Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 28
INGÓLFS APÓTEK Selur lyfjaskrín, tyrir farþegaskip, vinnustaði, ferðabíla og heimili. INGÓLFS APÓTEK Aðalstræti 4 (Fischersundi). Slmar: 11330 og 24418. ÚTGERÐARMENN! Vér erum umboðsmenn fyrir þýzku Dieselverksmiðjuna KLÖCKNER'- HUMBOLT- DEUTZ, stærstu Dieselverksmiðju í heimi, hin elzta og reyndasta sinni grein. Margra ára reynsla hér á landi. HAMAR HF. Simar: 22123 - 22125 skemmti fjöllunum og fóru að syngja suðræna madrigala suður á Spáni, eða Mallorka. Þingvellir urðu staður, þar sem menn drukku eftirmiðdagskaffi á sunnudögum, þegar bókstaflega ekkert annað var hægt að gera í þessu kalda og sólarlausa landi. Þingvellir voru staður, þar sem selt var bensín, þegar bensínstöðvar voru lokaðar í Reykjavík og dans þjóðarinnar á malbikinu varð smám saman þunglamalegri og stirðari í liðum og loks var svo komið, að þjóð- hátíðin olli okkur aðeins sársauka og hryggð. Hin óhamingjusama þjóð greip til flöskunnar og fór öskrandi um stræti og torg og gubbaði yfir malbikað landið og minningin var sópuð upp hinn næsta dag og sett í tunnur. Það er kominn 28. júní. Ef til vill er það táknrænt, að útvarpið, blöðin eða fjölmiðlarnir spyrja ekki hina ungu þjóð um gang þjóð- hátíðarinnar, heldur er talað við lögregluna um það hvemig til tókst 17. júní. Þvílíkur uggur hvílir yfir þessum degi á vorum dögum og við vörpum öndinni feginslega, þegar lögreglan í Reykjavík, lög- reglan á Akureyri og lögreglan í Hafnarfirði og Keflavík segir okkur að ölvun hafi verið með minnsta móti á 17. júní og allt hafi skeð án óhappa. Þannig er nú því miður komið, að hátíð lýðveldisins heyrir undir lögregluna fyrst og fremst. 17. júní 1974 rann upp með váskaða og þungbúnum skýjum, en svo leit sólin landið, sem brosti og breiddi úr sér, eins og græn lilja sem flýgur á fagurbláum haffleti, og Seltjarnarnesið barði gáskafullt hafið með halanum. Við fórum að týgja okkur af stað, til að vera viðstödd hátíðina á Austurvelli, en sá þáttur hátíða- haldanna ber enn keim af regnóperunni miklu. Við vorum ennþá börn og því veik fyrir hornaflokkum, fánahyllingum og skrúðgeng- um æðstu prestanna í þjóðlífinu. Auðvitað gerðum við okkur það ljóst, að það var komið eitthvert máttleysi í þjóðhátíðina og hún var einhvernveginn út í hött, eins og bolludagurinn og allt það og maður barst aðeins með straumnum, en lét ekki rigna á sig í spari- fötunum ef hjá því varð komist og naut þess ekki lengur að láta vindinn og regnið þvo af sér danska fáránlega glottið. Ég hugsaði með skelfingu til þess að dansa þetta kvöld á malbikinu, en að sögn útlendinga er malbiksdansinn, ásamt fornsögunum og neftóbakinu, algerlega séríslenskt fyrirbæri. Nei í dag vildi ég regn og flagsandi storm, svo hvellir bærust um sofandi byggðna frá lemjand fánum og ég vildi hlaupa um vota jörðna, gegndrepa Islendingur og lýðveldissinni og varðliði, sem hefur alla vinda heims í fangið, og allt regn veraldar í andlitið, en nú var sól. Samt lötruðum við af stað, eftir að hafa þvegið barnavagnana og héldum í bæinn. Þarna var fjöldi manns saman- kominn og smám saman skynjaði maður einhverja breytingu á þessum degi fólksins. Miðborgin var þakin ungu fallegu fólki, sem brosti. Ekki þekkti maður samt mjög marga og það var góðs viti. Gömlu lýðveldissinnarnir hrutu líklega heima í bælunum og myndu hlusta á morgunleikfimi þessa nýborna þjóðhátíðardags í útvarpinu. Þeir litu ekki við sólskini — þeir vildu hafa regn. Ef til vill var allt þetta fólk yngra en lýðveldið og slökkvarinn í sálu þess hafði ekki verið hreyfður — ekki enn. Þetta var hin unga þjóð, sem skynj- að veröldina á annan hátt en við, og þú gafst þeim ósjálfrátt gætur þessum ungu guðum. Svo kom skrúðgangan með borgar- stjórann í broddi fylkingar og þeir börðu bumbur og básúnur gullu og hjarta þitt fór að slá örara, og svo brostir þú líka og fyllt- ist einhverri bamslegri eftirvæntingu. Svo komu ræður og þú heyrðir hvert orð, en aðeins það er til vitnis um, að eitthvað hafði gerst. 172 VÍKINOUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.