Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Page 15
Magni Kristjánsson, skipstjóri:
Að austan
Að hefja framþróun
í lok des. s.l. setti Sjávarútvegs-
ráðuneytið fram almenn stefnu-
mörkunaratriði varðandi þorsk-
veiðar á árinu 1980. Fátt nýtt er
þar að finna, enda plaggið ekki
ítarlegt. Þó er þar að finna nýmæli
sem ég vil gera að umtalsefni. Þar
segir: „stefnt skal að því að þessi
afli (þ.e. þorskaflinn) skiptist jafnt
milli báta og togara“, tilv. lýkur.
Þetta atriði virðist í fljótu bragði
lítt athugavert þegar höfð er í
huga reynsla s.l. þriggja ára. Á
þessu þriggja ára tímabili
(1977—79) var hlutfallið togarar
50,4% en bátar 49,6%. En lítum
nánar á. Á þessum þremur árum
hefur togurum sífellt fjölgað en
bátum fækkað. Á nýbyrjuðu ári er
ljóst að a.m.k. þrír togarar munu
bætast í flotann fyrir árslok og enn
mun fækka bátum. Þetta líta
menn vafalaust misjöfnum aug-
um, en ástæða þess að ég geri
þetta að umtalsefni er einföld. Ég
álít að veiðiaðferðin og skipa-
stærðir eigi í meginatriðum að
sanna eða afsanna hæfni í inn-
byrðis samkeppni.
Ef ákvörðun verður tekin í
samræmi við áðurnefnt stefnu-
mörkunaratriði er verið að hamla
gegn eðlilegri framþróun í fisk-
veiðum. Á svipaðan hátt og ef t.d.
landbúnaðarráðuneyti segði:
„þessa hluta heyforðans skal aflað
með vélum, afgangurinn skal tek-
inn með orfi og ljá.“ Togari virðist
einfaldlega hagkvæmara, örugg-
ara og afkastameira veiðitæki en
bátur miðað við mannafla og
fjárfestingu og vinnur sífellt á.
Þetta gerist þrátt fyrir margfaldar
hömlur á veiðar togara umfram
báta. Ég er fylgjandi heilbrigðri
stjórnun fiskveiðanna, en ekki má
standa þannig að stjórnun að
hamlað sé gegn eðlilegri þróun og
tækninýjungum.
Kerfið
Á tveggja ára fresti hittast í
Reykjavík fulltrúar hinna ýmsu
félaga innan F.F.S.Í. og það kall-
ast þing Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands. Þar eru
rædd ýmis réttinda- og hags-
munamál sjómanna og gerðar um
þau samþykktir. Síðan reynir
stjórn F.F.S.Í. að fylgja þessum
samþykktum eftir, á þeim vett-
vangi sem hún telur helst árangurs
að vænta af.
Fylgjum eftir einu slíku máli:
Síðasta þing F.F.S.Í. samþykkti
m.a. að beina þeim tilmælum til
Samgönguráðuneytis og Veður-
stofu Islands að veðurspár á ensku
máli verði sendar út frá 2—3
strandstöðvum tvisvar á sólar-
hring, og stormaaðvaranir eftir
þörfum (þingskjal 29). Að loknu
þingi fóru fulltrúar úr stjórn
F.F.S.Í. á fund samgönguráðherra
m.a. til að vekja athygli á þessu
máli: íslenskir sjómenn verða
þessarar þjónustu aðnjótandi hjá
öðrum þjóðum. Auk þess er ísland
aðili að alþjóðasamvinnu sem
Gestabókin
VÍKINGUR
15