Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 9
í hættu — og enginn veitir mér minnstu athygli". Hann vék sér að manni, sem leit út fyrir að vera bezti náungi, og sagði stoltur. „Ég er Kristofer Kolumbus". „Viljið þér stafa nafnið", sagði sá innfæddi óþolinmóðlega. Kolumbus gerði það. „Það er eins og mig rámi í eitthvað", sagði sá innfæddi, „seljið þér ekki vél- ar?“ „Ég uppgötvaði Ameríku", sagði Kolumbus og var líka orð- inn óþolinmóður. „Er það satt! Er langt síðan?“ „Nei, rétt áðan, fyrir svo sem fimm mínútum“. „Þetta kalla ég fréttir. Og hvað ætlist þér fyrir, herra Kolum- bus?“ „Mér finnst“, sagði hinn mikli sæfari hæversklega, „mér finnst ég eigi skilið að fá dálitla viður- kenningu". „En enginn tók á móti yður, þegar þér komuð í land?“ „Nei, enginn. Það lítur út fyrir að hinir innfæddu hafi ekki gert sér ljóst, að ég var kominn til að uppgötva þá“. „Þér hefðuð átt að senda skeyti. Það er ekkert vit í þessu. Ef þér ætlið að uppgötva nýtt land, eigið þér að senda skeyti fyrst, skrifa hjá yður nokkra brandara handa blaðamönnunum og hafa meðferðis nokkur hundr- uð ljósmyndir af yður sjálfum. Með þessu móti komizt þér aldrei áfram. Þér þurfið að verða þekkt- ur maður“. Hinn innfæddi fór með Kol- umbus til gistihúss eins og kom honum fyrir á þrítugustu og fjórðu hæð. Svo fór hann burt. Eftir hálfa klukkustund kom hann aftur og í fylgd með hon- um voru tveir aðrir innfæddir menn. Annar þeirra var sítyggj- andi, en hinn setti upp þrífót með myndavél, og sagði: „Brosið! Hlæið! Skiljið þér ekki. Jæja, gerið svona: „Ha, ha, ha!“ og ljósmyndarinn lét skína í tennurnar og hneggjaði eins og hestur. Kolumbus stóðst ekki mátið og fór að skellihlæja. Það kom VÍKINGUR glampi og heyrðist smella í ein- hverju, og ljósmyndarinn sagði: „Kærar þakkir“. Nú vék hinn aðkomumaðurinn sér að Kolumbusi, tók blýant upp úr vasa sínum án þess að hætta að tyggja: „Hvað er ættarnafn yðar?“ „Kolumbus". „Stafið það“. „K-0-L-U-M-B-U-S“. „Ágætt. Það er ákaflega þýð- ingarmikið, að nafnið brenglist ekki. Hvað er langt síðan þér uppgötvuðuð Ameríku, herra Kolumbus ? í dag! Ágætt. Hvern- ig lízt yður á Ameríku?“ „Ég hef ekki haft tækifæri til að sjá nóg af þessu frjósama landi, til þess að mynda mér skoðun um það“. Blaðamaðurinn varð hugsi. „Gott og vel — en segið mér þá, herra Kolemann, hvaða fjórir hlutir eru það sem yður lízt bezt á í New York?“ „Sjáið þér til, það er erfitt .. “ Hinn innfæddi varð aftur hugsi. Hann var vanur að ræða við hnefaleikamenn og kvik- myndastjörnur, og var í stökustu vandræðum með slíkan þöngul- haus sem Kolumbus. Að lokum, eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti vel og lengi, spurði hann: „Ef til vill gæti ég komizt áfram, þó að ég væri ekki þekktur maður?“ „Þér eruð ekki með öllu viti“, sagði innfæddi maðurinn og brá litum. „Það, að þér hafið upp- götvað Ameríku — — hefir enga þýðingu. Hitt er þýðingarmikið, að Ameríka uppgötvaði yður“. Blaðamaðurinn einbeitti nú huga sínum af öllum lífs og sálar kröft- um til þess að orða nýja spum- ingu, sem hljóðaði svo: „Hvernig lízt yður á amerísku stúlkurnar?" Án þess að bíða eft- ir svari, tók hann að skrifa í ákafa. Öðru hverju tók hann log- andi sígarettu út úr sér og stakk henni bak við eyrað, en setti síð- an blýantinn upp í sig og horfði upp í loftið eins og í leiðslu. Síð- an fór hann að skrifa á ný. Loks sagði hann „ókei“, klappaði Kol- umbusi á bakið, kvaddi með handabandii og fór. „Nú er allt í lagi“, sagði vinurinn; „við skul- um fara í göngutúr um borgina. Úr því að þér hafið uppgötvað landið verðið þér að líta á það“. Þeir gengu niður Breiðgötu og keyptu sig inn á skopleikasýningu fyrir 30 cent. En Kolumbusi þótti brátt nóg um, og lagði á flótta. Hann hljóp við fót eftir stræt- um og þuldi bænir hárri röddu. Er hann komst heim, lét hann fallast niður í rúm og steinsofn- aði við skröltið í járnbrautarlest- unum. Morguninn eftir kom hinn inn- fæddi vinur Kolumbusar, þjót- andi inn í herbergið og veifaði dagblaði. Á áttugustu síðu sá landkönnuðurinn, sér til mikillar skelfingar mynd af sjálfum sér skellihlæjandi. Undir myndinni stóð, að hann væri stórhrifinn af amerísku stúlkunum, og teldi þær glæsilegustu konur í heimi, að hann væri góðvinur Abyss- iníukeisara, og að hann hefði 1 hyggju að lesa landafræði við Harvardháskólann. Hinn virðu- legi Genúaborgari ætlaði að fara að opna munninn til að mótmæla, en þá börðu nýir gestir að dyr- um. „Herra Kolumbus", sögðu þeir umsvifalaust, „okkur langar til að þér leikið aðalhlutverkið í hinni sögulegu kvikmynd, Ame- rigos Vespucci. Skiljið þér! Sjálf- ur Kristofer Kolumbus í hlut- verki Amerigos Vespuccis, það væri saga til næsta bæjar. Það yrði óhemju aðsókn að slíkri mynd. Aðalatriðið er það, að allt tal myndarinnar verður á Breið- götumállýzku. Skiljið þér? Ekki það. Jæja, við skulum útskýra þetta betur. Handritið er tilbúið. Það er samið fyrir kvikmyndina Greifinn af Monte Christo, en það skiptir ekki máli; við höfum skotið inn í það köflum, sem snerta fund Ameríku“. Kolumbus fór að riða á fótun- um og hann bærði varirnar; hann var augsýnilega að biðjast fyrir. En annar hinna innfæddu frá Hollywood lét dæluna ganga. „Þér, herra Kolumbus, leikið Ves- pucci, sem Spánardrottning er bálskotin í. Hann er aftur á móti bálskotinn í rússnesku prinsess- 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.