Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 14
Vorleysingamar á pólarísnum. Alls staðar kviksyndi, krap og vatn, er veldur
miklum erfiðleikum.
frá Lomonosov-hryggnum,1 og að
lokum farið yfir hann, og fór nú
út vesturhallann. Hrakinn af vindi
og straumi teygði ísflákinn sig í
1 Lomonosov-hryggurinn var upp-
götvaður á árunum 1948—]6, af pól-
arleiðöngrum sovétskra vísindamanna,
er árum saman hafa rekið fram og
aftur í Norður-íshafinu. Hann sker
Norður-íshafið frá Ný-síberisku eyj-
unum, til Ellesmereyjar, og var gefið
nafn Lomonosov, frægs rússnesks vís-
indamanns. — Þýð.
norðvestur, til sundsins miili Spits-
bergen og Grænlands.
Haffræðingarnir voru ánægðir
með árangurinn af stöðugum mæl-
ingum hafdýpisins rannsóknum á
jarðefnum hafbotnsins og botn-
vörpudráttar á meðan stóð á rek-
inu yfir Lomonosov-hrygginn.
Sólin hækkaði óðum á lofti. Æ
sjaldnar heimsóttu okkur máfar
endur, álkur og aðrir fuglar, er
höfðust við allt sumarið í vök við
vesturjaðar ísflákans.
Án sýnilegra orsaka fór næsti
ísfláki skyndilega að hreyfast í
átt til bækistöðvarinnar, og vökin
lokaðist. Með lágum skruðningi oCT
marri, skriðu 3ja til 4ra metra
þykkir ísjakar hver upp á annan
og mynduðu höll ísruðnings. Þeir
brutu undir sig og fóru framhjá
íshellum, er voru tugir tonna að
þyngd. Ógnandi bylgja ísruðnings
nálgaðist óðfluga hafrannsókna-
tjaldið, en í 15 metra fjarlægð frá
tjaldinu stöðvaðist hún. ísruðnin^-
urinn stöðvaðist jafn skyndilega
og hann hófst. Hættan fór í þetta
sinn framhjá.
Athugun á ísflákanum sýndi, að
nýjar sprungur er ógnuðu öryggi
stöðvarinnar, höfðu ekki komið í
ljós. ísflákinn hafði staðizt alvar-
legan þrýsting, og við trúðum enn-
þá á styrkleika hans og tókum til
við að byggja nýjan samkomusal.
Gamla tjaldið, sem notað hafði ver-
ið allt sumarið sem borðsalur, var
orðið útslitið og niðurnýtt. í því
var þröngt, rakt, kalt og dimmt.
Að kvöldi langaði engan til að dvelj-
ast í því til að hvílast, tefla skák
eða reykja sígarettu og rabba í
hópi vina. Við þessi skilyrði var
erfitt að koma við kvikmyndasýn-
ingum, fyrirlestrum og umræðu-
efnum.
Það var ekki beðið komu nýrra
húsa. Við ákváðum að byggja sam-
komuhús fyrir leiðangursmenn úr
þremur gömlum smáhúsum, er við
höfðum flutt frá „Norðurpól No.
3“. er sú stöð var lögð niður.
Byggingarstarfsemin hófst strax,
og var skipulögð á breiðum grund-
velli. Bækistöðin breyttist í verk-
stæði, þar sem hver og einn hafði
starf á höndum. Doktor Gavrílov
stýrimaðurinn Sharov og loftskeyta-
maðurinn Ljúbaréts létu ljós snilli
sinnar skína sem trésmiðir, og þar
að auki reyndist póstmaðurinn Gra-
chev vera þaksmiður. Haffræðin°r-
urinn Gúdovich og jarðeðlisfræð-
ingurinn Selívanov breyttust í þaul-
æfða málara, og þessa dagana gengu
þeir um, frá hvirfli til ylja smurðir
í málningu eins og málurum hæfir.
Eftir að unnið hafði verið í 16
•—18 klst. á sólarhring, hafði starfs-
lið stöðvarinnar lokið samsetningu
hússins og eftir 4 daga var að fullu
lokið útbúnaði og skreytingu bygg-
ingarinnar. Nýji samkomusalurinn
fór fram úr áætlun í öllum atriðum.
Að koma inn úr frosti, gegnum
langt dyraskýli inn í rúmgóða o®
hlýja vistarveru, málaða í ljósum
lit, með hvíta dúka á borðum, raf-
VÍKINGUR