Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Síða 63
Sjómannakvæði Stefán Hörður Grímsson, höf- undur ljóðsins sem hér birtist, er fæddur 1919. Hann er í hópi þeirra skálda sem ruddu braut nýjum viðhorfum og aðferðum í skáldskap upp úr heimsstyrjöld- inni síðari, af ýmsum ljóðvinum álitinn mestur fagurkeri modern- ismans. Þrjár ljóðabækur hafa komið út eftir Stefán Hörð: Glugginn snýr í norður, 1946; Svartálfadans, 1951, og Hliðin á sléttunni, 1970. Gam- all sjómaður er fyrsta kvæði Stef- áns Harðar sem á prenti birtist og hét þá reyndar Gamall fiskimaður. I viðtali sem Einar Bragi átti við höfundinn í Birtingi (1.—2. hefti 1959), segir Stefán Hörður: ,,Ása í Bæ kynntist ég í Vest- mannaeyjum á vertíðinni 1943. Ég hafði verið til sjós á Málmeynni gömlu með Jóni Magnússyni, stórvini mínum: sigldum fyrst einn túr til Englands, síðan var skipið dæmt ósjófært. Þá fórum við í snatt hjá könum. Það voru náðugir dagar. Undir áramótin var farið með dallinn til Eyja, tekið að tjasla í vélina með snær- um, en gekk báglega að fá hana til að lafa saman. Svo við réðum okkur einu sinni í fylliríi — öll skipshöfnin að mig rninnir, nema Jón skipstjóri — á vélbátinn Herjólf sem Páll Oddgeirsson átti. Við bjuggum þrír saman uppi á lofti í bragga rétt ofan við nýju bryggjuna. Ási í Bæ hefur lýst vistarverunni og sumum vist- manna í skáldsögu sinni, Breyti- legri átt. Um lokin fékk ég mér herbergi í Djúpadal, ætlaði að vera þar í næði og yrkja. En Ási hafði enga eirð í sér fyrir starfs- löngun, skammaði mig látlaust fyrir slæpingshátt og linnti ekki fyrr en hann hafði dregið mig á sjó með sér á lítilli kollu. Á bátnum með okkur var maður sem Gestur hét Auðunsson, ágætur fýr sem hafði talað við Ása árum saman um bækur og skáldskap, fékkst líka nokkuð við yrkingar. Ein- hvern tíma bað Gestur mig að láta fyrir sig kvæði í póst til tímaritsins Helgafells sem þá var á öðru ári og hafði gefið ungum skáldum undir fótinn. Hann þorði ekki fyrir sitt Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands um umsóknir um lán á árinu 1980. 1. Til framkvæmda í fiskiðnaði. Einkum verður lögö áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hrá- efnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslu- stöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggðalaginu. 2. Til fiskiskipa. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Ekki verða á árinu veitt lán til kaupa á skípum erlendis frá, en einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublööum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóós, Austurstræti 19, Reykjavík). Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1980. Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1980, nema um sé aö ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endúrnýja. Lánsloforó Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar. VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.