Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 25
Myndin sýnir tækjasamstæðu eins og ætla má að verði í skipum framtíðarinnar. Tækin eru frá vinstri: Doppler sonar (vegmælir), gýrókompás (á gólfinu), stjórnborð tölvu, loran-C track plotter, loran-C móttakari, tvö segulbandstæki, móttakari fyrir merki frá gerfihnöttum og loftnet. Einnig eru í tækjasamstæðunni nokkrar einingar tilheyrandi tölvunni m.a. myndlampatækið er situr ofan á einum skápnum og er til aflcstrar. sjálfstýringar, verða sambyggð í einni aðaleiningu ásamt stjórn- tækjum vélar, sambandi innan skips og utan og aðalrafmagns- töflu skipsins. Stefna og hraði, stýris- og vélarfyrirskipanir og álíka atburðir verða skráðir af sjálfvirku tæki. Stjórnpallar verða að verulegu leyti staðlaðir, bæði vegna hag- ræðingar, sem er árangur athug- ana á vinnu í brú, og til að auð- velda nýjum mönnum störf í brúnni. Skipaútgerð I framtíðinni munu skipafélög- in vafalaust fylgjast nánar með ferðum skipanna. Meira verður um skip í föstum ferðum en laus- um. Þessum dýru og margbrotnu skipum verður að halda í stöðugri drift. Því að tíminn verður mjög dýrmætur. Fjarskiptasamband um gervihnetti (MARISAT), sem nú þegar er fyrir hendi, gerir að- alskrifstofunni kleift að hafa beint samband við skipin hvar svo sem þau eru stödd í heiminum. Búast má við daglegu sambandi. Sigling með tilliti til veðurs verður algeng. Áhöfn f framtíðinni munu áhafnir verða miklu fámennari en nú. Konum mun fjölga í öllum störf- um um borð. Mest öll erfiðisvinna hverfur. Vakthafandi yfirmaður í brú verður að vera stýrimaður, vélstjóri og tölvufræðingur. Aðrir í áhöfninni hafa menntun á þrengra sviði, svo sem rafvirkjar, vélamenn, rafeindatæknar o.fl. Það verður lítið pláss fyrir ólærða á skipum framtíðarinnar. Það fer í vöxt að yfirmenn verði háskólamenntaðir. Hið fjölþætta starf yfirmanns í brú veldur því að hin stirðu samskipti, sem verið hafa milli dekks og vélarrúms í hundruð ár, verða úr sögunni. Stöðugt verður erfiðara að VÍKINGUR vinna sig upp í brú af dekkinu, en þó verður að halda þeim mögu- leika opnum. í því skyni standa til boða námskeið til endur- og framhaldsmenntunar. Viðstaða í höfnum verður ekki lengur neinn hvíldartími, ef hann er það þá nú, heldur verður þetta tími mikilla anna og hamslauss flýtis. Matur verður allur forsoð- inn og pakkaður í smáar einingar og síðan hitar hver sinn skammt. Tíminn á sjónum verður það ströng vanabundin vinna að af- leysingar verða tíðar. Ef til vill verða menn ekki nema tíu daga samfellt um borð, verða þá leystir af. Fara í land, en leysa svo af á öðru skipi, sem er á leið til heimahafnar. Rafeindatæki og tölvur Rafeindatækni verður allsráð- andi í skipum framtíðarinnar. í þeim öllum verða tölvur, ólíkar að gerð og allir um borð verða að geta notað þær. Þar verður tölva í hverju horni. Tækin verða þannig úr garði gerð að lesa megi af þeim öllum á einum stað í brúnni. Sem stendur er mikilvægt að þau sjálfvirku stjórnkerfi, sem við höfum nú, verði gerð áreiðanlegri en þau eru. Bilanatíðni er allt of mikil og viðgerðatími er of langur. Sjómenn hvorki trúa þeim né treysta á þau. Auknar kröfur verða gerðar til að tækin falli inn í staðlaða skápa. Viðhald, viðgerðir og birgðir Fyrirbyggjandi viðhald fer fram eftir ákveðnum föstum regl- um. Minniháttar viðhald fer fram um borð, en meiri háttar viðhald í landi þegar skipið lestar eða losar. Sérhæft fólk úr landi mun annast þetta viðhald. Birgða- og viðgerðamiðstöðvar verða skipulagðar á heppilegum stöðum, svo sem í Panama, 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.