Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 52
róður nær samfellt í réttan sólar- hring, þá var hann tæpra fimmtán ára. „Ég man enn örþreytuna, mér var horfin öll tilfinning úr hand- leggjunum. Síðasta spölinn að landi var ekkert eftir nema ákveðinn vilji til að halda út við árina.“ (160) Ekki kvartar hann heldur þegar honum fjórum árum síðar er skipað að hausa fisk með flatningshníf á togaranum Braga. „Það var varla vinnandi vegur að hausa mikinn afla af stórþorski eða ufsa með hnífgrélu, og strax fyrstu dagana við hausinguna urðu hendur mínar eitt fleiður og blöðrur, en handlama varð ég ekki, þorði það ekki.“ Þannig verður fullhuginn ungi smám saman ómennskur, þegar hann er kominn í bland við tröllin. Manngildið fyrir borð Ekki verður þess vart í togara- sögu Tryggva Ófeigssonar, að læðst hafi að honum eða öðrum forvígismönnum í fiskveiðum og útgerð, að togskipin, þessir reyk- spúandi líkamningar tækninnar, mættu verða til að létta mönnum strit, leysa menn frá vinnuþjökun. Þvert á móti. Togskipin verða þeim tæki til að nýta vinnuafl manna til hins ýtrasta. Manngildi skolast út í sókninni eftir meiri afköstum, afla og fjárhagslegum ábata. Hvernig stóð á þessari ómannúðlegu vinnuhörku á tog- urum fyrri tíðar? Stafaði hún af óhóflegu kappi og metnaði skip- stjóra? Eða var þeim ekki sjálfrátt? Þvingaði útgerðin þá til ofstækis með því að sveifla hótunum um stöðumissi yfir höfði þeirra? I þessu sambandi er mér hugstæð frásögnin af túrunum tveimur á Surprise. Tryggvi kemur með skipið til hafnar á þriðja í jólum, nær fullt af góðum fiski. Útgerð- armaðurinn, Einar Þorgilsson, verður léttbrýnn: „ „Þið komið með rokna afla,“ sagði hann. 52 Hann vildi að við værum inni yfir áramótin, hvíldum okkur, „af því að þið voruð úti um jólin,“ sagði hann. Hann var nú ekki harðari en þetta á áframhaldinu við okkur. Eg sagði, sem satt var, að það væri nú ekki góð byrjun hjá mér að liggja inni til að hvíla mig, hvort heldur væri til að halda jól eða nýár, og myndum við fara út strax og skipið væri tilbúið.“ Og Surprise er haldið úr höfn á gamlársdag. Tveggja manna maki Ekki minnist ég bókar þar sem vöðvaafl og líkamshreysti er dýrkað sem í sögu Tryggva. Fjöldi manna er til hennar nefndur, en fæstum lýst nema þá í því einu að þeir hafi verið sterkir og duglegir. Hæsta einkunn sem Tryggvi gefur háseta sínum er að hann hafi verið tveggja manna maki og notað afl sitt allt við vinnuna. Hann hafði ávallt úrvalsáhöfn. Þetta var á tímum mikils atvinnuleysis og tíu fyrir einn um hvert pláss. Gogg- unarröðin var hörð„ og óvægin. Útgerðin rak skipstjórann ef hann ekki fiskaði, og skipstjóri rak há- seta ef hann ekki hamaðist. Þessa tíma rifjar Tryggvi upp með eftir- sjá og jafnframt hatast hann við manneklu eftirstríðsáranna, sem hann telur að hafi að einhverju leyti stafað óbeint af þeirri breyt- ingu á vökulögunum að lögbjóða 12 tíma hvíld á sólarhring á öllum veiðum togara (293). Honum er fyrirmunað að skilja hvað menn hafi að gera með „12 tíma í koju“. Þessum mikla togaramanni virð- ast lítt kunnar mannlegar þarfir, varla einu sinni þær sem lúta að næringu og hreinlæti, hvað þá skemmtun eða uppbyggingu and- ans. Sjálfur hefur hann vanið sig á meinlæti, einstefna hans að settu marki krefst þess. í frásögn af veru sinni í Sjómannaskólanum segir hann að hann og herbergisfélagi hans hafi ekki slegið slöku við, „byrjuðum jafnan að lesa strax og við komum heim úr skólanum og lásum þar til síðla kvölds alla daga. Um helgar lokuðum við að okkur, svo félagarnir næðu ekki að narra okkur með á bíó eða annað rangl.“ (78) Með skólanum virðist bókar- mennt Tryggva lokið. Merkilegt að hann skyldi finna hjá sér hvöt til að segja sögu sína og koma henni á prent. Nobody can stand in his path Þó að félagsleg sjónarmið Tryggva séu þröng, er þó margt í fari hans sem hlýtur að vekja að- dáun sæmilegra manna. Svo er um stórmenni. „Nobody can stand in his path,“ eins og Hellyer sagði um Olav Henriksen (106) og Tryggvi heimfærir síðar upp á Markús Guðmundsson (340). Þannig vildi hann verða og þannig varð hann. Úr sögunni má lesa heilsteypt- an persónuleika, heiðarlegan og trölltryggan þeim sem hann hefur gert að vinum sínum. Og hann er sjónæmur á allt það sem hann vill læra og getur komið ætlun hans að gagni. Fram eftir öllum aldri er hann að afla sér þekkingar og leikni í sjósókn og fiskimennsku og útgerð og setur sig ekki úr færi að spyrja fróða menn. Baráttan við Hraunið þótti mér skemmti- legur kafli, og fleiri sem fjalla um fiskimennsku Tryggva; gæti trúað að þar væri bestu eiginleikum góðra aflamanna skýrlega lýst. Því er heldur ekki að neita að mér fellur vel við ýmsar fornar dyggðir sem Tryggvi heldur mjög á lofti, svo sem nýtni og ráðdeildarsemi, þó að sparneytni hans fyrir sjálfan sig taki óneitanlega á sig hlálegar myndir á stundum, sbr. t.d. ólukkans sítrónflöskuna. Það er einnegin athyglisvert og sann- ferðugt margt sem Tryggvi segir um einstök svið fiskveiða og fisk- verkunar, t.a.m. netaveiðarnar. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.