Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 51
Hann lifði söguna — og skapaði hana Hugleiðingar um Tryggva sögu Ófeigssonar* Oft varð ég hugsi, stundum hrifinn, sjaldan hló ég en aldrei leiddist mér að lesa Tryggva sögu Ófeigssonar. Komin var til mín þjóðsaga sem ég hafði heyrt af óminn fyrir löngu en mátti nú kenna sem veruleika. Bergnum- inn? Kannski það. Sögumaður er ekki aldæla. Hann er söguhetja. Tryggvi er ungur drengur heima í koti foreldra sinna, Ráða- gerði í Leiru, þegar svo ber við áð þangað kemur maður sem mælir „eitthvað á þessa leið, að tröllin hefðu farið langt upp í nótt.“ (Bls. 30) Þetta voru enskir togarar á fyrsta tug aldarinnar að róta upp fiskinum fyrir innan Garðskaga og inn um alla Bugt. „Þessi mið voru eins og sjálfsáinn akur á þessum árum.“ (29) í huga drengsins kviknar einlæg aðdáun á þessum reykspúandi tröllum. Honum varð snemma ljóst „að tími árabáta og seglskipa væri lið- inn, framtíðin var í þessum skip- um, sem ösluðu móti sjó og vindi fyrir vélarafli, og ég átti mér þann draum glæstastan að komast á þessi skip.“ í bland við tröllin Líf Tryggva má heita einstefna. Ungur drengur stefnir hann að því að verða háseti á togara, háseti vill hann verða skipstjórnarmaður, sem skipstjóri elur hann með sér þann draum að verða togaraeig- andi og útgerðarmaður, og sem útgerðarmaður setur hann metn- að sinn í að byggja upp og reka * Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar. Skuggsjá 1979. VÍKINGUR stórt fiskvinnslufyrirtæki. Allt þetta tekst honum með sóma, en ekki átakalaust. Barni að aldri verður honum ljóst að togaravist er tæpast fyrir einhama menn. Hann setur sér því að vera óbil- ugur til allra verka, hversu þræls- leg sem þau eru. Þess vegna hvarflar ekki að honum að barma sér þó að hann þurfi að þreyta 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.