Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 29
hernaðaraðgerðir þeirra. í grein eftir Hallgrím Matthíasson sem hann reit um ýmislegt varðandi Reykjavíkur radíó segir m.a. um þetta: „Þegar hernámsliðið, sem hingað kom 10. maí 1940, sá að TFA (auðkenni Reykjav. radíós) var betur búin radiótækjum, bæði til sendingar og viðtöku, en hlið- stæðar loftskeytastöðvar í Bret- landi, vildu þeir ekki líta við þeim tækjum sem þeir höfðu meðferðis, enda hefðu þau ekki komið að verulegum notum hér á landi. Og þær fjarskiptastöðvar sem þeir komu sér upp hér voru eiginlega ekki tilbúnar til viðskipta fyrr en eftir dúk og disk. TFA varð þess vegna einskonar radíómiðstöð fyrir herskipaflota og skipalestir bandamanna á Norður-Atlants- hafi og við strendur íslands. Bretarnir létu þá skoðun oft í ljós við mig að margt hefði farið á annan veg hefði TFA ekki notið við og man ég alveg sérstaklega eftir því þegar H.M.S. HOOD var sökkt fyrir norðvestan ísland og eltingaleikurinn um „BIS- MARK“, best búna orustuskip veraldar hófst. Þá var einum sjó- liðsforingja Breta að orði að „TFA hefði unnið orustuna um Atlants- hafið“. En TFA vann líka oft aðr- ar orustur upp á líf og dauða. Á erfiðustu stríðsárum banda- manna á hafinu, 1941—43, náði TFA oft og stundum daglega neyðarkalli frá sökkvandi skipum. Þessi neyðarköll sendi svo TFA áfram til annarra skipa og flug- véla. Þannig átti TFA þá, eins og svo oft fyrr og síðar, óbeinan þátt í björgun óteljandi mannslífa“. Að styrjöldinni lokinni komst starfsemi loftskeytastöðvarinnar í eðlilegt horf og reynt var að end- urbæta og auka við tækjabúnað- inn eftir efnum og ástæðum. En hvorutveggja var að fjárútlát ráðamanna voru takmörkuð og ekki síður hitt að fyrst eftir styrj- VlKINGUR Loftskeytamenn að störfum á TFA. Aðalsteinn Guðjónsson (t.v.) og Gunnar Stein- grímsson eru hcr að vinna við skipaþjónustu. Á daginn eru fjórir loftskeytamenn á vakt á TFA, en þrír á næturnar. í Reykjavíkur radíói er í skipaviðskiptum hlustað allan sólarhringinn á eftirtöldum bylgjulengdum: 2182 (neyðarbylgja); hlustað með 3 viðtækjum 2311 (tilkynningaskyldan); 6 viðtæki VHF (örbylgjuviðtaka); 6 —- Stuttbylgja — tal; 5 —- Stuttbylgja — morse; 3 —- Langbylgja 500 morse (neyðarb.); 4 —- Millitíðni — tal, afgreiðsla; 3 —- Alls 30 viðtæki. Þess má geta í sambandi við 2182, ef allt er með felldu, og neyðarbylgjurnar, að fyrstu 15—18 mínútur og 45—48 þrjár mínútur í heila og hálfa mínútur yfir heila tímann á að tímanum á að vera þögn á vera þögn á langbylgju 500. Það er einn mjög slæmur ljóður á ráði sjófarenda í notkun talstöðva. Það er skylda á stærri skipum að hafa stöðugan hlustvörð á 2182. Það eiga meira að segja að vera sérstök viðtæki í stærri skipum sem eru eingöngu ætluð til þess. Vægast sagt er það mjög erfitt að ná sam- bandi við meirihlutann af þeim skipum sem hafa þessa skyldu. Við höfum orðið að grípa til þess — þegar við vissum af skipum í nánd við bát sem var illa staddur — að biðja útvarpið fyrir tilkynn- ingu til þeirra í dægurlaga- 'tíma. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.