Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 46
Komdu sæll Gummi minn. Er
eitthvað að hjá þér?
Nei, sagði pabbi, það er ekki
neitt að mér sjálfum en strákurinn
fékk blóðspýju út í fjarðarkjaftin-
um og ég er dauðhræddur um að
ég komi honum ekki heim lifandi.
Heldur þú að það sé svo slæmt?
sagði læknirinn. Við skulum nú
sjá til, bætti hann svo við. Síðan
sneri hann sér að mér:
Hefur þér verið illt í maganum
undanfarið?
Ég fæ stundum nábít og mér
hefur fundist ég hafa sárindi fyrir
bringspölunum, og oft hef ég átt
bágt með að beygja mig.
Hvernig hafa hægðirnar verið?
Þær hafa verið góðar, sagði ég.
Enga niðurgöngu haft?
Það held ég ekki, sagði ég.
Var þetta þá bara ekki sjóveiki?
Ég er vanur að kúgast mikið
þegar ég fæ sjóveiki en núna rann
þetta blóð upp úr mér án þess að
ég kúgaðist neitt og ég varð strax
svo máttlaus og kaldur.
Já, það má sjá það á þér greyið
að þú hefur misst nokkuð mikið
blóð.
Síðan vatt hann sér að hurð sem
lá inn í aðra stofu og opnaði hana
til hálfs og sagði nokkur orð við
konu sem stóð innantil við dyrnar.
Eftir andartaks stund kom hún
með dálítið glas og rétti honum.
Síðan kom hann með það til mín
og sagði mér að drekka það sem í
því væri og gerði ég það. Fannst
mér það gera mér gott. Mér hitn-
aði og var eins og það færðist
meira líf í mig allan. Læknirinn
sneri sér síðan að pabba um leið
og hann sagði:
Það er enginn vafi á því að þetta
er blæðandi magasár. Strákurinn
verður að liggja í rúminu í að
minnsta kosti þrjár vikur til að
byrja með og lifa á léttum mat.
Hann má ekki éta kjöt, ekki rúg-
brauð, ekki drekka kaffi en mjólk
má hann drekka. Þó er nú rétt að
blanda hana með vatni fyrst í stað.
46
Ef þið eigið fjallagrös þá má gefa
honum fjallagrasaseyði og mjólk-
urgrauta vel soðna og yfirleitt vel
Það má gefa honum fjalla-
grasaseyði og mjólkur-
grauta vel soðna
meltanlegan mat og hann á að
liggja og má ekki stíga í fæturna
fyrst um sinn og ekki neitt reyna á
sig. Kyrrðin og rétt mataræði ætti
að laga þetta nokkuð fljótlega. Þú
talar nú við mig seinna og segir
mér hvernig gengur.
Má hann þá ekki borða nýjan
fisk? spurði pabbi.
Nei, ekki núna fyrstu dagana.
Mamma hans getur reynt að gefa
honum vel soðinn smáfisk eftir að
hann fer að hressast. En lítið í
einu. Og biddu hana að taka eftir
hvort nokkurt blóð kemur niður
af honum þegar hann hefur
hægðir.
Já, ég skal segja henni það,
sagði pabbi.
Hann spurði svo lækninn hvað
hann ætti að borga en læknirinn
opnaði bara hurðina og bað okkur
að vera blessaða. Hann frétti af
okkur seinna hvernig gengi. Við
fórum svo út og fram á bryggju
aftur til að komast heim. Hinrik
hafði beðið á bryggjunni meðan
við fórum heim til læknisins og nú
fór hann niður í tröppuna og beið
eftir að ég kæmi niður í hana en
pabbi hélt í hönd mína og ég
komst niður í bátinn og settist á
miðþóftuna, því nú fannst mér
óþarfi að leggjast niður þessa
stuttu leið sem eftir var inn í
lendinguna á Görðum. Pabbi
sagði Hinrik að setja upp seglið,
hann nennti ekki að róa þetta, og
gerði Hinrik það. Báturinn tók
strax við sér þegar hann fékk
vindinn í seglið. Hinrik kallaði til
pabba hvort hann ætti að setja
upp fokkuna. Pabbi sagði að það
væri óþarfi. Þetta væri stutt eftir
og eftir fáeinar mínútur rann
Sturla upp í lendinguna á Görð-
um og mín söguríkasta og örlaga-
ríkasta sjóferð var á enda.
Ég lá svo í rúminu um þriggja
vikna skeið og fyrir nærgætni og
umhyggju móður minnar mun
þetta sár hafa gróið tiltölulega
fljótt, en út frá því fóru að mynd-
ast erfiðar magabólgur sem ollu
mér sífelldum sviða fyrir brjósti,
nábít og ýmissi vanlíðan með erf-
iðri vinnu sem ég hafði oft.
VÍKINGUR