Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Side 19
æðir.aftur á móti áfram með 185
km hraða á klukkustund. Hvern-
ig í ósköpunum átti að fara að
því að staðsetja skip með nægi-
legri nákvæmni, þannig að unnt
væri að koma lögum yfir þá, sem
aðeins fara pínulítið innfyrir
landhelgislínuna. Með því að
þreifa sig áfram og gera ótal til-
raunir og æfingar, hefur tekizt
að staðhæfa aðferðir sem gera
þetta mögulegt. Það kom einnig
í ljós, að unnt er, þrátt fyrir
hmn mikla hraða að gera viðun-
andi mælingar með þeim aðferð-
um, sem notaðar eru á varðskip-
unum. Þessu til sönnunar má
nefna sem dæmi:
Nótin fannst.
Fyrir nokkru síðan var TF-
RÁN á eftirlitsflugi í námunda
við eina helztu verstöð landsins.
Þar var ónefndur bátur að veiða
í landhelgi með dragnót (snurre-
vaad). Bátsverjar skáru á tóin,
er þeir urðu flugbátsins varir.
Þannig að veiðarfærið varð eftir
á hafsbotni. Þó tókst að gera
mælingar af bátnum.
Báturinn hélt síðan til lands.
Þegar þangað kom, var skip-
stjórinn dreginn fyrir rétt og á-
kærður fyrir landhelgisbrot, en
hann harðneitaði að hafa verið
að dragnótaveiðum á þessum
slóðum. Var nú mannaður bátur
og farið á staðinn, þar sem áhöfn
flugvélarinnar taldi að báturinn
hefði verið að veiðum. Þarna var
svo slætt eftir nótinni og eftir
nokkrar mínútur var búið að ná
henni upp af sjávarbotninum, og
auðvitað á þeim stað, er mæling-
arnar sýndu, að hana væri að
finna. Geta menn af þessu séð,
hversu mikil nákvæmnin er. Og
þegar búið var að ná upp veiðar-
færinujátaði skipstjórinn brotið.
Veitir aðhald.
Gæzluflugvélin fer voðalega í
taugarnar á sumum skipstjórun-
um. Má oft sjá þá steyta hnef-
ana uppí loftið, þegar flugvélin
flýgur yfir. Þetta eru mennirnir,
sem vilja geta veitt innan land-
helgi. Það er betra að forðast
gangtreg varðskip, en hraðfleyga
VlKINGUR
flugvél, sem kemur, einsogþruma
úr heiðskíru lofti kannski þegar
\erst gegnir. Enda er vitað, að
síðan gæzluflugið varð reglu-
bundið hefur landhelgisbrotum
stórfækkað. Þannig hefur flug-
vélin ekki aðeins dregiðlögbrjóta
fyrir lög og dóm, heldur einnig
skelft marga frá því að veiða öf-
ugu megin við landhelgislínuna.
Flugió og stækhvm land-
helginnar.
1 fréttatilkynningu Landhelg-
isgæzlunnar, sem lesnar hafa
verið í útvarpið öðru hverju síð-
an fiskveiðitakmörkin voru færð
ut í 12 sjómílur, hefur verið sagt
að svo og svo mörg brezk skip
liafi verið í landhelgi á þessu
timabili.
Þetta finnst mönnum kannski
ekkert sérlega merkilegt, en hafa
menn þá gert sér grein fyrir því,
hversu víðáttumikil landhelgin
er orðin? Eða er annars nokkuð
að marka þetta? Já, það er hægt
að staðhæfa það með miklum
likum, að svo og svo mörg skip
séu í landhelgi, því að með 6
varðskipum og tveim flugvélum
er unnt að skoða alla íslenzku
landhelgina á fjórum klukku-
stundum.
Vel útbúin flugvél.
Það hefur komið á daginn, að
Gatalina-flugbátur Landhelgis-
gæzlunnar hefur reynzt hentug-
ur til gæzlustarfanna. Flugvélin
getur lent og hafið sig á loft
bæði ásjó og landi, en það kemur
sér oft vel. Auk þess er hún búin
Öllum hugsanlegum siglingatækj-
um, þar á meðal radartækjum,
sem gera kleift að staðsetja skip
í dimmviðri, og einnig að vera á
ferðinni í misjöfnum veði'um.
Fiugbáturnn hefur mikið flug-
þol; Hann getur, ef því er að
skipta, verið á lofti í heilan sól-
arhring. Venjulega er þó aðeins
verið með 14 klst. benzín í gæzlu-
ferðum, en það nægir til þess að
skoða alla landhelgina og meira
til. Um borð í vélinni starfar sex
manna áhöfn. Skipstjóri, stýri-
maður, tveir flugmenn, loft-
skeytamaður og vélstjóri. Allir
GUÐMUNDUB KJÆRNESTED skip-
stjóri. Hann hefur farið með skipstjórn
á flugrvélinni alla tíð. Hann hefur átt
mikinn þátt í því að koma flugrgæzl-
unni á leg;g;. Hefur starfað lijá I.and-
helg-isg;æzlunni frá því hann var dreng-
ur. Fyrst sem háseti og síðar sem stýri-
niaður og skipstjóri á varðskipunum.
þessir menn hafa sitt ákveðna
starf með höndum meðan vélin
er á lofti. Um borð ríkir fullkom-
ið skipulag. Hver hefur sitt verk
að vinna — og veit það. Allt eru
þetta ungir menn, og sumir
þeirra hafa verið á vélinni allt
frá því er hún komst í íslenzka
eigu.
GTJÐJÖN JÓNSSON flugstjóri hefur
flogið flugbátnum mest allra, fyrst sem
aðstoðarflugmaður og síðar sem flug-
stjóri. Hann hefur öðlazt mikla reynzlu
í könnunarflugi umhverfis ísland. Var
áður flugmaður á björgunarflugvélum.
195