Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 58
seyði og því um líkt. Ginger sagði
að þetta væri blygðunarlaus
þjófnaður, og reyndi að telja Sam
á að fara í sjúkrahús, þar sem
yndisfagrar hjúkrunarkonur
myndu bera hann á höndum sér,
og hann myndi ekki halda vöku
fyrir bestu vinum sínum með
hroðalegum hljóðum á nóttunni.
Sam tók þessu ekki vel fyrst í
stað, en þar eð læknirinn bannaði
honum að fara á fætur, enda þótt
honum liði stórum betur og pen-
ingar hans þyrru óðfluga, lét hann
loks tilleiðast, og klukkan sjö eitt
kvöldið sendi hann Ginger út eftir
vagni til að flytja hann á Lund-
únaspítalann.
Sam minntist eitthvað á að fara
í fötin, en Peter Russet sagði, að
það væru meiri líkur til, að honum
yrði hleypt inn á spítalann ef hann
kæmi í lökum og ábreiðum, og
loks féllst Sam á það. Ginger og
Peter hjálpuðu honum niður stig-
ann, og ökumaðurinn hafði hönd
á öðrum enda ábreiðunnar, þegar
þeir komu út og taldi sig vera að
hjálpa til, svo minnstu munaði að
Sam ofkældist.
— Andaðu rólega, sagði hann,
þegar Sam byrjaði að skamma
hann.
— Þetta verða tuttugu og fimm
krónur í fargjald, og það er best að
gera upp strax.
— Þú færð borgað, þegar
kemur á leiðarenda, segir Ginger.
— Ég fæ það núna, segir öku-
maður, ég hef orðið fyrir því
einusinni áður, að fargjaldið glat-
aðist á leiðinni.
Ginger, sem gætti peninganna
fyrir Sam, því það var enginn vasi
á lökunum, borgaði einsog upp
var sett, og ferðin hófst. Vagninn
skrölti og hristist á ósléttum veg-
inum, en Sam sagði, að ferska
loftið hressti sig. Hann var hinn
brattasti, þangað til þeir nálguðust
spítalann, þá varð hann tauga-
óstyrkur. Og ekki hægðist honum,
þegar ökumaður sté niður úr sæt-
inu, rak smettið inn um gluggann
og talaði til hans.
— Hefurðu einhverjar sérstak-
ar mætur á Lundúnaspítala? segir
hann.
— Nei, segir Sam, —því
spyrðu?
— Jæja, það skiptir víst ekki
máli, ef félagi þinn segir satt, að
þú sért dauðans matur hvort eð er,
segir ökumaður.
'— Hvað áttu við? spyr Sam.
— Ekkert sérstakt, segir öku-
maður, — bara það, að ég býst við,
að ég hafi ekið um fimm hundruð
manns til spítalans, og einungis
einn hefur komið út aftur — og
honum var smyglað út í brauð-
körfu.
Sam rann kalt vatn milli skinns
og hörunds.
— Það er leiðinlegt, að þeir
Suðurland^braut
Vctndið vol smurefna
Framleiðsla smurefna byggist
á samvinnu véla- og olíufram-
leiðenda. Smurþjónusta okkar
byggist á niðurstöðum slíks
samstarfs. Við bjóðum ein-
ungis viðurkennd smurefni,
sem fullnægja ítrustu kröfum
um hagkvæmni og öryggi.
OlmfélagiÖ Skeljungur hf
Ré
javik Sími: 38100
58
VÍKINGUR