Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Side 6
mönnum og ótrúlega margt af vinnsluvélum og tækjum einnig smíðað og teiknað innanlands. Það ótrúlegasta af öllu var þó og þá einnig það ánægj ulegasta hvað þær reyndust vel og lítið þurfti að betrumbæta, þrátt fyrir hrakspár og jafnvel póli- tískan andróður, sem einnig varð að yfirstíga, samfara hinum geysilega vinnuhraða og vinnu hörku, sem hafa varð við allar framkvæmdir, jafnt á teikning- um, byggingum, framleiðslu (og hönnun) vinnuvéla og tækja, út- vegun á efni og niðursetningu véla og tækja o. s. frv. Að sjálfsögðu komu hér mörg fyrirtæki og einstaklingar við sögu, sem framkvæmdu mikla og góða vinnu, en ég held að ekki sé hallað á neinn, þótt sagt sé, að aðalþunginn við allan undirbúning, útvegun og smíði allra vinnuvéla og tækja og öll uppsetning og öll járniðnaðar- vinna við byggingar tanka o. þ. 1. hafi hvílt á Vélsmiðjunni Héðni h.f., sem með þessum fram- kvæmdum reisti sér, sínum þá- verandi liðsmönnum og íslenzk- um iðnaðarmönnum yfirleitt ó- brotgjarnan varða, enda þótt þess hafi lítið verið getið eða það metið. Þegar saga síldariðnaðar á ís- landi verður skráð á óhlutdrægan hátt, munu þau afrek, sem hér er lauslega minnzt á, verða opinber- uð, og þeir menn sem báru meg- inþungann í þeim hamförum (í bókstaflegri merkingu) hljóta verðskuldaða viðurkenningu. Síðari hluta þessa áratugar (1940—1950) fóru aflabrögð síldar minnkandi í öfugu hlut- falli við afkastagetu hinna stór- virku gúanókvarna, sem stóðu tilbúnar til að taka á móti mikilli síld en fengu lítið og sumar ekk- ert. Ef hin mikla síldarganga í Hvalfjörð 1946—1947 hefði ekki komið, hefði hin stóra verk- smiðja S.R. á Siglufirði aldrei fengið sína prófraun, en þar var mikið magn Hvalfjarðarsíldar unnið með frábærum árangri. Ef þessi vetrarvinnsla hefði ekki komið til, má segja að algjört hráefnisleysi hafi verið ríkjandi í öllum síldarverksmiðj um norð- anlands. Síldarverksmiðj a Ingólf s á Ingólfsfirði var byggð 1943— 1944 og fékk góða reynslu á fyrsta ári sem gerði það að verk- um að hún var stækkuð og af- kastageta hennar tvöfölduð á næsta ári af landlægri bjartsýni. En síldin var að mestu horfin og má segja, að engin síld kæmi meira til hennar né Djúpuvíkur. Það litla sem veiddist var helzt á austursvæðinu og það sem ekki var saltað fór þá á Raufarhöfn og Siglufjörð, sem jafnframt fengu allan úrgang. Síldarafli var hins vegar svo lítill að þessar verksmiðjur byrjuðu á að vinna karfa, ufsa og fiskúrgang, sem ekki hefði verið litið við ef síldin hefði verið fyrir hendi. Á þessum árum var ég verk- smiðjustjóri hjá SR á Siglufirði, tók þar við starfi um svipað leyti og byrjað var á að vinna Hval- fjarðarsíldina þar. Sú vinnsla hófst síðari hluta árs 1947 og varaði óslitið fram á vor 1948. Ég átti svo eftir að vera þar þrjú síldarleysissumur eða hall- ærissumur með allar verksmiðj- urnar tilbúnar og fastráðna menn í hundraða tali, fylgjast með velgengni staðarins fyrstu 8—10 mánuðina af veru minni þar, þegar allir höfðu meira en nóg að gera við vinnslu Hval- fjarðarsíldarinnar og miklar tekjur. Sjá síðar og finna hin snöggu viðbrigði: atvinnuleysi hinna vinnufúsu íbúa kaupstað- arins með öllu því vonleysi er því fylgir og að lokum flótta frá staðnum í leit að vinnu á ókunn- um stað. Síldarverksmiðja Ingólfs h.f. stendur austanmegin Ingólfs- fjarðar í landi Eyrar. Hún mun hafa verið einhver bezt hannaða verksmiðjan sem þá var til í landinu. Snyrtilegar nýbygging- ar, löndunarbryggja og lýsis- tankar, en auk þess var notazt við eldri byggingar og bryggju sem fyrir voru á staðnum frá því að þar var starfrækt síldarsöltun fyrir nokkrum árum. Verksmiðj- an var búin fyrsta flokks vinnsluvélum, löndunartækjum og öðrum búnaði. Ástæða fyrir dvöl minni á Ströndum þetta sumar var sú að ég var einn af útflytjendum frá Siglufirði, óráðinn og alltaf til í tuskið. Fyrrverandi verksmiðju- stjóri, Jafet Hjartarson, sem verið hafði frá byrjun, var hætt- ur störfum og kominn til Hvals h.f. Þá höfðu eigendur Ingólfs h.f. hug á að reyna að reka verk- smiðjuna eingöngu fyrir karfa- vinnslu, en ekkert sinna um síld, jafnvel þótt hún byðist fyrir- hafnarlaust. Hún hafði brugðizt allt frá byrjun með þeim afleið- ingum sem ekki þarf að fjölyrða um. Það var sem sé ákveðið að blása nýju lífi í vélar og tæki, sem staðið höfðu aðgerðarlaus í áraraðir og vinna karfa frá ca. fjórum togurum, sem eingöngu stunduðu þessar veiðar. Þá var enn þá ekki byrjað á að flaka karfann og gera hann þar með að eftirsóttri útflutningsvöru sem þó mun hafa komið til athug- unar eða jafnvel verið reynt á þessu ári. Vegna staðhátta, samgöngu- leysis og fámennrar byggðar í næsta nágrenni varð þessi verk- smiðja að vera sjálfri sér nóg með allar nauðsynjar til vinnslu og hvers konar annarra þarfa og sjá allflestum starfsmönnum sín- um fyrir húsnæði og öðru til dag- legs lífs eins og stórt heimili í af- skekktri sveit, ekki á sama hátt og þau voru rekin á sínum tíma og við höfum kynnzt í sögum og endurminningum, heldur eftir nútímakröfum um aðbúnað og lífsþægindi. Því varð hún (verk- smiðjan) að vera með alls konar varning auk matvöru, kjöts og fisks, svo sem fatnað, gosdrykki, tóbak og yfirleitt allt sem starfs- fólk þarfnaðist eða óskaði eftir að hafa. Þá varð hún að starf- rækja bakarí, eldhús, mötuneyti, efnarannsóknarstofu, rafmagns- VÍKINGUR 150

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.