Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 42
Séð yfir í Valþjófdal frá Flateyri, Þorfinnur innan við dalinn.
stöðu. Þetta voru yfirleitt aflangir
steinar sem tvöföldu bandi hafði
verið brugðið utan um og var
lykkjan nokkuð löng. Hann brá
svo endanum á niðurstöðunni í
lykkjuna við steininn en það var
líka smálykkja á endanum á nið-
urstöðunni og þar batt hann lóð-
arhálsinn í. Hann sagði mér síðan
að taka við niðurstöðunni, láta
hana renna þar til ég fyndi að
steinninn væri kominn í botn. Lét
hann síðan lóðina liggja yfir
vinstri handlegg sinn, en með
þeirri hægri lyfti hann henni upp
og fleygði hverri bugt út fyrir
borðstokkinn og þó skriðurinn
væri ekki mikill þá teygðist á lóð-
inni, og hún smá sökk. Hann var
nú bráðum búinn að leggja fyrstu
lóðina og sagði mér að ná í þá
næstu sem ég gerði. Dálítið breiða
fjöl hafði hann sem lá af aftari
miðtóftunni út á borðstokkinn.
Átti ég að leggja lóðina á fjölina,
leysa utan af henni og ýta henni
svo eftir fjölinni til hans og vitan-
lega að passa að lóðin færi ekki úr
skorðum svo hún flóknaði ekki.
Og hann var fijótur að hnýta lóð-
arhálsana saman og önnur lóðin
var farin að renna út. Pabbi kall-
aði til Hinriks hvort hann gæti
ekki róið dálítið meira og Hinrik
reyndi sem hann gat. Og pabbi
bar fljótara hendurnar eftir því
sem skriðurinn jókst og önnur
lóðin var brátt á enda og nú var
kominn dálítill austur í bátinn og
þegar ég fór að ná í þriðju lóðina
steig ég í austurinn og fann þá
hvað ég blotnaði í fæturna, því
auðvitað höfðu roðbæturnar, er
Mig hálfsvimaði...
máttinn var farið að draga
úr mér
mamma var að reyna að leggja
fyrir stærstu götin á skinnsokkun-
um um morguninn þegar hún var
að kveðja mig, ekkert dugað þegar
42
þær blotnuðu. En ég reyndi að
láta ekki á neinu bera og ég fann
að mér var farið að kólna og mig
hálfsvimaði. Og ég fór að hugsa
um sjóveikina.
Þegar við vorum búnir að leggja
sex lóðir lét pabbi minn mig ná í
niðurstöðu og lóðarstein sem lá
frammi í barka bátsins og lítið
dufl. Ég kláraði að koma þessu til
hans en nú fann ég að máttinn var
farið að draga úr mér. Ég klöngr-
aðist samt að lóðakörfunni og
náði í lóð og allar komust þær tólf
í sjóinn. Pabbi hefur víst séð að ég
var eitthvað slappur.
Er þér að verða eitthvað illt
Hjölli minn? sagði hann allt í einu.
Þér batnar það þegar við förum að
draga og þú sérð spriklandi fisk-
inn. Leggðu þig aftur í skutinn á
meðan við Hinni róum á milli
duflanna.
Hann tók svo aðra árina af
Hinrik og sagði honum að þeir
skyldu róa að grunnduflinu. Hann
ætlaði ekki að gefa langa legu
núna. Þeir voru tiltölulega fljótir
að komast að grunnduflinu þó
vindinn hefði nú heldur hvesst.
Og pabbi fékk Hinrik árina aftur,
náði í duflið og byrjaði að draga.
Heldurðu að þú klárir þig ekki á
því að blóðga Hjölli minn, sagði
pabbi, ef við fáum einhvern bíra?
Ég skal reyna, sagði ég svo lágt að
hann hefur víst ekki heyrt það.
Pabbi fór nú að draga af kappi
og fljótlega voru komnir fjórir
fallegir fiskar inn í bátinn. Ég sat á
stýrisþóftunni með hníf í hendinni
og reyndi að blóðga þá, en mátt-
urinn var alveg að yfirgefa mig og
allt í einu missti ég hnífinn úr
hendinni. Mér fannst ég allur vera
að kólna upp, lagðist endilangur á
þóftuna og upp úr mér kom stór
gusa af hreinu blóði. Þetta gat
... lagðist endilangur —
og upp úr mér kom stór
gusa af hreinu blóði
ekki verið venjuleg sjóveiki, því þá
var ég vanur að kúgast meðan
eitthvað var í maganum, en nú
kom þetta alveg fyrirhafnarlaust
og hreint blóð. Pabbi, sem var að
draga, horfði á mig um stund,
beygði sig svo niður eftir hníf sem
stunginn var þar undir röng, skar
lóðina í sundur, þreif duflið sem
þeir voru nýbúnir að taka inn og
batt það í lóðina og kastaði því svo
frá bátnum. Síðan tók hann allar
VÍKINGUR