Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Síða 8
Dr. Gunnlaugur Þórðarson fékk sér indverskan búning og klæddist að hætti inn-
borinna. Hér er hann á tali við innfæddan mann, sem ekur farþegum á reiðhjóli.
Kynnisferð til
Austurlanda
Spjallað við dr. Gunnlaug Þórðarson, sem er nýlega
kominn heim frá Austurlöndum, eftir að hafa kynnt sér
viðhorf ýmissa þjóða þar til landhelgismálsins.
Dr. Gunnlaugur Þórðarson er
lesendum blaðsins að góðu kunn-
ur vegna merkilegra ritgerða um
lögfræðileg efni, er varða land-
helgismálið og hann hefur birt
í blaðinu. Dr. Gunnlaugur er ný-
kominn úr ferð til Austurlanda,
þra sem hann kynnti sér m. a.
álit lærðra og heimskunnra lög-
fræðinga á fiskveiðilögsögu þjóð-
anna.
Við hittum dr. Gunnlaug að
máli nú fyrir skömmu og innt-
um hann tíðinda af landhelgis-
málinu. Varð hann góðfúslega
við þeirri bón, að skýra okkur
frá viðhorfum sínum nú. Rituð-
um við eftir honum eftirfarandi:
— Hver er staða Islands nú í
landhelgismálinu, eftir að samn-
ingar hafa teJcist við Breta, og
samningur er ef til vill á næstu
grösum við Þjóðverja?
Auðlindalögsaga nœr okki ondi-
loga til fiskveiða
— Það veltur mikið á fyrir-
hugaðri ráðstefnu í Caracas. Að
vísu er ekki búist við að niður-
staða fáist á þeirri ráðstefnu,
en hafréttarráðstefnunni verður i
haldið áfram í Vín á næsta ári
og þá má gera ráð fyrir að ein-
hver árangur náist. Þó eru menn p
ekki á einu máli um að niður-
staða fáist. Sumir óttast
stóra fiskveiðilandhelgi, óttast að
þar verði samþykkt 12 sjómílna
landhelgi og þar með fisk-
veiðilandhelgi eða 200 mílna auð-
lindalögsaga, sem nær þó ekki
til fiskveiða nema með vissum
skilyrðum, sem gætu verið óað-
gengileg fyrir okkur. Því hefði
verið æskilegt að einbeita kröft-
unum ekki síður að 50 sjómílna
helgi, því ég hef oft gagnrýnt
það, að við skyldum ekki strax
í upphafi fara þá leið að viður-
kenna lögsögu Alþjóðadómstóls-
ins í landhelgismálinu. Við er-
um elsta réttarríki heims og höf-
um því meiri skyldur en aðrar
'þj óðir og ef við hef ðum rekið málið
eins og vera bar og leitað eftir ,
viðurkenningu annarra þjóða og
lagt þær á borðið fyrir Alþjóða-
dómstólinn, svo sem 70% þjóða
heims. Þá hefði aðstaða okkar
gagnvart dómstólnum verið allt
önnur og sigur okkar vís í land-
helgismálinu. Það liggur þegar
á borðinu viðurkenning stærstu
þjóðar heims og það væri auðvelt
að fá viðurkenningu flestra þjóða
Afríku og Suður-Ameríku, en sá
möguleiki firnist óðum, vegna að-
gerðarleysis utanríkisráðuneytis-
ins.
— Ég hélt því fram í blaða-
grein, þar sem ég gagnrýndi
sinnuleysið í þessum málum, að
við myndum einnig geta fengið
viðurkenningu m. a. Asíuþjóða
fyrir sögulegum rétti okkar.
Vegna þessarar fullyrðingar
VÍKINGUE
152