Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1974, Qupperneq 29
Strax þennan morgun fór andblær nýrra vona um sál þína og hjarta og kvöldið leið. Við lögðum leið okkar í Melaskólann. Prúðbúið fólk streymdi um svæðið. Það dansaði kannski ekki mikið saman, en það var nákomið í andanum. Það voru fáir neftóbaksmenn við Melaskólann þetta kvöld, fáar sjálfstæðishetjur frá Þingvöllum. Nýborin æska var í meirihluta, há til hnésins og hún minnti okkur á guði. Þama var enginn fullur, engin lögreglumál, heldur hljóður friður og eftirvænting og þér var ljóst, að kominn var nýr taktur í þessa undarlegu þjóð, Islendingana. Þarna var Jón Ás- greisson tónskáid, höfundur Þrymskviðu. Ef til vill stjórnar hann hinum volduga kór í sumar, kórnum sem ekki hefur sungið síðan doktor Páll lét sprotann síga eftir að hafa stöðvað regnið með söng. Þrjátíu ár er langur tími í ævi manns. Þeir sem fóru með völd á lýðveldisdaginn eru margir horfnir til feðra sinna og þeim sem viðstaddir voru á Þingvöllum fer fækkandi. Þeir se meftir standa hafa gildnað um miðjuna og eru orðnir gráir í vöngum. Það stytti upp, þegar búið var að hringja lýðveldið inn og kórinn mikli hafði lokið söng sínum. Sólin laugaði nýborið landið, sem vaggaði blíðlega á bláu hafinu. að Það er dýrt að vera Islendingur, sagði nóbels- skáldið. Já, ef það er einhver lúxus fólginn í því að vera af ákveðnu þjóðerni, þá er það að vera af vorri þjóð. ísland er land hinna miklu andstæðna, þverhnípt og ókleyf rís hver staðreyndin gegn annarri, eldur og ís. I svona landi verður enginn sammála til lengdar, það liggur í hlutarins eðli. Þó erum við ein þjóð, ein þjóð til hins síðasta manns. Það sáum við í Vestmannae.vjagosinu, í landhelgismálinu og þegar við keyptum geirfuglinn forðum, og sagan hefur þegar sýnt. að við kunnum fótum okkar forráð sem þjóð. — Það er mikið á einn mann lagt, að stofna lýðveldi, sagði þing- maðurinn. Það er mikið á einn mann lagt, að halda þjóðhátíð á hverju ári segjum við. Það tók íslendinga sjö hundruð ár að stofna lýðveldi, eða endur- reisa í landi sínu og það tók þrjátíu ár að finna hinn rétta aftur. Við höfum séð það að skelfingin mikla er horfin úr andlitum vorum og hjörtum, þegar minnst er á þjóðhátíðina á Þingvöllum, ellefu alda afmæli Islandsbyggðar. Ég vona að hann rigni nú duglega á Þingvöllum í sumar á tjöldin og ég vona að uppsprettur komi upp undir þeim og ég vona að sögn lögreglunnar á Selfossi og að sögn lögreglunnar í Reykjavík, þá hafi þjóðhátíðin farið hið besta fram og verið landi og þjóð til mikils sóma. Jónas Guðmimdsson. Leiðrétting I grein eftir mig er birtist í 5. tbl. Sjómannablaðsins, „Ræða flutt á Sjómannadaginn“ hafa orðið tvær ritvillur er ég bið þig vinsamlegast að leiðrétta. En þær eru: „festu sér búsetu árið 974“, sem á að vera „874“ og hin síðari „sem síðar var lögtekin hér á landi aðeins 26 árum síðar“ á að standa „126 árum síðar“. G. K. VERZLUN O. EL.LINGSEN Elzta og stærsta veiðarfæra- verzlun^ landsins. Elzta og stærsta skipaviðgerð- arstöð á íslandi. Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK Sfmi: 10123 (6 llnur)-Símnefni: Slippen EINKASALAR HÉR Á LANDI FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU „LION" vélþétti. Framleiðendur: JAMES WALKER & Co. Ltd. Woking, England. VÍKINGUB 173

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.