Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1958, Qupperneq 31
FORSIÐUMYNDIN <£ Brezkir togarar í landhelgi með yfirbreitt nafn og skrásetningarnúmer undir herskipavernd. — N. til v.: skipshöfnin á varðskipinu Þ6r, 2. til h.: skipverjar á Þór losa „aflann' úr brezkri botn- vörpu, sem togari iijó af sér, en varðskipið krak- aði upp. N. til h.: skipverjar af Maríu Júlíu fara á gúmmíbát yfir að brezkum togara. <?>- SÆBJÖRG, byggð í Frederikssund áriö 1937, sem björgunarskip. Brúttóstærð 98 smál. Skipverj- ar eru 11, skipstjóri er Sigurður Ámason. Sjötíu og fimm ára Þorsteinn J. Eyfirðingur, skipstjóri sagði Gregson. -—- Maður hefði get- að snert vængina. Ég hélt hann ætl- aði að sneiða hausinn af mér. Eld- blossarnir stóðu fram úr honum all- an tímann. Við lágum eftir á dekk- inu eins og skotnar gæsir. Hann leit sem snöggvast um öxl. — Þú veizt að þeir eru báðir illa særðir? Drengurinn kinkaði kolli og sagð- ist halda, að hann gæti komið henni í gang núna. Síðan lagðist hann á sveifina. — Heldurðu að þú getir möndlað hana? sagði Gregson. Drengurinn svaraði með vott af ó- þolinmæði og lítilsvirðingu í rödd- inni: — Ég get ekki startað henni í fyrsta sinn. Það þarf tvo snún- inga. — Já, alveg rétt, sagði Gregson. Hann langaði til að segja drengnum frá að hann væri alinn upp við segl. 1 rauninni hafði hann aldrei verið alinn upp við segl. Hann hafði allt- af haft kynni af vélum. Oftast voru það gamlar vélar, flestar litlar og flestar hávaðasamar og oftast mestu vandræðagripir. Hann hafði aldrei treyst þeim, og hann fann að hann hafði nú meira vantraust á vélum en nokkru sinni áður. Það var hljótt alls staðar, nema hvað regnið lamdi þilfarið með þungum nið. Honum fannst hljóð þess óvin- gjarnleg og ergjandi. Honum datt í hug að aðgæta hvað klukkan væri. Hann hafði ekki tíma til að tosa úrið upp úr buxnavasa sínum, áður en drengurinn sneri sveifinni, og hann steingleymdi því í undruninni. Það var ekki undrun vegna þess að vélin fór í gang, hann var vanur því. En að drengurinn skildi snúa sveifinni nákvæmlega með sömu hreyfingunni og hinn dáni vélamað- ur hafði viðhaft, það kom einkenni- lega við hann. Drengurinn hafði lært utan að hreyfingar hins dána manns, og við það að sjá þær svo nákvæmlega eins var sem hluti af persónu vélamannsins vaknaði frá dauðum og hann stæði hér meðal þeirra, svartur og bölsýnn á svip, með andlitið fullt af lífsþjáningu. Er drengurinn hafði snúið fjóra snúninga, var Gregson orðinn úr- kula vonar um að hann kæmi vél- inni nokkurn tíma í gang. Drengur- inn tók sér hvíld og másaði: — Ekki til neisti í henni. Hann vonaði ákaft að vélin kæmist í gang. Þá yrði hann eins og fullorðin hetja í augum Gregsons, en það var eitt- hvað óeðlilegt við vélina. — Það er engin þjöppun í henni, sagði hann. VÍKINGUR Þorsteinn er fæddur 26. maí 1883 á Hofi í Svarfaðardal. Það var fyrir um 55 árum, er Þorsteinn hóf formennsku í Bol- ungarvík, er þá var ein af stærstu verstöðvum landsins, og þaðan ýttu þá úr vör margir dugmestu sjómenn seinni tíma. Síðan báru bylgjur hafsins að mestu Þorstein næstkomandi 50 ár á smærri og stærri skipum, en lengst af á Fróða, er hann átti fyrst í sameign, en síðar einn. Allan þennan tíma var Þorsteinn aflahæstur, eða með aflahæstu skipum. Það var mörgum ráðgáta fiskisæld Þorsteins og að honum skyldi aldrei bregðast vertíð. I sambandi við fiskisældina mynd- uðust ýms munnmæli, að hann smakkaði á beitunni, sýgi vettl- inginn sjóblautan og því um líkt. Ég átti því láni að fagna að vera með Þorsteini í 5 ár, en var aldrei var við slíkt. Þorsteinn er sérstakur persónuleiki, gæddur ótrúlegum viljastyrk, sem að mínu áliti er uppistaðan í hans fiskisæld. Þorsteinn er þjóð- kunnur maður, enda hefur hann verið mitt í iðu þeirrar gjör- byltingar, sem átt hefur sér stað í íslenzku athafnalífi, frá því hann byrjaði formennsku í Bol- ungavík á áraskipi nokkru eftir aldamótin, allt til nú fyrir nokkrum árum, er hann lét af skipstjórn og hætti sjómennsku. G. H. 0. 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.