Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1958, Blaðsíða 30
Fiskveiðar í Noröursjó
Fyrstu sögur sem fara af togveiðum á fiskimiðum I Norðuirsjó
sýna bæði hctjudáðir og grimmd, drottinhollustu og sviksemi. I*ær
segja frá miskunnarlausri baráttu manna við náttúruöflin og milli
mannanna innbyrðis. Af fljótfengnum auði og sviplegum dauða.
AIH þetta varð ívafið í iiina hraustustu kynslóð fiskimanna í vetr-
öldinni. Manna, sem með framsækni sinni og græðgi eru nú að
útrýma sjálfum sér.
Forseti félags togaraeigenda
lét þess getið, að brennsluolíu-
kostnaður skipanna hefði aukizt
úr fjórum upp í fimm milljónir
sterlingspunda á ári. Yrði því
ekki hjá því komist að hækka
verðið um 6 pence á stone (rúm
6 kg.) komið að bryggju.
Húsmæðurnar, sem voru marg-
hrjáðar af sífelldum verðhækk-
unum, hreyfðu mótmælum, og
eitt félag þeirra lýsti yfir því —
„að togaraeigendur greiddu í
rauninni ekkert fyrir veiðina,
þeir tækju fiskinn einfaldlega
beint úr sjónum!“
En ekki meira um það. Eftir-
farandi greinarkorn gefur til
kynna að það sé þó ekki alltaf
auðvelt verk að ná fiskinum úr
sjónum.
1 byrjun nítjándu aldar voru
fiskimið í Norðursjó í rauninni
ókönnuð. Þá voru Hull og Grims-
by og margar fleiri nú svo ný-
tízkulegir fiskibæir varla komnir
til sögunnar.
Frá sveitaþorpunum Barking
og Brixham komu fiskimennirn-
ir, sem forustuna tóku um hag-
nýtingu hinna auðugu fiskimiða
í Norðursjó, en þeir voru síðar
einnig fremstir í flokki um að
gjöreyða þessum sömu miðum
með ofveiði.
Hinir sterkbyggðu „togarar"
þeirra tíma með brúnu seglin
stýrimann og 3 háseta eða við-
höfðu 5 manna áhöfn. Skip-
stjóra, stýrimann og 3 háseta eða
viðvaninga, sem þeir munu hafa
verið kallaðir. Viðvaningarnir
munu oftast hafa verið munaðar-
leysingjar, þurfamenn eða ungir
afbrotamenn. Var aðstaða þeirra
ólýsanlega erfið. Þeir urðu að
fara á fætur kl. 4 á hverjum
morgni. Elda fyrir skipshöfnina
og hreinsa káetu og geymslur.
Standa við stýri þegar búið var
að kasta. Hreinsa og halda við
siglingaljósum, dæla austri, gefa
þokumerki þegar þess þurfti.
Þeir urðu að gera að og þvo fisk-
inn, og hjálpa til við að bæta
netin. Þeir voru þrælar í bók-
staflegum skilningi, því þeir
voru algerlega á valdi skipstjór-
ans, og fengu ekki bætur í neinni
mynd.
Margir skútuskipstjórar á
þeim tímum voru hræðilegir
menn, og gengu undir nöfnum
svo sem „Fjörudýrlingurinn" —
„Sædjöfullinn" og því um líkt.
Heima fyrir voru þeir fyrirmynd
annarra um guðhræðslu og gengu
reglulega stífpússaðir til kirkju
sinnar. En ekki voru þeir fyrr
komnir á skipsfjöl, en harkan og
miskunnarleysið náði yfirhönd-
inni. Spörk og hnefahögg voru
viðvaninganna daglegi skammt-
ur. —
Um hörku og miskunnarleysi
skipstjóranna hafa myndazt
þjóðsögur í sjávarþorpunum.
Einn skipstjórinn var t. d.
óánægður með það hvernig mat-
sveinninn steikti fisk til kvöld-
verðar. Þreif hann drenginn og
stakk báðum höndum hans ofan
í snarkandi feitina á pönnunni,
svona til þess að sýna honum að-
ferðina.
Annar skipstjóri framdi þá
óhæfu að binda viðvaning í
vörpustrenginn aftan í skipinu
fyrir þá sök eina að hann hafði
blístrað á þilfarinu, en það var
stranglega bannað. Þegar varp-
an var dregin inn var drengurinn
látinn.
Suffolk skáldið George Crabbe
segir í hinu fræga kvæði sínu
„Peter Grimes“ sanna sögu af
Þetta kort af Norðursjó sýrdr svæðið
þar sem mest hefur verið fiskað á und-
anfömum áratugum, og nú er að verða
„dauður sjór“.
hrottalegum Aldeburgh skip-
stjóra, sem átti sök á dauða
þriggja lærlinga er létust af illri
meðferð, þrældómi og fæðu-
skorti.
1 fiskiskýrslum frá árunum
1880—1892 má lesa um óhugn-
anlegar staðreyndir. Talið er að
nálega eitt þúsund lærlingar hafi
lokið námi á togurunum, yfir eitt
þúsund struku úr vistinni, en
tvö hundruð drengir dóu á sjón-
um.
Á þessari öld hörku og tilfinn-
ingaleysis, myndaðist kjaminn í
heimsins hraustustu fiskimanna-
stétt, og á sjókortum fiskimann-
anna af Norðursjó, má sjá nöfn
sumra hinna hörðu frumherja á
fiskimiðunum svo sem: „Mark-
ham’s Mole“, „Bruce’s Garden“
og Smith’s Knoll“.
Margar sögur eru sagðar um
hin ótrúlega auðugu fiskimið,
sem kölluð eru „Silver Pits“.
Haustið 1850 voru 4 Brixham
togarar að veiðum á hinum fjöl-
sótta Dogger Bank, og fluttu þeir
veiði sína til Scarborough. Afli
var góður og héldu þeir lengur
úti en rétt var. Hrepptu þeir veð-
ur stór og hröktust um miðjan
Norðursjó. Þegar storminn lægði,
komust þrjár skúturnar með
skemmdan reiða og rifin segl inn
til Scarborough. Nokkrum dög-
um seinna komst svo f jórða skút-
an til hafnar. Hafði hún tapað
veiðarfærunum að mestu, en tek-
izt að ná nokkru af sérlega væn-
um kola í leyfarnar af netinu.
VÍKINGUR
238