Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 26
SÖLUSAMBAND ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA stofnað í júlímánuði 1932, með samtökum fiskframleið- enda, til þess að ná eðlilegu verði á útfluttan fisk landsmanna. Skrifstofa Sölusambandsins er í Aðalstræti 6. Símnefni; FISKSÖLUNEFNOIIM Sfmi: 11480 (7 línur). TRETORN SJÓSTlGVÉLIN Fullhá, álímd, lág og meö lausum svampgúmmísóla TRETORN GÚMMÍVETLINGAR Einkaumboösmenn: JÓN BERGSSON HF. Laugavegi 178, Reykjavlk Slmi 35335. Já, þeir drápu Snorra. Drápu Snorra og marga fleiri. Menn gengu nefnilega hreint til verks á íslandi í þá oaga, drápu skáld, sem skiptu sér af pólitík, en en létu ekki veslast upp og soðna niður í kjötkötlunum. Nú halda Islendingar 11 alda afmæli og þeir munu taka í nefið dansa á malbiki. Þeir hafa fengið tilmæli um það að vera nú alls- gáðir þennan dag, en síðast var þjóðin allsgáð á Þingvöllum árið 1944, svo það er ekki til svo mikils mælst, að manni finnst, ekki síst þar sem líka á að minnast þess að lýðveldið er þrítugt um þessar mundir. Þetta er ekki hár aldur fyrir lýðveldi, eða ríkisform en satt að segja finnst okkur, sem létum rigna á okkur í fremingarfötunum þann dag 17. júní 1944 vera ótrúlega skammt síðan. Þrjátíu ár er ekki hár aldur. Ekki fyrir þjóð, varla fyrir konu heldur. Jafnvel fjallkonan ber þennan aldur vel, þótt okkur sé ljóst, að hún er komin af léttasta skeiði og er byrjuð að grána í vöngum. Hún hefur haft það gott, sérstaklega eftir stækkun land- helginnar og hún hóf útgerð á 60 skuttogurum, og hún ber sig vel, þótt kassinn sé oftast tómur, eins og gjarnan er hjá þeim sem eru í útgerð, því þar er meira gert af því að kaupa en selja og landið ilmar þekkilega þetta mikla milda vor ,sem birtist 1 enda mikillar loðnuvertíðar. Þegar minnst er 30 ára afmælis lýðveldisins, fyllist hjarta okkar ljúfsárum trega við að hugsa til baka. Guð minn góður, hvað allt hefur breyst í þessu makalausa landi, síðan lýðveldið var stofnað. Á ég þar við borgina, bæina, bújarðirnar, bílana og alla skuttogar- ana, þar sem öllu má stjórna úr brúnni, já og sjálfa þjóðarskútuna þar sem engu er hægt að stjórna úr brúnni og allar skipanir koma neðan af þilfari og neðan úr vél, en svo hefur ávallt verið á lýð- veldisskútunni, sem velkist um þjóðahafið. Var það ekki Sókrates sem sagði, að vandalaust væri að stjórna ríki, þar sem allir þegnarnir væru heimspekingar. En þá var ísland ekki til. Landið, þar sem allir vita upp á hár hvernig á að stjórna landinu, nema þeir sem hafa völdin. Við stóðum á Þingvöllum og regnið steyptist úr himninum í andlit okkar og fermingarföt. Það voru 2500 tjöld á Þingvöllum þennan morgun og alla nóttina hafði fólkið orðið að halda sér dauðahaldi í nýju fósturjörðina í storminum. Það fuku tjöld og sumsstaðar komu uppsprettur upp undir tjöldunum og sótti þá vatn að tjöldunum bæði ofanfrá og neðanfrá. Þá voru engir kamrar í Þingvöllum. Það hélt áfram að rigna á laugardagsmorgun og drúngaleg ský flöksuðust fyrir vindinum eins og blautar nautshúðir. Menn létu það ekki á sig fá og bílarnir streymdu austur að Þingvöllum, þar sem setja átti alþingi. Tvö mál voru á dagskrá, annað var stjórnarskrá lýðveldisins og kjör nýs forseta. Og það hélt áfram að rigna. Ég veit ekki nema þetta hafi verið ósköp venjulegur rigningardagur, talið í millimetrum, og þó verður hann okkur einhvern veginn minnisstæður. Þessi rigning var hams- lausari, blautari og drúngalegri en nokkurt regn, sem til þessarar jarðar hefur fallið og femingarfötin héngu dapurlega á veikum herðunum, skórnir voru útvaðnir og við vorum öll blaut í fæturna. Enginn var með vín, en við vorum samt öll ölvuð yfir því að vera orðin lýðveldi. Glæsileg pólitísk mál snerta einhvern slökkvara í sálinni og hjartanu og ef ,hlustandi góður, einhvern tímann hefur verið snert á þessum rofa í þér, þá skilurðu betur hann Guðbrand í áfenginu, Helga frá Brennu og alla rauðu varðliðana suður í Kína. 170 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.