Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 13
Aðgerð á togara. borð og hafður á honum „Hnapp- miði“. En þá kom hin stóra spurning, áttum við að stöðva mótorinn? Við áttum aðeins til grænolíu í tvær gangsetningar, svo ekkert mátti mistakast. Jú, skipstjórinn sagði að við yrðum að hætta á það, ekki mætt- um við eyða olíunni til óþarfa, henni mundi ekki af veita. Þokan varð aldrei svartari. Eftir að vélin var stöðvuð, heyrð- um við smá suð í bárukvaki á skerjum djúpmegin við okkur, en við vissum hvar við höfðum mal- arkambinn á hinn veginn, þótt við sæum hann ekki, svo var það staðreynd, að við vorum inniiok- aðir milli skerja og lands, en ekki hvar. Skipstjórinn fór niður að líta á kortið, en við frændur fórum að gera utanum seglin, við litum þá hálf skömmustulegir hvor á annan, en báðir hugsuðu það sama, semsagt hvort við gætum átt nokkurn þátt í því hvernig komið var. Að loknu verki fórum við aftur í stýrishús og ræddum málið. Nið- urstaðan varð sú, að þær smá stefnubreytingar sem við höfðum gert, hefðu verið nákvæmlega at- hugaðar, að þær gætu ekki haft áhrif á heildarstefnuna, og að- spurðir myndum við segja, að það hefði stýrst mjög vel yfir flóann, alveg sérstaklega eftir að við fórum að sigla. Með það fórum við frammí til skipstjórans, þar sem við rædd- um málið. Hann taldi sig ekki kannast við þennan stað nema við værum þá innundir Vatns- nesi, en það gæti varla komið til mála, eftir því sem við teldum, að vel hefði stýrst, svo líklega væruv við einhvers staðar fram- aní Skaganum, þó hann áttaði sig ekki enn á þessu sundi. Við skyldum þó ekki hafa áhyggjur útaf því, gott væri að athuga vel vélina, gera fyrir hana það sem hægt væri, og hafa rokkinn klár- an í gang, að því loknu skyldum við frændur leggja okkur sem ekkert væri, en hann stæði vakt. En við vorum ekki syfjaðir, og VÍKINGUB töldum okkur sjá að skipstjóran- um væri ekki svo rótt sem hann vildi vera láta. En við athuguð- um allt, og gerðum klárt svo sem frekast var hægt, meir að segja klárt að stikka frá okkur keðjunni ef til kæmi. Við settum olíu á mótorlamp- ann, olíublautan tvist í skálina á honum svo ekki væri annað en að bera eldspýtuna að. Tókum til skammtinn af grænolíunni, skrúfuðum úr innspýtingsoddinn svo fljótlegra væri að hella olí- unni inn, ef í fljótheitum þyrfti að setja í gang. Þegar þessu var lokið rofaði svolítið til, og við sáum fjöru- kambinn, og enn rofaði til svo við sáum íbúðarhús nokkuð langt frá sjónum. Nú var að bíða þess að enhver kæmi út úr húsi þessu og þurftum við ekki lengi þess að einhver kæmi út úr húsi þessu og ætlaði, að við töldum, að fara eitthvað, svo við frændur hróp- uðum í kór: „Hæ stúlka! hæ stúlka!!“ En hvort það hefur nú verið af hróp- unum okkar eða af einhverju öðru, að þá fór stúlkan sem snar- ast í bæinn ,og sáum við þar enga hreyfingu framar. Við töldum að gott væri nú að hafa einhverja kænu til að fara í land á, en við höfðum ekkert þess háttar. Að vísu höfðum við einn björgunarhring, og ég var með stórt koffort, svo það gat verið möguleiki að komast í land á þessu. en ég var og ósyndur, svo frændi tók fyrir allar til- raunir til landferða, og taldi meðal annars því til foráttu, að stúlkan gæti verið ein heima, og hann vildi ekki taka ábyrgð á því, ef ég kæmist í land. Þetta gæti líka verið huldukona við stóran stein þó okkur sýndist það vera hús í þokunni. Eftir fimm tíma legu þarna fór þokan að sveiflast frá, nokk- ur vindur var þá kominn, og sjó tekið að auka, svo þá var ekki til setu boðið. Vélin var sett í gang, og mis- tókst ekki, svo við áttum eina gangsetningu til góða. Keðjan var dregin inn, og akkerið tekið úr botni til að vita hvort fast væri, en svo var ekki, var það þá látið taka botn, svo bátinn ræki ekki. Allt í einu svifti þokunni svo vel frá að nokkuð sá upp á landið og þekkti þá skipstjórinn stað- inn þegar í stað, og sagði að okkur væri óhætt að sigla áfram gegnum sundið, við værum í Skaganum. Nú var ekki beðið 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.