Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Qupperneq 65
t HORFNIR FÉLAGAR t
Hinn 19. desember fyrra árs
andaðist Gunnar Valdimar
Gíslason, fyrrum skipherra hjá
Landhelgisgæslunni, rúmlega átt-
ræður að aldri, en með honum er
horfinn einn elsti og jafnframt
eftirminnilegasti starfsmaður
þeirrar þjónustu.
Gunnar var fæddur að Fagur-
hólsmýri í Öræfum, sonur hjón-
anna Gísla Þorvarðarsonar bónda
þar og konu hans Margrétar
Gunnarsdóttur bónda á Flögu í
Skaftártungu. Gunnar var þó
jafnan kenndur við Papey, því
þangað fluttist hann með foreldr-
um sínum aldamótaárið og ólst
þar upp til 18 ára aldurs, er hann
hóf sjómannsferil sinn.
Var hann fyrst á íslenskum
fiskiskipum og sigldi allt til ársins
1926 á flestum tegundum þeirra
svo og björgunarskipinu ÞÓR, er
þá var gert út frá Vestmannaeyj-
um, auk nokkurra norskra skipa.
Jafnhliða stundaði hann nám við
Stýrimannaskólann í Reykjavík
og lauk þaðan farmannaprófi árið
1921.
Þegar íslenska Landhelgisgæsl-
an var formlega sett á stofn á
miðju ári 1926 var hann skráður
sem 3. stýrimaður á varðskipið
ÞÓR, en frá þeim tíma og meðan
heilsa og geta leyfði starfaði hann
nær óslitið á vegum Landhelgis-
gæslunnar eða útgerða nátengdra
henni, svo sem vitamálaþjónust-
unnar. Var hann þá ýmist stýri-
maður eða skipherra varðbáta og
varðskipa við hin margvíslegu
störf þeirra, eins og almenn gæslu-
og björgunarstörf, vitaflutninga,
sjómælingar eða við hafnargerðir,
—- hann sótti t.d. dýpkunarskipið
GRETTI til Skotlands og var með
það um hríð o.m.fl.
Eftir áramótin 1955 fór Gunnar
Gunnar
y.
Gíslason,
— skipherra —
Gunnar Gfslason
lítið eða ekkert á sjó, en vann í
landi fyrir Landhelgisgæsluna,
eins og við eftirlit með ýmsum
björgunartækjum, gúmmíbátunr,
skotvopnum og eyðingu tundur-
dufla. Sótti hann í því skyni sér-
stök námskeið hjá danska flot-
anum og var um árabil sérfræð-
ingur Landhelgisgæslunnar í
meðferð fallbyssa og sprengiefna
og kennari yngri kynslóðar henn-
ar í þeim efnum.
Gunnar var í eðli sínu mjög
laginn maður og hagsýnn, sem
vann öll sín störf af stakri alúð og
trúmennsku, og var honum því
bæði fyrr og síðar falin fram-
kvæmd ýmsra vandasamra verka,
eins og bjarganir skipa eða eyðing
hættulegra sjórekinna hluta og
fleira, sem vinna varð við erfiðar
aðstæður með fábreyttum tækjum
og lítilli sem engri aðfenginni að-
stoð. Við slík verk komu hinir
sérstöku eiginleikar hans, —
óvenju skýr hugsun, þrautseigja
og æðruleysi mjög berlega í ljós.
Allir gátu treyst Gunnari, bæði í
orði og verki. A langri sjómanns-
ævi hans gaf eðlilega oft á bátinn,
— en verkefnum sínum, skipi og
skipshöfn — skilaði hann ætíð
heilu í höfn.
Gunnar var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún Björns-
dóttir, bónda á Dilksnesi við
Hornafjörð, Jónssonar og konu
hans Lovísu Eymundsdóttur. Þau
skildu. Dóttir þeirra er Lovísa
Hanna, gift Þórarni Jóhannssyni,
stöðvarstjóra við endurvarpsstöð-
ina á Hornafirði. Siðari kona
Gunnars var Magnfríður Þor-
leifsdóttir, vélstjóra á ísafirði,
Þorsteinssonar og konu hans Þór-
dísar Jónsdóttur. Magnfríður lést
fyrir nokkrum mánuðum.
Fundum okkar Gunnars bar
fyrst saman er þáverandi varðskip
OÐINN og ÞÓR unnu að björgun
breska togarans MAX
PEMBERTON árið 1927 út af
Leirhöfn á Sléttu. Var ég þá við-
vaningur á ÓÐNI, en Gunnar
stýrimaður á ÞÓR og lenti ég
ásamt fleiri skipverjum undir
stjórn hans um borð í togarann,
eftir að hann var kominn á flot.
All-löngu síðar, — á styrjaldar-
árunum síðari, endurnýjuðust þau
kynni er við unnum saman að
sjómælingum o.fl. um borð í
gömlu SÆBJÖRGU, hann þá
orðinn skipherra og ég nýorðinn
stýrimaður, — en lengst unnum
við þó saman eftir að ég varð for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, — og
það fór fyrir mér sem fleirum, að
VÍKINGUR
65