Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 26
Gibraltar, Höfðaborg og Singa-
pore. Bili tæki um borð er bilunin
fundin, skipt um biluðu eininguna
og hún annaðhvort sett í land til
viðgerðar eða henni hreinlega
fleygt. Viðbótabirgðir svo og
varahlutir og jafnvel viðgerðar-
menn verða, ef á þarf að halda,
fluttir um borð með þyrlu. Skipið
tefst lítið ef þá nokkuð.
Nokkur atriði til staðfestingar
Losunar og lestunartími tank-
skipa hefur alltaf verið að styttast
og er nú aðeins fáeinar klukku-
stundir. Tor Line Norðursjávar-
ferjurnar hafa engar þernur. Far-
þegarými er hreinsað af fólki úr
landi að lokinni hverri ferð.
Málmgrýtisflutningaskip US Steel
er sigla á Vötnunum miklu fá
varahluti og birgðir um borð,
þegar þau sigla framhjá Soo
Locks. En framhjá þeim stað
þurfa öll skipin að sigla hvert sem
ferðinni er heitið. Suður Afríka
veitir í vaxandi mæli sömu þjón-
ustu tankskipum er framhjá sigla.
Rússneski sjóherinn virðist nú
þegar hafa tekið upp viðhalds-,
birgða- og varahlutaþjónustu líka
því, sem hér hefur verið minnst á.
Fleiri og fleiri rafeindatækja-
framleiðendur eru að setja upp
viðgerða- og varahlutamiðstöðvar
á heppilegum stöðum. MARISAT
er staðreynd og svona mætti lengi
telja“.
Niðurstöður Koburger eru á
þessa leið. „Fulívíst er að sjálf-
virkni verður allsráðandi í versl-
unarflota Vesturlanda. Það er
ekki lengur spurning um „hvort“,
heldur „hvenær“ og „hvernig“.
Afleiðingar þess eru vissulega
ekki allir ennþá komnar í ljós, en
nokkurn undirbúning ættum við
að hefja þegar til að mæta þeim.
Maðurinn fer með stórt hlutverk í
sjálfvirkninni og verður því að
gera ráð fyrir löngum undirbún-
ingstíma. Hugmyndir breytast
hægt, sérstaklega til sjós“.
Sjálfvirkni og hagræðing á ís-
lenska verslunarflotanum
Víst er að sú þróun, sem lýst er
hér að framan verður ekki umflú-
in. Greinarhöfundur hvetur til
þess, að henni verði flýtt, telur
mikið við liggja.
Sú sjálfvirkni sem við þekkjum
á íslenska verslunarflotanum er
eingöngu bundin við vélarrúm,
ef undan er skilin sjálfstýring.
Það virðist þó hafa verið mjög
hæg þróun í sjálfvirkni í vélarrúmi
hér hjá okkur. I öllu falli eru þau
fá vélarrúmin, ef nokkur, sem eru
mannlaus utan dagvinnutíma.
Einhver hagræðing hefur þó átt
sér stað, en hefur þó ekki haft í för
með sér umtalsverða fækkun
starfsliðs í vél. Og það á sjálfsagt
langt í land að öll stjórnun véla
færist upp í brú.
Ætla má að vaxandi samkeppni
við erlend skip leiði til aukinnar
sjálfvirkni af þessu tagi. Dýr olía,
sem ekki verður ódýr framar,
leiðir sennilega til hins sama.
Nú eru nokkur íslensk skip með
svo fámennar áhafnir, að frekari
fækkun kemur vart til greina
nema aukin sjálfvirkni og hag-
ræðing komi til. Sú hagræðing
sem fyrir hendi er utan vélarrúms,
er aðallega fólgin í því að auð-
velda sjóbúning, losun og lestun.
Síður hefur hún beinst að brúnni
og þeirri vinnu er þar fer fram.
Það er þó knýjandi nauðsyn ör-
yggisins vegna. Stjórnandi í brú
verður að hafa öll tæki og allar
upplýsingar, sem hann þarf á að
halda, innan seilingar.
Lokaorð
Ekki þarf að fjölyrða um nauð-
syn þess, að þeir sem not eiga að
hafa af sjálfvirkninni séu tilbúnir
að taka við henni. Og á ég þá við
sjálfvirkni eins og greinarhöfund-
ur hugsar sér að hún verði.
Norðmenn virðast þegar vera
farnir að hefja undirbúning undir
hið fjölþætta starf skipstjóra. Ný-
lega voru tveir efstu bekkir stýri-
mannaskólanna í Noregi færðir á
háskólastig.
Hér heima ættum við þegar að
fara að huga að þessu máli, þótt
gera verði ráð fyrir að þetta þró-
unarstig verði seinna á ferðinni á
íslenska verslunarflotanum en
þeim norska.
Stýrimaðurinn breytir stefnunni.
Á skipuin framtíðarinnar verður
stefnunni breytt með því að pikka
nýju stefnuna inn á lyklaborð
tölvu.
26
VÍKINGUR