Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 12
leggja þeir áherzlu á að á ráð- stefnunni í Genf í vor hafi tillaga Kanada um 6 mílna landhelgi en 12 rnílna fiskveiðilögsögu, hlotið meirihluta fylgi. Þrátt fyrir það hlaut þessi tillaga ekki tilskilda tvo þriðju hluta atkvæða, svo að ekki urðu úr alþjóðalög. En þeir benda einnig á að sögulega séð hafi Island haft 16 mílna land- helgi í næstum 300 ár og sömu- leiðis að margar þjóðir hafi tek- ið upp 12 sjómílna landhelgi. Enginn lagastafur ertil, sem bannar íslendingum einhliða að- gerðir. Þvert á móti er ekkert til að hindra þá að fylgja fordæmi margra annarra þjóða. Helmingur af fiskafla Breta er veiddur af togurum, er sækja fjarlæg mið, — það er að segja togurum, er sækja lengra en í Norðursjó og til Færeyja. Helm- ingur þesa afla er veiddur á ís- lenzkum miðum. Heildarverð- mæti aflans af Islandsmiðum er 25.200.000 dollarar, en þar af veiðast andvirði 8.400.000 doll- ara innan 12 mílna línunnar. ís- lendingar segja að Bretar myndu ekki einu sinni tapa helmingi síð- astnefndu upphæðarinnar þar sem bætt skilyrði á hrygningar- stöðvunum myndu auka afla ut- an 12 mílna línunnar. ísland og efnahagssamvinna i Evrópu. En mál íslendinga nær miklu lengra en þetta í meginatriðum. Þeir fullyrða, að ef áætlunin um skipulagða framleiðslu á svæði því, er Efnahagssamvinnustofn- un Evrópu nær yfir, kemst til framkvæmda, ætti að láta þeim eftir að einbeita sér að fiskveið- um og fiskiðnaði. Þeir benda á að þær fjárhæðir, 9.800.000 doll- arar í Bretlandi og 7.000.000 dollarar í Þýzkalandi, er þeir vörðu til kaupa á iðnaðarvörum og öðrum varningi á síðasta ári myndu aukast að sama skapi ef þeim væri látið eftir að nytja fiskimið sín einum. Islendingar benda einnig á að þeir framíeiða beztan fisk vegna þess hve fiskvinnslustöðvarnar eru skammt frá miðunum og fiskurinn verði því fyrr frystur. Og þaf sem frystur fiskur á nú framtíðina fyrir sér, eru engin \andkvæði á að koma hraðfryst- um fiskafurðum á Evrópumark- að. Þannig fullyrða þeir að Ev- rópa myndi fá betri fisk við lægra verði og gæti selt meira til íslands ef aðrar þjóðir vildu draga sig til baka af íslandsmið- um. En hér er risið upp vandamál, sem er dæmigert um þá erfið- leika, sem eru á efnahagssam- vinnu Evrópu. Hlutlausum aðila hlýtur að virðast röksemdir Is- lendinga óhrekjanlegar, en tog- aramenn í Hull, Grimsby, Fleet- wood, Ostend og þýzkum fisk- \eiðibæjum, eru ekki með neitt hugsjónagrufl í þessu sambandi. Þeir eru reiðubúnir að berjast um þetta mál 1. september. «> 4 A UGL ÝSING I byrjun þessa árs hófum við framleiðslu á nýrri gerð af sjó- stökkum með nýjum vélum, sem rafsjóða saman alla sauma, og gerir þá algjörlega vatnsþétta, en saumaðir sjóstakkar hafa alltaf viljað leka. Efni þessara sjóstakka er sænskt, strigafóðrað, og breytir sér hvorki við hita né kulda; Það er sterkt, en lipurt og létt. Sjóstakkarnir eru faldaðir að ofan og neðan með sterkum næ- lonþræði, seih fúnar ekki. Þeir eru framleiddir í fjórum stærð- um. Frá og með síðustu vetrarver- tíð hafa þessir stakkar verið í notkun og reynslu og gefist mjög vel. Við vildum þessvegna leyfa okkur að beina þeim tilmælum til allra sjómanna, sem ekki hafa reynt þessa sjóstakka, að fá sér einn til reynslu og kynnast kost- um þeirra. S JOMEWX! Rafsoðnu sjóslakharnir fást nú í flestum verzlunum á landinu. Reynið einn og þér munið sannfærast um gæði hans. Merki sjóstakksins er MAX Verksmiðjan MAX h.í. Rey kja vík HAPPDRÆTTI DVALARHEIMILIS ALDRAÐRA SJDMANNA □ LLUM ÁG ÓOA VARIÐ TIL BYGGINGU D VALARHEIMILISINS SKRIFSTDFA TJARNARGDTU 4 - 3. HÆÐ - AÐALUMBDÐ VESTURVER - SÍMI 117 17 177 57 188... VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.