Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 35
hátt getur mikil einbeitni við störf
meðan á ferð stendur, eins og til
að mynda, stjórnun siglingatækja
í skipum og flugvélum, hindrað
framkomu einkenna. Alkunna er,
að léleg loftræsting, vond lykt og
umfram allt sígarettureykur, kalli
fram einkenni.
Talið er, að konur séu almennt
nærnari fyrir ferðasýki en karl-
menn. Algengt er, að ferðasjúkt
fólk verði fyrir áreitni jafnvel til
athlægis meðal ferðafélaga sinna,
og skammast sín margir af þeim
sökum fyrir að þjást af þessum
sjúkdómi og vilja ógjarnan hafa
slíkt í hámælum.
Varðandi meðferð á ferðasýki
er það að segja, að sú hin fyrir-
byggjandi gefur mun betri raun en
ef meðferð er hafin þá fyrst, þegar
einkenna hefur orðið vart.
Við vitum vel, að sjómenn sem
þjáðst hafa af sjóveiki sjóast, eins
og kallað er, og verða smám sam-
an ónæmir fyrir henni. Þó er slíkt,
eins og áður getur, ekki án und-
antekninga. Ónæmi það, sem þá
hefur myndast, er harla einkenni-
VÍKINGUR
legt að því leyti, að það er tengt
iðulega hreyfingum þess skips,
sem sjúklingur hefur starfað á í
það og það skiptið. Þannig er
engin trygging fyrir því, að sjó-
maður, sem sjóast hefur við færa-
veiðar á trillubáti, geti ekki orðið
sjóveikur á stærri farkosti, t.a.m.
flutningaskipi. Einnig er það
þekkt fyrirbæri, að sjómenn, sem
aldrei hafa kennt sér meins á sjó,
geta hæglega orðið loftveikir,
þegar ferðast er í flugvélum.
Hin fyrirbyggjandi meðferð er í
grófum dráttum tvíþætt; þ.e.a.s. í
fyrsta lagi lyfjagjöf og í öðru lagi
vissar hegðunarreglur. Þannig á
farþegi, bæði í bíl, lest og í flugi að
nota, eins og áður segir, hnakka-
púða, sem styður höfuðið og ein-
beita sér að því að hreyfa það sem
minnst. Horfa skal fram á við, eins
langt og augað eygir, en ekki gjóa
þeim til hliðar. Sé um sjóferð að
ræða er tryggast að leggja sig, en
vilji maður njóta útsýnis og dvelj-
ast ofanþilja, þá gjarnan að beina
sjónum að fjarlægum hlutum, eins
og landi, stjörnum eða sjón-
deildarhring. Hinn hluti með-
ferðarinnar er, eins og áður segir,
lyfjagjöf og er þá margs að gæta,
t.a.m., hvaða verkefnum á að
sinna meðan á ferð stendur og
hvaða áhrif meðferðin hefur á
framkvæmd þeirra. Mörg lyfja
þessara hafa ýmis aukaáhrif, m.a.
sjóntruflanir, þreytu, eyrnasuðu
og jafnvel svima. Varhugavert
getur því reynst að gefa aðilum,
sem við stjórnun farartækisins fást
slík lyf meðan á ferð stendur.
Það er og þekkt fyrirbæri, að
grípa þarf til sterkari lyfja svo ár-
angurs megi vænta við sjóveiki en
t.a.m. við loftveiki.
Einnig ber að hafa í huga lengd
væntanlegrar ferðar, áður en lyf
eru gefin. Áhrif lyfja eru mis-
munandi löng og verður af þeim
sökum lyfjagjöf að endurtakast
með jöfnu millibili, sem ákvarðast
af tímalengd þeirri, sem verkun
hvers lyfs hefur. Ef viðkomandi
lyf hindrar uppköst, liggur hendi
næst að gefa sjúklingi áframhald-
andi meðferð í töfluformi. Að
öðrum kosti verður að notast við
35