Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Page 18
IXTJGVÉLIN RÁN á sveimi yfir útlendum landhelgisbrjót. Þegar geröar eru mælingar á skipum, er oft flogið mjög lágt yfir þau. Ennfremur til að taka myndir og eins til þess að sjá nafn og númer skipanna. Síðan þarf oft að sveima yfir skipunum klukkustundum saman þar tii varðskip kemur á vett- vang. Kemur fyrir, að landhelgisbrjótar sigla tif hafnar, eftir skipun flugvéla. Landhelgis gæzluflng Islenzkir og útlendir sjómenn sem veiða hér við land, einkum þeir, sem fiska nærri ströndinni, eru hættir að reka upp stóraugu, þegar vængmikill flugbátur rennur skyndilega með æmum drunum yfir skipið, svo nærri, að maður býzt ósjálfrátt við, að hann rekist á möstrin. Ef sam- vizkan hjá skipstjóranum hefur verið góð, þá fjarlægist vélin á augabragði og hverfur svo innan skamms. Já, svona hefur það gengið til undanfarin ár og það munu fáir, sem á togurum hafa starfað, sem ekki hafa séð þennan fallega flugbát TF-RÁN, eign íslenzku landhelgisgæzlunnar, oftar en einu sinni. Þetta er skemmtileg tilbreyting í góðu og fögru veðri fyrir sjómennina, en þegar flug- vélin birtist í náttmyrkrinu, fyr- irvaralaust, eða undan svörtu éli, þá stendur ekki öllumásama. Það eru ekki nema um það bil fjögur ár síðan Landhelgisgæzl- an hóf reglubundið gæzluflug og jafnlangt síðan hún eignaðist vélina. Þó er hugmyndin eflaust miklu eldri: sennilega jafngömul fluginu. Veiðiþjófar léku listir sínar við öll tækifæri á fyrstu dögum flugsins, þessvegna urðu farþegaflugmenn ekki ósjaldan varir við togara „uppí kálgörð- um“, eins og sagt er. íslenzk hugmynd. Islendingar eru fljótir að til- einka sér tækni, a. m. k. stund- um. Framsýnir náungar flytja hitt og þetta inn frá útlandinu. Já, flestöll tækni berst hingað til lands, austan, eða vestan um haf. Til eru þó undantekningar, og ein þeirra er fluggæzlan. Hvað er maðurinn að fara, kunna nú ýmsir að spyrja? Eins- og það sé íslenzk „hugmynd" að horfa á skip úr flugvélum, eða fara í eftirlitsferðir í þeim. Nei, síður en svo, en landhelgisgæzla úr flugvél, á sama hátt og hún er framkvæmd hér á landi, er al- íslenzk hugmynd. Islendingar munu nefnilega vera eina þjóð- in, sem gerir út flugvél eingöngu til þess að verja fiskimið sín og til þess að koma lögum yfir land- hélgisbrjóta. Þess má einnig geta, svona til gamans, að marg- ar þjóðir hafa skrifað hingað og spurzt fyrir um fluggæzluna ís- lenzku í því skyni, að fá leiðbein- ingar og ráð. Mælingar. Til þess að gera landhelgis- gæzlu úr flugvél samkeppnis- færa við samskonar gæzlustörf varðskipanna, þurfti að finna aöferð til þess að staðsetja lög- brjótana með nægjanlegri ná- kvæmni. Varðskipin geta stöðvað vélarnar og látið reka í róleg- heitum, meðan gerðar eru ná- kvæmar hornamælingar, eða aðr- ar staðarákvarðanir. Flugvélin VÍKINGUR 194

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.