Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 23
Benedikt H. Alfonsson:
Sjálfvirkni í skipum
Afleiðing sjálfvirkni í skipum á
skipulagi, þjálfun og hönnun er
fyrirsögn á ritgerð er birtist í
tímaritinu Navigation 4. tölublaði
25. árgangi.
Tímaritið Navigation er gefið út
af samtökum er nefnast The
Institute of Navigation og eru
samtök áhugamanna um sigl-
ingafræði. Að þessum samtökum
standa allar helstu stofnanir og
fyrirtæki í Bandaríkjunum á sviði
siglinga, bæði á sjó og í lofti.
Ritgerðin er samin af Captain
C.W. Koburger, Jr., en hann flutti
Fæddur 25. 8. 1928 á Garð-
staðagrundum, ögurhreppi,
Norður-ísafjarðarsýslu.
Nám: Fiskimanna-, farmanna-
og skipstjórapróf á varðskip-
um ríkisins.
Störf: Stýrimaður á togurum,
flutningaskipum og varðskip-
um. Frá 1960 kennari við
Stýrimannaskólann i Reykja-
vík. Aðalkennslugrein: Sigl-
ingafræði.
hana á fundi í áðurnefndum sam-
tökum 31. okt. 1978.
Ritgerð Koburgers fer hér á
eftir endursögð og stytt.
„Þessi ritgerð er tilraun til að
skyggnast inn í framtíð siglinga í
heiminum, afleiðingu sjálfvirkni í
skipum. Sumt af því sem tekið
verður til meðferðar virðist við
fyrstu sýn fjarstæðukennt, en er
þegar grannt er skoðað í sjónmáli.
Ritgerð þessari er einnig öðrum
þræði ætlað að hvetja atvinnuveg
okkar til að hraða hinni fyrirsjá-
anlegu og óhjákvæmilegu þróun.
Á viðbrögðum okkar veltur ekki
aðeins hagnaður útgerðarinnar
eða laun skipshafnar, heldur ekki
síður tilvera okkar sem sjómanna.
Á ýmsu eru breytingar þegar
hafnar, en þörf er á meiru.
Siglingafræði
Siglingafræði er aðalsmerki
sjómanna. Eftir hæga þróun í
mörg ár hefur þessi heiðvirða
list (vísindi) tekið svo gagngerðum
breytingum, bæði í tækjum og
tækni, að líkja má við byltingu.
Siglingafræðingurinn hefur nú við
höndina miklu meiri upplýsingar
en áður, þær berast honum hraðar
og hann gerir meiri kröfur til
nákvæmni þeirra.
Til viðbótar kompás, vegmæli,
sjóúri og sextant kom fyrst radíó-
miðari og dýptarmælir, þá radar
og ýmiss konar hyperbólu-radíó-
siglingakerfi og nú GPS (gervi-
hnatta-siglingakerfi). Nú á tímum
á siglingafræðingurinn reyndar á
hættu að verða kaffærður í þessu
upplýsingaflóði.
Til allrar hamingju leysti ný
tækni (digital processing techn-
iques og advanced display
technology) vanda siglingafræð-
ingsins. Þótt ekkert geti komið í
staðinn fyrir mannlega dóm-
greind, auðveldar hin nýja tækni
siglingafræðingnum að taka
ákvarðanir og tryggir rétt við-
brögð, þar sem hún gerir allar þær
upplýsingar sem tiltækar eru að-
gengilegar mjög.
Skipin
I verslunarflota framtíðarinnar
verður sennilega meira af stórum
skipum. Öll skip hafa þá mikla
sjálfvirkni, í brú, vélarúmi og á
dekki. Þau verða þess vegna
margbrotin mjög, með flókinn
vélabúnað og verða þar af leið-
andi mjög dýr.
Öll stjórnun verður á einni
hendi í einni stjórnstöð, brúnni.
Siglingu skipsins verður stjórnað
þaðan sem hingað til. Eftirlit og
stjórnun véla fer fram þaðan,
einnig eftirlit með farmi og
stjórnun á losun og lestun og
annarri starfsemi um borð. Olía
verður áfram helsta eldsneytið, en
verður miklu dýrari en nú. Það
hefur í för með sér að nauðsynlegt
verður að gera ferðaáætlanir, til
að fá sem mest út úr skipi og
eldsneyti. Þyrlupallur verður á
öllum stærri skipum.
Stjórnpallur
Fremur en nokkru sinni fyrr
verður brúin miðpunktur allrar
starfsemi um borð. Hún verður
fullkomin mjög, tölvuvædd, raf-
eindastýrð stjórnstöð. Tæki til að
gera ferðaáætlanir, staðarákvarð-
anir, álagsmælingar, til að forðast
árekstur, til að vara við hættu, auk
VÍKINGUR
23