Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 36
byssu um öxl eða veiðistöng. Á veturna sat hann í vinnustofu sinni og reykti pípu sína, og drakk glas af góðu víni, skrif- aði ræður sínar og las af góð- um bókum. Hvíthærður, virðu- legur, með heilbrigðan hörunds- Iit af mikilli útivist, svartklædd- ur og hógvær en smágamansam- ur í framkomu, nánast sagt ham- ingjusamur. Til þessa fróma manns kom lausbeislaður ferðaandi í heim- sókn eitt kvöld. Vetrarkvöld nokkurt þegar hríðarbylur gnauðaði um húshorn prestset- ursins, sat hinn heiðvirði guðs- maður niðursokkinn, við að lesa hin heilögu rit, og hafði lokið við að undirstrika með vísifing- ursnögl sinni í Mattheusar guð- spjalli: „urðu þeir hræddir og sögðu: það er vofa, og þeir hróp- uðu í angist“, þegar hann heyrði að rúða brotnaði í dagstofunni og glerbrotin hrundu á gólfið. Óþolinmóður yfir þessu ónæði, reis hann úr sæti sínu, tók sér Ijós í hönd og gekk þangað inn. Stormurinn æddi inn í herberg- ið og snjóhrúga var að myndast á gólfinu. Presturinn taldi að sjálfsögðu að stormurinn hefði átt orsök á þessari ótímabæru truflun. Hann hringdi á ráðs- konuna, og bað hana að finna eitthvert spjald fyrir rúðuna til morguns, þar til hægt væri að láta gera við hana. Að þessu amstri loknu, kom presturinn sér að nýju fyrir í stólnum sínum, kveikti í pípunni að nýju, skenkti sér djúprauðan og ilmandi Bor- deaux í glas og byrjaði að nýju að lesa í guðspjallinu. En í sama bili sá hann sér þá, til mikillar undrunar og sárrar vandlæting- ar, að hin hálffulla flaska hóf sig upp af borðplötunni, og sner- ist lóðrétt við í loftinu, svo að allt hið gullvæga innihald, rann beint niður á hið fallega þykka gólfteppi í skrifstofunni. Prestinum lá við að bölva hressilega af undrun og vonzku, en af hógværu eðli sínu tókst honum þó með naumindum að forða því, að hugsanir hans hrytu af vörum hans í óviðurkvæmi- legu orðbragði. Þess í stað reis hann harkalega á fætur og skrúf- aði upp í lampanum, svo ljósið breiddist betur um allt herberg- ið. En það var ekkert óvenjulegt að sjá, nema hinn stóra rauða vínblett sem breiddi sig forsmán- arlega í tandurhreinu teppinu. í sama augnabliki opnuðust dyrn- ar og ráðskonan kom inn til þess að tilkynna herra prestinum, að hún hefði nú látið þvottabretti fyrir gluggann í stað hinnar brotnu rúðu. Henni varð sam- stundis litið á hinn stóra rauða vínblett, og gat ekki stillt sig um — dálítið örg í skapi eins og hún var orðin af margra ára mey- dómi — að ávíta prestinn fyrir klaufaskap hans. En hann afsak- aði sig af mestu hægð með því, að honum hefði orðið það á að reka bókarhomið eða pípuna í flöskuna, svo að hún hefði dottið á gólfið. Ráðskonan byrgði nið- ur í sér vonzkuna, en rausaði við herra sinn, að þessi blettur næð- ist aldrei í burtu, meðan hún með svuntuhorninu reyndi að nudda yfir hann, sem varð aðeins til hins verra í hinu mjúka teppi. Þegar hún reis upp aftur bað presturinn hana að gjöra svo vel að skreppa niður í kjallarann og sækja honum aðra flösku sömu tegundar og af sama árgangi. Hún fór út fussandi og skellti hurðinni óþarflega hratt á eftir sér. En eftir þetta vetrarkvöld var hin friðsæla og notalega kennd prestsheimilisins horfin, og þess í stað komin sífelld óværð og ókyrleiki yfir heimilislífið. Allt- af var eitthvað að koma fyrir. Dýrmæt og falleg kristallsglös sprungu við uppþvottinn, uppá- halds postulínspípa prestsins brotnaði, og stólar duttu í sund- ur að ástæðulausu, að því er virt- ist, með prestinn, ráðskonuna eða úrvalsgesti heimilisins, öllum að óviðbúnu, svo að þeir sátu í brak- inu á gólfinu. Bókahillur féllu niður um miðjar nætur, með brauki og bramli, hinum tveim hóglátu íbúum prestsetursins, til hinnar mestu hrellingar. Til að byrja með túlkaði ráðs- konan öll þessi smáóhöpp, sem sífellt voru að eiga sér stað, sem eðlilega afleiðingu af því, hve prestssetrið væri orðið úr sér gengið og hrörlegt af viðhalds- leysi, og hvernig ætti svo sem annað að vera, þar sem bless- aður húsfaðirinn tæki sér aldrei hamar eða sög í hönd, til neinna viðgerða. Og þegar hún við mat- borðið, sem áður voru dýrðleg- ar stundir, sá nú prestinn hvað eftir annað missa niður vínglös- in, koma ekki gafli eða skeið upp að andlitinu fyrir handaskjálfta, og missa matinn niður á drif- hvítan borðdúkinn eða gólfið, gat hún ekki varizt þess, að vorkenna honum hve gamall og hrumur hann væri orðinn, ekki eldri mað- ur — því helzt var eins og ósýni- leg hönd, sífellt ýtti við hans eig- in, af illkvittnislegu gríni til þess að sletta öllu yfir borðdúkinn í stað þess, að hinn góði matur færi á réttan hátt í maga prests- ins — og sama var margoft þeg- ar hann lyfti vínglasi að inni- haldið gusaðist yfir hina fínu blúndudúka, — og þá varð ráðs- konunni jafnvel hugsað til þess, að ef til vill hefði blessaður prest- urinn borðað of mikið og drukk- ið um dagana. Þessi síðasta ályktun hennar fékk einnig stuðning frá prófasti umdæmisins, er hann kom í vísi- tasíuferð einn vormorgunn. Pró- fasturinn fordæmdi að vísu ekki heldur góðan mat og glas af víni, og þegar hann í þetta sinn gekk heim að prestssetrinu, hugsaði hann með mikilli ánægju til þeirra lystisemda í mat, sem hann vissi af fyrri heimsóknum, að hann mætti eiga von á. Og — það verður að segjast með sanni — að hann hugsaði einnig til þess með gleði, að hlýða á stillilega og fróma ræðu prestsins við morgunmessugjörðina er hræra myndi hverja trúaða og sann- leiksleitandi sál. Og hver getur furðað sig á undrun og ergi prófastsins, er í stað hins notalega andrúmslofts heimilisins, allt í einu lék um hann nákaldur gustur, er hurðir VÍKINGUR 244

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.