Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 16
hættu; því í nokkurri fjarlægð
sást smáþorp Indíána, sem Barr-
ow heitir og ísinn það þéttur og
greiðfær, að auðvelt var yfir að
fara fótgangandi. í nokkrar vik-
ur hélt skipshöfnin kyrru fyrir
í skipinu og hjóu daglega til að
fyrirbyggja að stýrið festist í
ísnum í von um að hann drifi
aftur frá og létti feikna þrýst-
ing, sem ógnaði skipinu. En ekki
breyttist til batnaðar. Loks kall-
aði skipstjórinn í talstöð sína á
litlu flugstöðina í Nome, sex
hundruð mílur í burtu og bað um
að sækja 25 menn af skipshöfn-
inni, en 14 mönnum ætlaði hann
að halda eftir til að gæta Bay-
chimo, þar til ísinn hyrfi aftur
um vorið. Á meðan — þar sem
ógerlegt reyndist að halda hita
í vistarverum skipsins, byggði
skipshöfnin sér kofa á ísnum.
Nokkrum dögum síðar breyttist
veður til batnaðar og skipsmenn
litu með fögnuði dásamlega sýn:
Tvær Stinson flugvélar, sem
flugmennirnir Ross og Mirrow,
starfsmenn Northem Transport-
lines í Nome stýrðu, renndu sér
léttilega úr skýjum ofan og sett-
ust á slétta ísbreiðu skammt frá.
Sjö menn af skipshöfninni tók
hvor flugvélanna í hverri ferð
og fluttu þannig alla af áhöfn-
inni, sem ekki var þörf fyrir í
skipinu. Hinir, sem eftir voru,
hreiðruðu um sig sem kostur var
á í kofanum og bjuggust um til
langdvalar. Skömmu síðar breytt-
ist enn veður og nú til hins verra.
Kyngdi nú niður snjó með ein-
dæmum langa hríð, sem veður-
ofsinn, með væli sínu og góli,
feykti saman í feiknstóra skafla.
En norðurljósin stigu trylltan
dans um helfrosinn dimmbláan
himinn.
Á hreinviðrisdögum héldu fé-
lagarnir sér við með leikjum og
ýmsu gamni; týndu saman reka-
við á nærliggjandi strönd og öðru
hverju felldu þeir hvítabjörn.
Mjög sparlega þurfti að fara með
eldsneyti; í kolaboxunum var
ekkert umfram það sem nauð-
synlegt var til að knýja skipið
á heimleiðinni og varð því að
varðveita, hvað sem öðru leið.
1 nóvember gerði veðurblíðu
skyndilega og kom þá hreyfing á
hina miklu ísfláka, sem fylgdi
mikið háreysti, skruðningur,
dynkir, drunur og brestir fer-
legir.
Um morguninn hinn 17. nóv-
ember vöknuðu menn við að sjá
íslausan opin ál, en skipið hvergi
sjáanlegt. Mikil og þykk þoka
lá yfir risavöxnum borgarísjök-
unum, sem lyftu sér og sigu og
„stigu ölduna", en sáust óglöggt
vegna þokunnar sem yfir grúfði.
Og menn óttuðust að skipið hefði
sokkið um nóttina, malað og
sundur kramið af miskunnarlaus-
um fangbrögðum hinna voldugu
ísfjalla. Cornwall skipstjóri fyr-
irskipaði nú allsherjarleit í allar
áttir, leitað var og aðstoðar Eski-
móanna á ströndinni og í nokkra
daga héldu skipsmenn leitinni
áfram, hrasandi og dettandi í
öðru hverju spori á hinum hála
og hættulega ísi, en allt kom fyr-
ir ekki; skipið var horfið.
Nú kólnaði aftur í veðri og enn
settist vetur konungur að á slóð-
um yztu hafa norðursins. Hið
horfna Baychimo var ef til vill
fimmtíu—hundrað mílur í burtu
og enn í greipum íssins, enginn
vissi um það. Ekkert var hægt
að gera til að bjarga skipinu,
hinir þreyttu leitannenn héldu
því aftur undir verndarvæng
kofa síns á ströndinni og heim-
ilis-hlýjunnar þar. Aftur hafði
Comwall skipstjóri samband við
flugstöðina í Nome og enn komu
þeir Ross og Mirrow fljúgandi.
Þeir könnuðu afarstórt svæði, en
hvergi komu þeir auga á hið
týnda skip. Það leit út fyrir að
örlögin hefðu nú loksins „gert
upp“ reikninga sína við hið
traustbyggða en litla flutninga-
skip og það farið til að „leggja
sig“ við hliðina á fyrirrennurum
sínum á botni hafsins. Og þar
eð fyrirsjáanlegt var að frekari
leit var árangurslaus, var flogið
með skipstjóra og áhöfn til Nome,
þar sem náðist í skipsferð suður
á bóginn. Baychimo var nú alveg
talið af sem tapað.
Hudson Bay félagið þarfnaðist
nú annars birgðaskips. Sumar
gekk í garð og með því kynleg
saga frá Norðurhöfum: Það var
í júlímánuði, að sagt var að
flokkur Eskimóa, sem voru að
busla í húðkeipum sínum djúpt
út af Wainwright, Alaska, hefðu
séð skip í fjarska, sem virtist
reka stjórnlaust fyrir sjó og
vindi, en enginn reykur sjáan-
legur úr reykháf þess. Þetta vakti
athygli og forvitni hinna inn-
fæddu og reru út að skipinu;
ekkert sem lífs var sást á þilfar-
inu, svo þeir klifu yfir borð-
stokk til frekari rannsóknar. Það
sem þeir fundu, gerði þá svo
undrandi, að þeim fannst of gott
til að vera virkileiki. — Mann-
lausa skipið var með troðfulla
lest af ómetanlegri skinnavöru.
Þeir hlóðu nú húðkeipa sína vöru
þessari sem mest þeir máttu og
héldu til strandar, ákveðnir að
sækja meira næsta dag. En morg-
uninn næstan eftir var skipið —
— — með öllu horfið. Nafn
skipsins — sögðu þeir, var Bay-
chimo. En um haustið kom önn-
ur fregn þess efnis, að hið týnda
skip hefði aftur sést og menn
farið um borð í það, og enn meir
af skinnavöru tekið. Fluttu nú
dagblöð endilangrar strandlengju
Kyrrahafs feitletraðar yfirskrift-
ir, sögur og sagnir um dular-
fulla draugaskipið á Norðurís-
hafshöfum, sem nú, vitanlega var
björgunarlauna-skip, hverjum
sem heppnaðist að draga það til
hafnar.
En í þá daga var slíkt hægara
sagt en gert. Staða skipsins, þeg-
ar það sást í annað sinn, mun
hafa verið langt inni á Beaufort-
hafi um fjögur hundruð mílur
austur af Barrow-höfða.
Fá skip, og þau eingöngu lítil
kaupskip, áttu leið meðfram eyði-
legum og ömurlegum ströndum
norð-vestur landsins, sem sífellt
áttu í höggi við ísinn og ofviðrin
og áhafnir þeirra höfðu fullt í
fangi að bjarga sér úr háskanum,
þó ekki væri draugaskipa leitað,
sem þeirra vegna máttu sigla sinn
sjó og skipti ekki máli hversu
dýrmætan farm þau höfðu innan-
borðs. En sjómenn sem þekktu
þessar háskalegu siglingaleiðir,
VÍKINGUR
«
*
I
J
224