Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 30
Hádegisfréttir útvarpsins eru sendar út á stuttbylgju, frá klukkan 12,10 og fram yfir veðurfréttir. Fréttaskeyti, þ.e. útdráttur úr fréttum dagsins sem út- varpað tekur saman eftir að- alfréttir á kvöldin, eru send út á morsi klukkan 21,30 á þremur stuttbylgjutíðnum. Þessi þjónusta er ætluð ein- göngu fyrir skip. Fréttaskeyti þessi eru endurtekin klukkan 7,40 næsta morgun. öldina var erfitt um útvegun tækja, framboð takmarkað en eft- irspurn mikil á heimsmarkaðin- um. Á árunum 1947—1950 er skipafloti landsmanna endurnýj- aður og aukinn verulega. Með hinum nýju skipum kom ný og fullkomnari radíótæki og skipum og bátum búnum fjarskiptatækj- um fjölgaði ört, m.a. við það að öllum bátum 15 brl. og stærri var gert að skyldu að hafa talstöð. Til að mæta þessu var búnaður strandarstöðvanna bættur og aukinn og stöðvum fjölgað. Þegar hinn nýi Gullfoss bættist í skipaflotann, 1950, opnaðist ný viðskiptaþörf, sem sé talviðskipti á stuttbylgju. Þessu var mætt með því að fela talsambandinu við út- lönd að sjá um þau viðskipti og voru notuð til þess fjarskiptatæki sem talsambandið notaði við Kaupmannahöfn og London, en viðtakan var á fjarskiptastöðinni í Gufunesi. Segja má að þetta hafi verið angi af TFA, enda vísir að auknum viðskiptum á þessu sviði. Er hér var komið sögu urðu þær raddir æ háværari sem heimtuðu loftnetsmöstrin á Melunum fjar- lægð, með tilliti til öryggis flug- umferðar við Reykjavíkurflug- völl. Sömuleiðis voru gerðar kröf- ur til landrýmis umhverfis stöð- ina, til bygginga m.a. Háskóla ís- lands. Með tilliti til þessa svo og nauðsynjar þess að auka við og bæta starfsaðstöðu stöðvarinnar, var ákveðið að flytja Reykjavíkur radíó að Gufunesi og samræma hana starfsemi fjarskiptastöðvar- innar þar að vissu marki. Þessi flutningur átti sér stað á árinu Gamla loftskeytastöðin, húsið á melunum þar sem Reykjavikur radíó hafði starfsemi sína frá upphafi (1918) til 1963. Húsið er nú í eigu Háskóla íslands. 1963, eftir alllangan tæknilegan undirbúning. Auk þess sem talsambandið við útlönd hafði annast afgreiðslu við skip á stuttbylgju, höfðu um nokkur undangengin ár farið fram morseviðskipti á stuttbylgju við skip á Gufunesstöðinni. Sömu- leiðis fréttasendingar og útsend- ing veðurfregna á morse. Við flutning Reykjavíkur radíós að Gufunesi var nú öll þessi þjónusta við skip sameinuð á einum stað. Þetta ár, 1963 varð fjöldi af- greiddra skeyta um stöðina 15.783 og samtala 22.105. Fjöldi starfs- manna var þá orðinn 8. En þó ber þess að geta að allir sendar stöðv- arinnar voru nú staðsettir á Rjúpnahæð og um gæslu þeirra og þjónustu annaðist starfslið þeirrar stöðvar. Við flutning loftskeytastöðvar- innar að Gufunesi batnar öll tæknileg aðstaða. Tækjum fjölgar og möguleikar skapast til fjöl- breytilegri þjónustu. Viðtæki eru staðsett á ýmsum stöðum, fjarstýrð frá stöðinni, til að auka öryggishlustvörslu og til að auðvelda viðskipti við fjar- staddari skip. Því miður hefir fjárhagur símastofnunarinnar jafnan verið mjög knappur og í svo mörg horn að líta að erfiðlegar Veðurfréttir eru sendar út fjórum sinnum á sólarhring á morsi (á íslensku og ensku) og einu sinni á tali (íslensku). Raddir hafa heyrst um að veðurfregnir þurfi að senda út oftar og á fleiri tungumálum. Um þetta hefur stjórnskipuð nefnd nýlega fjallað, og mun hafa lagt til að teknar yrðu upp útsendingar á ensku tali. Af því mun þó ekki verða að sinni. 30 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.