Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 61
— Hvernig get ég farið svona
búinn? segir Sam viti sínu fjær.
—Ertu snarvitlaus?
— Jæja, hvað ætlarðu að gera?
segir ökumaður.
— Hvað mundir þú gera í
mínum sporum? segir Sam ofur-
lítið rólegri og reynir að vera
kurteis.
— Ég myndi fyrst og fremst
gæta betur orða minna, þú ásak-
aðir mig áðan, mig, strangheiðar-
legan manninn, um að ætla að
ræna þér.
— Það var bara gamansemi,
segir Sam snöggt.
— Jæja, segir ökumaðurinn,
—í þínum sporum myndi ég
borga fimm krónur fyrir gistingu í
þessu hlýja, góða hesthúsi, og í
fyrrmálið mundi ég biðja eiganda
þess — það er ég — að fara heim
og sækja föt og fjörutíu krónur.
— Fjörutíu krónur? segir Sam
og glápir.
— Tíu krónur fyrir tveggja
tíma bið, tuttugu og fimm fyrir
akstur hingað og fimm fyrir gist-
ingu. Það er sanngjarnt, er ekki
svo? segir ökumaður.
Sam sagði að svo væri, þegar
hann mátti mæla — og ökumað-
urinn gaf honum hálm til að liggja
á og ábreiðu ofan á sig. Og svo
kallaði hann sjálfan sig fífl fyrir að
vera svona góðhjartaður, fór burt
og lokaði á eftir sér.
Þetta var einsog martröð fyrir
Sam, og hið eina, sem hann
huggaði sig við, var það, að veik-
indin virtust öldungis rokin út í
veður og vind.
Hann vaknaði klukkan sex um
morguninn við það að ökumað-
urinn kom inn.
— Jæja, þá er að skrifa bréfið,
sagði ökumaðurinn, nema þú
viljir heldur ganga heim svona
búinn.
Sam skrifaði Ginger og bað
hann að afhenda ökumanni föt
ásamt fjörutíu krónum.
— Og hafðu hraðan á, segir
hann, —ég vonast eftir þér eftir
hálftíma.
— Þú færð þau, ef þú ert
heppinn, þegar ég kem heim
klukkan fjögur að skipta um hest,
segir ökumaður. —Heldurðu ég
hafi ekki annað að gera en snattast
fyrir þig?
Nú þurfti ökumaður að bregða
sér frá, hann var í ágætu skapi,
blístraði og veifaði til Sam. Á
meðan hann var fjarverandi,
labbaði Sam út í vagninn og settist
á gólfið.
Hann sat þannig og hélt niðri í
sér andanum og þorði ekki að
hreyfa sig fyrr en hann heyrði, að
ökumaður var kominn í sæti sitt
og lagður af stað, þá fékk hann sér
þægilegra sæti en lét lítið á sér
bera. Það var verið að opna búð-
irnar, sólin skein glatt, og Sam leið
svo vel, að hann var feginn, að
hafa ekki lagst inn á spítala.
Vagninn fór hægt, og loks
stansaði hann, þegar gömul kona
og maður komu og veifuðu til
hans. Gamli maðurinn tók í
hurðina og var að reyna að opna,
þegar hann kom auga á Sam
gegnum gluggann.
— Nú, þér eruð með farþega,
segir hann.
— Nei, herra minn, segir öku-
maður.
— Nú, ég sé hann þó.
Ökumaður klifraði niður úr
sætinu og leit inn um gluggann og
í meira en tvær mínútur kom hann
ekki upp nokkru orði. Hann bara
stóð og glápti á Sam og varð
rauðari og rauðari í framan.
— Áfram, lagsi, segir Sam.
—Til hvers ertu að stansa hér?
Ökumaður reyndi að segja
honum það, en í sama bili kom
lögregluþjónn aðvífandi til þess
að gá, hvað um væri að vera, og
ökumaður skreið upp í sætið og ók
af stað. Ökumenn hafa álíka mik-
ið dálæti á lögregluþjónum og
kettir á hundum, og hann ók góð-
an spöl áður en hann fór niður til
að ljúka athugasemdum sínum
um Sam.
— Ekki þennan hávaða, öku-
maður, segir Sam, — annars verð
ég að kalla á lögregluna.
— Ætlarðu út úr vagninum?
segir ökumaður, —eða á ég að
fleygja þér út?
— Þú fleygir mér út, segir Sam,
sem hafði bundið lökin að sér með
snærum í hesthúsinu og hafði
handleggina lausa.
Ökumaður leit á hann ráðalaus
og ók svo af stað. Hann stansaði
ekki fyrr en í næstu götu við
heimkynni þeirra félaga, kallaði
til manns og bað hann að gæta
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta allt árið.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjagötu 9 Örfirisey
Slmi 14010
VÍKINGUR
61