vernda togara sína ef þurfa þykir. Fiskimenrí frá Belgíu, Þýzkalandi og fleiri evrópskum þjóðum, eiga einnig hagsmuna að gæta á íslandsmið- um, en ríkisstjórnir þessara landa eru ekki jafn illúðlegar og hin brezka. Aukin veiði, eyðing miðanna. Þetta mál varðar í rauninni líf íslenzku þjóðarinnar. Þótt að- eins 20% fslendinga vinni að íiskveiðum og fiskiðnaði, er fisk- ur og fiskafurðir 97% alls út- flutnings eyjarinnar. Með land- búnaði og kvikfjárrækt afla fs- lendingar sér allra nauðsynlegra matvæla ef korn er undanskilið, en allt annað, sem til landsins berst, verður að greiða með fiski. Það er því eðlilegt að íslend- ingar óttist stöðugt að fiskimið þeirra verði gereydd. Á stríðsár- unum voru fiskveiðar litlar, og fyrstu árin eftir styrjöldina reyndist afli nægur handa öllum, og sannaði það að hlé á fiskveið- um verður til þess að fiskurinn margfaldast. En fyrr en varði, tók aflinn að minnka til muna, miðað við 100 togveiðistundir, og 1952 færðu íslendingar landhelgi sína út í fjórar sjómílur og tóku upp grunnlínur miðaðar við yztu annes í stað hinnar venjulegu línu, er fylgir ströndinni. Brezkir togaraeigendur brugð- uzt svo við þessu að þeir töldu ríkisstjórnina á að banna íslend- ingum að landa fiski í Bretlandi. Þessu banni var þó síðar létt af, og aukinn afli beggja vegna land- helgislínunnar sannaði að hrygn- ingarstöðvar höfðu notið góðs af breytingunni. Fiskneyzla í Evrópu hefur tvö- faldazt á síðustu 20 árum, er nú 58% af kjötneyzlunni, og fer stöðugt vaxandi. Margar þjóðir eru að byggja stóra togara, búna öllum nýtízku leitar- og veiði- tækjum, sem eru í senn mikilvirk og eyðileggjandi. íslendingar ótt- ast að þessir togararmyndufljót- lega gereyða fiskimiðin, sem þeir hljóta að lifa á. Lagalegur réttur og sögulegitr. Hvað snertir lagahlið hinna einhliða aðgerða íslendinga, VÍKINGUR 187

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.