Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 27
Við flögruðum um hátíðarsvæðið eins og hrafnahópur í stormi, og föt okkar sviptust fyrir rokinu eins og skonnortusegl og regnið lamdi okkur í andlitin, sem ávallt litu til himins. Við lokuðum ekki einusinni augunum. Við elskuðum þetta land, og við beygðum ekki höfuðið fyrir neinu, hvorki fyrir vindinum né regninu, sem við létum falla á frjálsborin andlt okkar. Við elskuðum allt, sem þetta land gaf, líka regnið og storminn. Alþingi kom saman undir berum himni og afgreiddi stjórnar- skrármálin og kaus forseta lýðveldisins. Aldrei hafði annað eins verið afgreitt á alþingi á eins skömmum tíma, nema ef vera skyldi í gamla daga á fyrstu árum alþingis. Þá stóð þinghald aðeins 3—4 daga og var haldið undir berum himni, en á sextándu öld var þing- tíminn lengdur upp í átta daga, þar eð menn voru kvekktir á, að þingmál vildu daga uppi. Nú hinsvegar duga þinginu ekki margir mánuðir og störf milli þinga til að ná endunum saman. Öll góð mál daga nú uppi á alþingi finnst okkur stundum og væri því rétt fyrir þessa afkasta- miklu þjóð, að taka upp forna háttu og halda þingið á Lögbergi framvegis, ef það mætti hafa áhrif á allan seinaganginn og skera niður málalengingar. Kannski hefði stórbrotið og tignarlegt lands- lag líka sín áhrif á störf þingsins, en útsýni yfir landið stækkar manninn og færir hann nær uppruna sínum og tilgangi. Það hélt áfram að rigna, fyrst á danska Island og svo á lýðveldið unga. Það var næstum eins og máttarvöldin vildu gera sérstaka hreingerningu þennan dag, þvo fjöllunum rækilega í framan, og þá sérstaklega þingstaðinn og hin helgu vé, þvo danska svipinn úr hverju andliti, þvo fermingarfötin og það var ekki fyrr en þjóðkór- inn undir stjórn doktors Páls ísólfssonar byrjaði að syngja, að himninum fataðist regnið. 20.000 nýþvegnir og niður rigndir Islendingar tóku undir sönginn sjá doktor Páli og voldugri kór hefur aldrei sungið fyrr né síðar og sá sem heyrði þann söng verður aldrei samur. Þegar þjóðin minnist ellefu alda afmælis í sumar, þá bið ég um að hin hulda hönd fari fingrum um slökkvarann í mér og þér, því það er komið mál til að þvo landinu og sálinni rækilega í framan, og í eldskini hnígandi sólar fæðist ný þjóð með unga drauma. Þrjátíu ár er langur tími í ævi manns, þó aðeins brotabrot af sögu mannsandans. Það voru 20.000 manns, sem fóru með hlutverk í regnóperunni miklu á Þingvöllum árið 1944 og nú eru flestir þeirra dánir eða hrumir af elli sem fóru með völd. Þá voru Islend- ingar 125.000 talsins og forseti íslands hefur upplýst, að nú búi ná- lega jafnmargir íslendingar, sem fæddir eru eftir regnið mikla og hinn volduga saung í björgunum og þeir sem lifðu þá. Þetta fólk skortir gjörsamlega reynslu og þann eina sanna mun, sem er á þjóðhátíð og verslunarmannahelgi. Nú eru íslendingar næstum helmingi fleiri en þeir voru 1944, en ég er þess samt fullviss að þá hefði verið nóg regn fyrr okkur alla. Þrjátíu ár eru liðin. Þrjátíu ár eru töluverður tími og eins og smám saman rennur af þeim er til flöskunnar seilast, dofnar hljóm- urinn frá klukkunni á Þingvöllum, sem hringdi lýðveldið inn. For- setabjallan, sem hafði hinn eina sanna tón. Smám saman gleymdu menn þessu nýþvegna landi og menn urðu stundum svolítið þreyttir á þessu lýðveldi, þar sem alltaf var verið að fella gengið og alltaf var verið að hækka vextina og smám saman fór árferði og heims- markaðsverð, síldin og loðnan að skipta meira máli en sjálft lýð- veldið. Menn hættu að hata Dani og fóru í þess stað að hata ríkis- stjórnina og Seðlabankann, hættu að syngja í þjóðkórnum, sem VÍKINGUR Ms. Laxá Ms. Rangá Ms. Selá Ms. Langá HAFSKIP HF. Skrifstofa Hafnarhúsinu Sími 21160 Simnefni: Hafskip. HAPPDRÆTTI DAS 60% af ágóða varið til bygg- ingar Dvalarheimilisins. SKRIFSTOFA AÐALSTRÆTI 6 Aðalumboð Vesturver. Símar: 17117 og 17757 Önnumst viðgerðir á rafvélum og raflögnum fyrir skip og í landi. Góðir fagmenn. Vönduð vinna. Rafvélaverkstæðiö VOLTI Norðurstlg 3, slmar 16458 og 16388 171

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.