Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 14
væri gætu starfsmenn hafnar á hverjum stað bætt mjög mikið úr því sem miður fer. Tvö blikkljós sýni viðlegukantinn — Til að auka öryggi við að- siglingu tel ég víða nauðsynlegt að sett verði upp tvö leiðarljós, annað fremst á bryggjuhorn, en hitt á efra eða innra bryggjuhorni eða jafnvel inni í landi. Þetta þurfa að vera mismunandi lit blikkljós sem sýna hvernig viðlegukantur ligg- ur. Skipstjóri á að geta séð á þess- um ljósum hvernig skipið setur, hvort drift eða straumur ber það til. Á mörgum stöðum er lítið af ljósum til slíkrar viðmiðunar. Nyrðra horn Gömlu bryggjunnar á Vopnafirði, mjög vel varið dekkjum. VÍKINGUR Vel varinn brvggjukantur í Norðfjarðarhöfn. (Jppsetning dekkjanna er athyglisverð. Ég er líka viss um að ná mætti góðum árangri í að verja hornin ef fengnir væru til þjálfaðir menn, t.d. starfsmenn Reykjavíkurhafn- ar til að gera tilraunir með þetta. — Þó að bíldekk séu víða mjög mikið notuð til að verja bryggjur, þá er áberandi að þeim er ekki rétt fyrir komið. Til dæmis eru þau á mörgum stöðum langt fyrir neðan bryggjukantinn. Oft kemur bógur skips fyrst að bryggjunni þegar lagt er að, og hlífa þé dekkin ekk- ert, þó að þau geti verið ágætis vörn þegar skipið liggur rétt með bryggjunni. Bíldekkin rná betrumbæta sem þybbur með því að setja inn í þau, t.d. gúmmíhringi svipaða og áður voru notaðir í fótreipi. Það mundi gefa þeim meira fjaðurmagn. — Margir forráðamenn hafna töluðu um það við mig að þá vantaði ýmislegt til að koma dekkjunum fyrir, svo sem keðjur, lása og fleira. Ég held að það væri mjög nauðsynlegt að einhver einn aðili í landinu sæi um að veita upplýsingar um þybbur og upp- setningu þeirra og gæti jafnframt átt á lager eða séð um útvegun á heppilegasta útbúnaði. Ef svo k Erlendur hefur í viðtalinu hér að ofan fjallað um mál sem brýnt er að tekið sé föstum tökum. Önnur hlið á þessu máli er sú sem snýr að stjórn- hæfni skipa. Um hana verður fjallað nokkuð í næsta tölu- blaði Víkings. Ritstjóri.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.