Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 58
seyði og því um líkt. Ginger sagði að þetta væri blygðunarlaus þjófnaður, og reyndi að telja Sam á að fara í sjúkrahús, þar sem yndisfagrar hjúkrunarkonur myndu bera hann á höndum sér, og hann myndi ekki halda vöku fyrir bestu vinum sínum með hroðalegum hljóðum á nóttunni. Sam tók þessu ekki vel fyrst í stað, en þar eð læknirinn bannaði honum að fara á fætur, enda þótt honum liði stórum betur og pen- ingar hans þyrru óðfluga, lét hann loks tilleiðast, og klukkan sjö eitt kvöldið sendi hann Ginger út eftir vagni til að flytja hann á Lund- únaspítalann. Sam minntist eitthvað á að fara í fötin, en Peter Russet sagði, að það væru meiri líkur til, að honum yrði hleypt inn á spítalann ef hann kæmi í lökum og ábreiðum, og loks féllst Sam á það. Ginger og Peter hjálpuðu honum niður stig- ann, og ökumaðurinn hafði hönd á öðrum enda ábreiðunnar, þegar þeir komu út og taldi sig vera að hjálpa til, svo minnstu munaði að Sam ofkældist. — Andaðu rólega, sagði hann, þegar Sam byrjaði að skamma hann. — Þetta verða tuttugu og fimm krónur í fargjald, og það er best að gera upp strax. — Þú færð borgað, þegar kemur á leiðarenda, segir Ginger. — Ég fæ það núna, segir öku- maður, ég hef orðið fyrir því einusinni áður, að fargjaldið glat- aðist á leiðinni. Ginger, sem gætti peninganna fyrir Sam, því það var enginn vasi á lökunum, borgaði einsog upp var sett, og ferðin hófst. Vagninn skrölti og hristist á ósléttum veg- inum, en Sam sagði, að ferska loftið hressti sig. Hann var hinn brattasti, þangað til þeir nálguðust spítalann, þá varð hann tauga- óstyrkur. Og ekki hægðist honum, þegar ökumaður sté niður úr sæt- inu, rak smettið inn um gluggann og talaði til hans. — Hefurðu einhverjar sérstak- ar mætur á Lundúnaspítala? segir hann. — Nei, segir Sam, —því spyrðu? — Jæja, það skiptir víst ekki máli, ef félagi þinn segir satt, að þú sért dauðans matur hvort eð er, segir ökumaður. '— Hvað áttu við? spyr Sam. — Ekkert sérstakt, segir öku- maður, — bara það, að ég býst við, að ég hafi ekið um fimm hundruð manns til spítalans, og einungis einn hefur komið út aftur — og honum var smyglað út í brauð- körfu. Sam rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Það er leiðinlegt, að þeir Suðurland^braut Vctndið vol smurefna Framleiðsla smurefna byggist á samvinnu véla- og olíufram- leiðenda. Smurþjónusta okkar byggist á niðurstöðum slíks samstarfs. Við bjóðum ein- ungis viðurkennd smurefni, sem fullnægja ítrustu kröfum um hagkvæmni og öryggi. OlmfélagiÖ Skeljungur hf Ré javik Sími: 38100 58 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.