Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 58
Breskt tundurdufl af gerð Mk III fyrirrennara þeirra sem síðar voru lögð við ísland. Það sit- ur hér á sökkunni sem var sökkt til botns en þaðan rann síðan strengur upp til duflsins á yfirborðinu. svæðinu og þau þykja því líkleg til að hafa grandað Vigra.32 Hár aldur íslensku skipanna hefur nú þegar verið nefndur og hversu erfitt var að endurnýja skipakostinn. Megnið af vélarbúnaðinum var ættað frá Skandinav- íu og Þýskalandi frá því fyrir stríð og ó- gerningur reyndist að nálgast varahluti eftir að stríðið hófst. Lauslegt yfirlit skipa í sjávarháska sýnir að vélarbilanir voru tíðar síðustu ár striðsins. Hvort ald- ur og slit vélanna eigi hér stærstan þátt skal ósagt látið en án efa hefur þetta haft sín áhrif. Sem dæmi um skip sem lentu í vandræðum vegna hugsanlegra vélarbil- ana eru Max Pemberton sem var endur- smíðaður í Englandi 1935, Sviði sem var smíðaður í Englandi 1918, mb. Vífilsfell NS 399 smíðaður í Skotlandi 1906, Jó- hann Dagson SH 10 smíðaður í Svíþjóð 1935 og Þristur VE 6 sem var smíðaður í Danmörku 1926. Fiskifélag íslands sendi í maí 1940 út áskorun til fiskimanna og vélbátaeigenda að fara gætilega með vél- arnar og koma í veg fyrir slit.33 Vegna hættunnar af loftárásum var loftvarnabyssum skellt ofan á skipin og brynvörn hlaðið utan á stýrishúsin. Við þetta raskaðist jafnvægi skipanna og var ballestin því aukin til að reyna að vega upp á móti þessu. Á togaranum Max Pemberton þurfti að þyngja ballestina um tvö tonn. Við rannsóknir sjóslysa á stríðsárunum hefur oft verið nefnt að ó- jafnvægi af þessum völdum væri hugsan- legur orsakavaldur en engin endanleg niðurstaða fékkst í þeim vangaveltum. Hér að ofan hefur verið greint frá því hvernig ísfisknum var troðið í lestar skipanna fyrir ferðirnar til Bretlands. Venjan var sú að þegar skip sem sigldu til Bretlands með fullfermi skipuðu lýsi og veiðarfærum á land og tóku kol í Reykjavík fyrir siglinguna til Bretlands. Pegar skipin höfðu fyllt sig voru þau orðin mjög framhlaðin en eftir að kolin komu um borð varð jafnvægi skipanna betra. í töflu 1 var nokkurra skipa getið þar sem vafi lék á orsök. Rétt er að skoða nánar þau skip. Veður var skaplegt þegar bæði mb. Pálmi og Hilmir ÍS 39 fórust og því er hallast að tundurdufl hafi sökkt bátunum. Sviði GK 7 hvarf með sviplegum og ó- væntum hætti. Mikil málaferli urðu vegna tryggingakrafna sem enduðu fyrir hæstarétti. Að lokum var úrskurðað að skipið hefði farist af hernaðarvöldum og varð Stríðstryggingafélag íslands að greiða bæturnar. Togarinn Max Pemberton hafði verið þyngdur af loftvarnarbúnaði auk þess sem jafnvægi var áfátt af völdum full- fermis af fiski. Slæmt veður hafði geysað og skipið því leitað vars undan Malarrifi við Snæfellsnes. En þegar veðrið fór að ganga niður hélt skipið aftur stað til Reykjavíkur. Hið skyndilega hvarf skips- ins og aðstæður hafa orðið til þess að margir telja að það hafi farist af hernað- arorsökum s.s. af völdum tundurdullla en þó nokkur bresk rekdufl höfðu sést á þessum slóðum. Líklega mun hið sanna aldrei koma í ljós.31 Allt gert fyrir öryggið. Vamáttur Breta við að vernda farm- skipin nánast út um allt Atlantshaf olli þeim ómældum áhyggjum. Varð þetta til þess að þeir gripu til mjög harkalegra varúðarráðstafana við kafbátaógninni. Allar hugmyndir sem komu fram í bar- áttunni við þennan mesta ógnvald breska heimsveldisins voru gripnar á lofti og framkvæmdar oft meir af ákafa en yfir- vegun. En síðar þegar á leið stríðið róuð- ust þeir eilítið og slökuðu á mörgum þessara varúðarráðstafana. Oft lá þó við stórslysum í upphafi eins og þegar við lá að Súðin væri skotin í kaf fyrir mistök af strandvirki Breta við Hrútafjörð i apríl 1941 þegar skipið var á leið inn fjörðinn. Má vel vera að viðmól skipstjórans Ingvars Kjaran við Bretana þegar hann náði tali af þeim hafi orðið til þess að hann lenti á hinum alræmda Z- lista yfir hættulega íslendinga.35 Bretar sáu þýska flugumenn og leyni- nasista í hverju horni og reyndu hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að Þjóð- verjar gætu fengið vitneskju sem gæti nýst þeim í hernaðarlegum tilgangi. Flutningaskipið Selfoss var þeim þyrn- ir i augum því það átti svo erfitt með að halda í við skipalestirnar sem það sigldi með. Mjög algengt var að skipið yrði við- skila við skipalestirnar að degi til en næði þeim svo að næturþeli þegar skip- lestirnar hægðu á ferðinni. Höfðu Bretar skipstjórann Egil Þorgilsson grunaðan um að hverfa úr skipalestunum viljandi og vera í sambandi við þýska kafbáta. Reyndu þeir að ráða Jóhann J. E. Kúld lil þess að taka sér far með Selfossi til að njósna um Egil. Þessu neitaði Jóhann og ekki er vitað hvort Bretar gerðu fleiri til- raunir til að fylgjast með skipstjóran- um.36 Fljótlega eftir að stríðið hófst fjarlægðu Bretar loftskeytatækin úr íslensku skip- unum sem stödd voru í breskri land- helgi. Varð af þessu heilmikil rekistefna sem lauk þegar íslenska ríkisstjórnin blandaði sér í málið og var senditækjun- um þá skilað gegn því að þau yrðu inn- sigluð og innsiglið yrði aðeins rofið í neyð. Mátti nú kalla eftir hjálp ef skipið var að sökkva en nærstödd skip máttu hins vegar ekki láta vita að þau væru að koma til hjálpar því annars gætu kafbát- arnir hlerað samskiptin og setið fyrir björgunarskipunum.37 Það var því ekki um annað að ræða fyrir áhöfn hins sökkvandi skips en að kalla á hjálp, stökkva svo í bátana og biðja svo til guðs og vona hið besta um að einhver hefði heyrt til þeirra og kæmi til bjargar. Þegar ísland komst svo undir stjórn Breta settu þeir strangar reglur um sigl- ingar íslensku skipanna. Samkvæmt nýju reglunum var umferð skipa nú takmörk- uð á stórum svæðum umhverfis landið, siglingar meðfram ströndum voru háðar ströngu eftirliti, bannað var að útvarpa veðurfréttum, miklar takmarkanir voru settar á notkun hverskyns samskipta- tækja og að auki skipuðu Bretar svo fyrir að slökkt skyldi á flestöllum vitum með- fram ströndum landsins. Einungis var leyft að ljós loguðu á vitunum á Dyrhóla- ey, Stórhöfða, Reykjanesi, Garðskaga, Malarrifi, Krossnesi, Elliðaey, Bjargtöng- um, Arnarnesi, Straunmesi, Hornbjargi, Sauðanesi, Rifstanga, Raufarhöfn, Langa- nesi, Glettinganesi, Æðarsteini, Papey og Alviðruhömrum.38 Vitað er um a.m.k. eitt slys sem orsak- aðist beinlínis vegna þess að slökkt hafði verið á vita en það var þegar togarinn Baldur RE-244 strandaði rétt sunnan vit- ans við Grótlu. Var togarinn á leið til hafnar síðdegis að vetri til en vegna dimmviðris sáu skipstjórnarmenn ekki nægilega lil og strönduðu. Hann náðist þó fljótlega á flot og voru skemmdir ó- verulegar. Slökuðu Bretar fljótlega á kröfum sín- um um bann við notkun vitanna eftir að stjórnvöld fóru bónleið að þeim og kveikt var seinna á nokkrum þeirra aftur. Þegar íslensku skipin tóku svo að sigla i skipalestum undir stjórn bandamanna þá var ennfremur krafist þess að öll yfir- bygging yrði máluð í sem dekkstum lit- um til að dyljast sem best fyrir kafbátum og leitarflugvélum Þjóðverja. Ljóslaus skip á fullri ferð! Hræðsla sjómanna við árásir kann að 58 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.