Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 39
nógu heitt núna? sagði hún svo að
lokum.
Jú, jú sagði ég og þóttist nú fær í
flestan sjó og fór ofan af loftinu.
Pabbi og Hinrik voru tilbúnir í
eldhúsinu. Hinrik var það betur
settur en ég að hann átti nýlega
skinnsokka og ekki var eins hætt
við að hann vöknaði í fæturna.
Við héldum svo til sjávar.’Pabbi
lét negluna í bátinn, það gerði
hann alltaf sjálfur. Hún var úr
tjörutóverki fast saman snúnu.
Svo tók hann stein úr fjörunni,
barði dálítið á negluna með hon-
um og lét svo steininn liggja á
neglunni. Bátnum, sem hét Sturla
og var 4ra manna far, hef ég áður
sagt frá í frásögninni Þegar við
fluttum kolin til prestsins sem
birtist í Ársriti Sögufélags ísfirð-
inga 1973. Ég lagði tvö hvalbein
fyrir hann svo hann rynni léttilega
fram fjöruna, svo ýttum við hon-
um á flot og pabbi sagði okkur að
reisa mastrið. Það var norðaustan
vindur ofan af ströndinni svo við
mundum fá gott leiði út fjörðinn.
Pabbi lét stýrið fyrir, stakk stýris-
sveifinni í það, og um leið og hann
settist á stýrisþóftuna dró hann
skautlínu seglsins undir röng,
miðja vegu milli aftari miðtóftu og
stýrisþóftunnar, og sagði Hinrik
að tylla vindbandinu undir röng
en efri endi þess var fastur við
gaffalinn u.þ.b. miðja vega. Var
það ætlað til þess að draga úr poka
seglsins ef mikill vindur var og dró
þá úr skriði bátsins um leið. Bát-
urinn tók strax við sér er seglið var
komið upp og skreið drjúgum.
Pabbi sagði Hinrik að passa vind-
bandið og taka í það ef hann segði
honum. „Hjölli getur passað aust-
urinn“. Stefnan var tekin fyrir
Flateyrarodda. Fljótlega kom dá-
lítill austur í bátinn. Hann var
orðinn nokkuð gamall og hafði
ekki fengið það viðhald sem
nauðsynlegt var, því hann var
mikið notaður og oft siglt óvægi-
lega, og fyrir nokkrum dögum
hafði pabbi fengið mömmu til
þess að sauma smáfokku svo hann
gæti siglt nær vindi, eins og hann
kallaði það, og var hann búinn að
reyna það og sagði að það hefði
gefist vel. Fokkan lá nú saman-
kuðluð frammi í stafnloki, en lín-
unni sem henni tilheyrði, ef notuð
var, var lauslega brugðið yfir
mastrið.
Við vorum nú að beygja fyrir
Flateyrarodda og dró þá heldur úr
hraða bátsins, því oddinn dró
heldur úr vindinum. Þá segir faðir
minn allt í einu:„Hjölli, haltu
snöggvast í stýrið fyrir mig“. Ég
Teikning: Katrin Briem
39
VÍKINGUR