Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 15
ljós og hljómlist, gleymirðu að þú
sért staddur á rekísfláka, hálft ann-
að þúsund kílómetra frá næsta
byggða bóli, og að í hundrað metra
fjarlægð þrumar ísruðningurinn, en
á veggnum hamast vetrarhríðin.
Haffræðingurinn, Spíchkín, skrif-
aði í dagbókina, er hann var á
verði: „Þetta hús er okkur kært“
Nú óttuðumst við ekki bylji, frost
né raka. í samkomusalnum var
komið fyrir kolaofni og bensínofni
er sáu okkur fyrir, í hvaða frosti
sem var, þeim hita er nauðsynlegur
var. Matsveinninn okkar, Zagor-
skíj, hætti að ,,þjást“ í gamla
þrönga tjaldinu sínu. Hann fékk
til óskoraðra umráða heilt hús, þar
sem hann gat að fullu lagt sig í
líma og sýnt alla sína matreiðslu-
snilli í verki.
Vígsludagur samkomuhússins, 17.
september, var harla minnisverður.
Flugvél okkar AN 2 bilaði. Það
þurfti að skipta um hreyfil. Og nú
þurfti einmitt þennan dag einn fé-
laga okkar að fá heiftarlegt áfall
af botnlangabólgu, er krafðist
skyndilegra aðgerða skurðlæknis.
Fyrir starfsliðinu lá nú að bera
hinn sjúka félaga á sjúkrabörum
yfir ísruðning og elg til flugvall-
arins, er var í 10 km. fjarlægð frá
bækistöðinni. Kominn var þreif-
andi bylur og engra kosta völ. 15
sjálfboðaliðar buðu sig fram. Þeir
tóku með sér bát, sleða og sjúkra-
börur. Bylurinn hafði versnað.
Skyggnið var komið niður í 500
metra og var farið eftir áttavita.
Á flugvellinum skaut áhöfn flu"-
vélarinnar stöðugt á tuttugu mín-
útna fresti og hjálpuðu hvellirnir
leiðangursmönnum til að átta si'*
en háir ísruðningar, sprungur o°r
krap torvelduðu þeim leiðina, sem
virtist endalaus. Eftir 6 klukku-
stundir náði leiðangurinn til flu^-
vallarins. Eftir að hafa komið hin-
um sjúka félaga fyrir, um borð í
flugvélinni, lagði hann á stað til
baka með grænmeti, ávexti og send-
ingar frá „Stóra landinu" 300 kíló
flutt á sleðum. Til þess að það frysi
ekki var búið um það í loðskinns-
svefnpokum.
Leiðin til baka var miklu torsótt-
ari. Það var ekki fyrr en eftir 8
klukkustunda þrotlausa göngu, að
leiðangurinn náði til bækistöðvar-
innar.
En félaga okkar var bjargað.
Þennan sama dag var gerður á hon-
um uppskurður í Tíksín-sjúkrahús-
VÍKINGUR
inu. (Tíksín er flói í suðurhluta
Laptévska hafsins, austan ósa
Lenu. Við hann er höfn og bær,
þar sem fram fer umhleðsla flutn-
ings með Norðursjóleiðinni og’Lenu
fljóti, til Jakútska, en það er sjálf-
stjórnarlýðveldi vestan Berings-
sunds. Þýð.). En eftir tvær vikur
kom hann til baka í bækistöðina
„Norðurpóll No. 5“, alheilbrigður.
Einn af sjaldséðum gestum, er
kom fljúgandi til okkar á ísflákann
spurðist fyrir um það hvernig hér
væri að búa og taldi hann trúiegt
og eðlilegt, að það væri leiðinlegt.
Allir „heimamenn" pólarstöðvarinn-
ar, sem heyrðu samtalið skellihlógu
að athugasemdinni.
Þau ár eru liðin, þegar vísinda-
leiðangrar til heimskautsins voru
aðeins könnunarrannsóknir, en þeir
höfðu þá til umráða hin allra frum-
stæðustu tæki.
Stöð okkar var útbúin sjálfvirk-
um tækjum, er gerðu það kleift að
fylgjast stöðugt með hvers konar
fyrirbærum, allt í kringum okkur
allt frá jarðefni úr botnlögum hafs-
ins, til hinna blikandi norðurljósa
Norðurpólsins. Stöð okkar breytt-
í eftirlitsferð landhelgisgæzlu-
flugvélarinnar kringum landiðþann
28. sept. leitaði hún uppi varð-
skipið Þór í niðaþoku við Austfirði
og FANN HANN milli togara og
annarra herskipa. Hafði hún póst
meðferðis, m. a. öll dagblöðin.
Varpaði hún þeim niður til Þórs
úr 1500 feta hæð í niðaþoku, en
það liðu ekki nenia 3 mínútur frá
því blöðunum var varpað úr flug-
ist jafnt og þétt, í trausta vísinda-
rannsóknarstöð, sem lauk að fullu
margvíslegustu rannsóknum, sam-
kvæmt fjölþættri starfsáætlun.
Nú munu í náinni framtíð verða
settar upp á rekísnum stöðvar með
rafhlöðum, er nota gráðu mismun
á hita loftsins og sjávarins undir
ísnum, og gefa ódýra raforku, sem
mun gerbreyta lífsskilyrðum og
starfi á ísnum. Þegar rannsóknir
allra fyrirbæra í hafinu, í ísnum
og í lofti, verða framkvæmdar með
hjálp seinustu uppgötvana atom-
vísindanna, verður maðurinn leyst-
ur frá þreytandi og einhliða rann-
sóknum og útreikningum, en þessa
dnnu framkvæma sjálfritarar, telj-
arar og reiknivélar.
Á stöð okkar var stigið fyrsta
skrefið í þessa átt. Fjölþætt notkun
raforku og sjálfvirkra tækja, skap-
ar slík skilyrði, að vísindamennirn-
ir gátu mestan hluta dags, helgað
starfskrafta sína vísindarannsókn-
um.
Nikolaj Volkov
yfirmaður rekísstöðvarinnar
„Norðurpóll 5“.
vélinni þar til áhöfn Þórs var farin
að lesa þau á þilfarinu.
Að finna Þór í niðaþoku innan
um lióp annarra skipa og varpa
póstinum svona nákvæmlega, verð-
ur að teljast frábært afrek og sýnir
vel liæfni áhafnarinnar.
Skipstjóri á flugvélinni Rán er
Guðmundur Kæmested en flug-
maður er Aðalbjörn Kristbjömsson.
Nákvæm leiðarmælm
191