Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 10
uggandi yfir þeim mikla fjölda undanþága, sem samgönguráðu- neytið veitir árlega til skipstjóra og stýrimannastarfa? — Þessi mál hafa jafnan verið ofarlega á baugi á þingum sam- bandsins og svo var einnig á síð- asta þingi. Tækniþróun um borð í skipum og bátum, bæði til siglinga og veiða, hefur verið mjög ör á síðustu árum og því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, að skip- stjórnarmenn séu vel menntaðir til að geta gegnt störfum sínum sem best. En það er ekki að sjá, að ráðuneytið líti svo á, ef litið er á þann fjölda undanþága, sem það hefur veitt. Árið 1977 veitti ráðu- neytið hvorki meira né minna en 692 undanþágur, eða 163 til skip- stjórastarfa og 529 til stýrimanna- starfa. Þetta hefur haft það í för með sér, að aðsókn til skipstjóra- náms fer minnkandi, og fella hef- ur orðið niður kennslu lsta stigs víðs vegar um landið. Menn geta fengið undanþágu án þess að hafa nokkuð fyrir því, að því er virðist, og þá er kannski ekki óeðlilegt að þeir séu ekki að leggja á sig tíma- frekt og kostnaðarsamt nám. Þessari þróun þarf eindregið að breyta. Undanþágur samgöngu- ráðuneytisins eru veittar án heim- ildar í lögum, og eru því lagabrot- in jafnmörg undanþágunum. Sú furðulega staða gæti t.d. komið upp, að stjórnvöld dæmdu skip- stjórnarmann til refsingar fyrir t.d. fiskveiðilagabrot, þann hinn sama mann er þau veittu undanþágu til starfa með lagabroti. Að lokum vil ég lýsa yfir ánægju minni með þá ágætu að- stöðu, sem Farmanna- og fiski- mannasambandið hefur fengið að Borgartúni 18 fyrir alla starfsemi sína. Það er samtökum eins og okkar mikil nauðsyn að hafa góða starfsaðstöðu, þar sem um leið er félagsmiðstöð fyrir félaga sam- bandsins. Þessi aðstaða er nú fyrir hendi í Borgartúninu, og ég fagna því. Skömmu eftir að A1 Smith var í fyrsta sinn kosinn borgarstjóri í New York, fór hann í heimsókn í Sing Sing fangelsið. Eftir að hafa skoðað húsakynnin, varð hann í lokin að halda smá tölu yfir föng- unum. Hann var kvíðinn og tauga- óstyrkur, þegar til kom, og ekki batnaði, þegar hann byrjaði með orðunum: „Kæru samborgarar — og mundi þá, að refsifangar í USA hafa ekki borgararéttindi. Hann reyndi í skyndi að leiðrétta vill- una, en ekki tók betra við: „Kæru afbrotamenn," stamaði hann. Þegar honum varð ljóst, að þetta var ekki heldur viðeigandi ávarp, reyndi hann í þriðja og síðasta sinn: „Nú jæja, það gleður mig að sjá ykkur svo marga hér saman- komna.“ 10 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.