Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 47
Það er gaman á sjó ef vel veiðist Það er mikil samvinna milli „kallanna“, að lesa upp lórantölur og er því oft farið í blcyðubókina. Hér er Kristján Halldórsson, skipstjóri. Það þarf oft að taka „kríulöpp" þegar togað er á ósléttum botni. Myndin sýnir Ágúst „Gústa“ Vilhelmsson. Það er gaman á sjó — þegar vel veiðist, og nóg að gera i aðgerðinni, og i lestinni. Það fylgir því óneitanlega dálítil eftirvænting að vera að fara á sjó eftir margra ára hlé, eins og ég en ég fór einn afleysingartúr sem loftskeytamaður á togaranum Svalbak frá Akureyri í júlí síðast- liðnum. Það er skrítið hvernig maður verður alltaf var við sama andrúmsloftið um borð fyrstu dagana í túrnum, og ég varð ekki síst var við núna, þegar tekið er tillit til þess að ég var í mínu sum- VÍKINGUR arleyfi, en aðrir áhafnarmeðlimir að vinna fyrir sínu lifibrauði. Þetta andrúmsloft er blandað söknuði til fjölskyldu og ástvina, vitandi það, að þú munt ekki sjá þau næsta hálfa mánuðinn, og stundum svartsýni, sem kemur fram þegar illa veiðist, og verður hún því dekkri sem fleiri reiðu- leysisdagar líða. En því var ekki fyrir að fara í þessum eina túr mínum í þetta sinn, því að strax fyrstu dagana var góð veiði sem síðan hélst allan túrinn, uns fullfermi af vænum þorski var náð eftir þrettán daga í sólskini og blíðu. Það ríkti því glaðværð og bjartsýni allan túr- inn, og vil ég þakka öllum skips- félögum mínum ánægjulegan túr. Það er gaman á sjó — ef vel veiðist. Valur R. Jóhannsson 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.