Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 45
Séð út Önundarfjörð vestanverðan (frá Flateyri). Yst sér á Barðatá, þá kemur Hrafna- skálanúpur. Milli þeirra liggur Ingjaldssandur. Innan við Hrafnaskálanúp er Mosdalur, þá Sporhamar. strengja á fokkuskautinu, færa það einni röng aftar. Já, þetta er mikið betra, sagði pabbi. Og nú fann ég að það var komið talsvert skrið á bátinn. En mikið var ég máttlaus. Ég var að reyna að velta mér á hliðarnar til skiptis, en í hvert skipti er ég hreyfði mig fannst mér blóð koma upp í munninn. Ég hætti því að hreyfa mig nokkuð og lá bara eins og dauð slydda. Ég sá bara á hæstu fjöllin yfir borðstokk bátsins og reyndi að miða hraða bátsins við það og hélt að við mundum vera Kannski við komum honum lifandi heim farnir að nálgast Mosdalinn. Ég heyrði að pabbi spurði Hinrik: Kemur blóð upp úr honum enn? Það kemur dálítið blóð út úr öðru munnvikinu, heyrði ég Hin- rik svara, en það er ekki mikið. Kannski við komum honum lifandi heim, sagði pabbi. En hann sagði það mjög lágt. Hefur eflaust ekki ætlast til að ég heyrði það, en ég þóttist af því geta ráðið að honum þótti þetta eitthvað alvarlegt. Ég þóttist allt í einu sjá yfir borðstokkinn hornið á Stakknum, en Stakkurinn er fjall strýtu- myndað milli Mosdals og Val- þjófsdals. Við áttum þá bara eftir að sigla yfir fjörðinn og sannar- lega hlakkaði ég til að komast heim til mömmu. Hún var alltaf svo góð og kunni ráð við svo mörgu sem aðrir kunnu ekki. Erum við rétt að koma heim? spurði ég Hinrik sem stóð rétt við mastursþóftuna. Nei, sagði hann, pabbi ætlar að lenda við Flateyrarbryggjuna og fara með þig til læknis. Til hvers þá? spurði ég. Heldur þú að læknir þurfi ekki VÍKINGUR að segja hvað að þér gengur? Þú ert eitthvað veikur úr því að svona mikið blóð rann upp úr þér. Erum við bráðum komnir? spurði ég Hinrik næst þegar hann laut yfir mig. Já, við verðum komnir eftir svona tíu mínútur, sagði Hinrik. Taktu nú niður seglið Hinrik, kallaði pabbi allt í einu, og þá vissi ég að við vorum rétt komnir að bryggjunni. Það er best að taka fokkuna líka. Hinrik gerði það og lagði svo út árar til þess að komast að tröpp- unni sem var bara mjór rimlastigi. Hinrik fór nú upp með fangalín- una og batt hana utan um smá- polla sem var til hliðar við tröpp- una. Pabbi tók nú í hönd mína um leið og hann sagði: Við verðum að reyna að klifra upp þennan hænsnastiga, Hjör- leifur minn. Þú ferð á undan en ég kem á eftir þér. Ég fór svo upp í stigann með hægð og fann að pabbi studdi mig Ég skreið inn á bryggjuna áður en ég gerði tilraun til að standa upp með annarri hendinni og upp komumst við og ég skreið inn á bryggjuna áður en ég gerði tilraun til að standa upp og gekk það létt því að pabbi tók undir höndina á mér svo ég þyrfti ekki að reyna mikið á mig. Hann lagði svo af stað með mig upp bryggjuna og fór mjög hægt. Ætlarðu með mig til læknis? spurði ég. Mér stóð eins og hálfgerður stuggur af því að fara til læknis. En ég var víst eitthvað alvarlega veikur og þá var óhjákvæmilegt að fara til læknir. En ég er bara á sokkunum, sagði ég, og það eru þínir sokkar og standa langt fram af fótunum. Svo kemur kannski gat á þá þegar ég fer að ganga á mölinni. Já, við getum ekki verið að hugsa um það núna, sagði pabbi. Það varðar nú mestu að geta talað við lækninn. Nú vorum við komnir að lækn- ishúsinu. Læknir var þá Halldór Georg Stefánsson. Pabbi þekkti hann eitthvað. Þeir höfðu hist við skál áður, en báðir voru nokkrir vínmenn og þá var ekki alltaf verið að gera sér mannamun þeg- ar Bakkus var annars vegar. Pabbi bankaði og einhver svaraði: Kom inn, og pabbi opnaði og innan við dyrnar stóð stór og myndarlegur maður. Það var víst læknirinn. 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.