Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 64
Út er komin 6. bindi skemmtisagna Gísla Hjart- arsonar á ísafirði í bóka- flokknum Hundrað og ein vestfirsk ný vestfirsk þjóð- saga. Hinar hafa allar orðið metsölubækur. Um sögurn- ar segir Gísli: Menn skyldu ekki taka þessar sögur sem sagnfræði á nokkurn hátt. Flestar þeirra eru vissulega sannar, einhverjar væntan- lega lognar og fótur er fyrir enn öðrum. Flestar hafa hins vegar gengið manna á meðal hér vestra. Reglurn- ar í þessum sögum eru þær, að reynt er að segja frá skemmtilegum atburðum og tilsvörum, að sagan sé fyndin, að réttra nafna við- komandi persóna sé getið en öll sannprófun og sagnfræði látin eiga sig. Gísli hefur ver- ið starfsmaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum frá ársbyrjun 1996. Hér eru nokkur sýnishorn úr nýju bókinni. Nýi bíllinn Sverrir Hermannsson, fyrrrum ráðherra, alþingismaður, Landsbankastjóri og formaður Frjálslynda flokksins, á ásamt eiginkonu sinni, Gretu Lind Kristjánsdóttur, sumarbústað i landi Kirkjubóls í Skutulsfirði, er þau nefna Grund. Bæði eru þau hjónin Vestfirðingar, hann frá Svalbarði í Ögurvík í Djúpi en hún frá ísafirði. Á Grund dveljast þau hjónin sumarlangt og í öllum frístundum sem gefast á öðrum tímum ársins. Eins og flestum er kunnugt var Sverri gert að hirða pokann sinn í Landsbankanum fyrir fimm árum og gekk mikið á þegar það átti sér stað. Var borið við spillingu en Sverrir hafði ekkert það aðhafst í bankanum sem ekki hafði verið viðtekin venja annarra bankastjóra í Landsbanka íslands, bæði fyrr og síðar. Víst var að eitthvað annað bjó þarna undir. Nóg um það. Sverrir kom ásamt konu sinn vestur að Grund fyrir síðustu páska og þá á glænýjum Cherokee-jeppa beint úr kassanum. Gisli Sveinn Aðalsteinsson, 19 ára ísfirskur vélskólanemi og á- hugamaður um bíla, veitti nýja bílnum athygli og langaði ákaf- lega til að skoða hann grannt enda vanur gömlurn bíl af sömu tegund. Ekki lagði hann í að banka upp á hjá Sverri á Grund. Hann leitaði því til vinar síns, Ara Sigurjónssonar frá Keldu í Mjóafirði, en sá er náfrændi Sverris í gegnum móður sina, og bað hann fara með sig í heimsókn að Grund. Varð Ari við þeirri bón enda náfrændi Gísla í gegnum föður sinn. Sverrir tók þeim frændum vel og bauð til stofu upp á kaffi. Eftir langt spjall var erindið borið upp en það var að fá að skoða jeppann. Sverrir varð hreykinn og leiddi strákinn út og sýndi bílinn og opnaði bæði húddið og skottið. Að lokum fékk Gísli að taka í gripinn og varð ákaflega hrifinn. Pegar þeir félagar komu úr bílferðinni og stigu út spurði Gísli hvað jeppinn hefði kostað. Sverrir svaraði: Kostaði ekkert, vinurinn. Bara fimm komma tvær miljónir. Peir tóku þann gamla upp í fyrir tvær svo ég borgaði bara þrjár komma tvær. Þá var Ari kominn út og segir við Gísla og átti Sverrir ekki að heyra: Gisli minn, svona bíl getum við aldrei keypt. Til að geta það þurfum við að hafa verið á þingi fyrir íhaldið í sautján ár, frjáls- lynda í fjögur, ráðherra í fimm ár og bankastjóri í Landsbankan- um í tíu ár. í’etta heyrði Sverrir, enda heyrir hann það sem hann vill heyra og á ekki að heyra, þrátt fyrir slæma heyrn, og gall við: Og þjófur líka! Mundu það frændi. Komið að kjarna málsins Einar heitinn Steindórsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss- ins i Hnífsdal og lengi oddviti í Eyrarhreppi hinum forna, var ekki að tvínóna við hlutina. Hann vatt sér vafningalaust beint að aðalatriðum hvers máls. Eitt sinn var Einar á skemmtiferðalagi í langferðabíl um Suð- urland ásamt öðrum Hnífsdælingum og var glatt á hjalla. í Fljótshlíðinni kallaði Einar allt í einu til bílstjórans: Farðu heim að þessum bæ! Svo benti hann heim að sveitabæ sem þeir voru um það bil að aka framhjá. Bílstjórinn hlýddi, ók upp heimreiðina og stansaði á hlaðinu. Einar vatt sér út og knúði dyra. Þegar bóndi kom til dyra sagði Einar: Ég heiti Einar Steindórsson oddviti i Hnífsdal og ég þarf að fá að kúka. Ljósagangur úti í Kanti Margir Hnífsdælingar voru í áhöfn togarans Páls Pálssonar ÍS 102 á þeim 20 árum sem Guðjón Arnar Kristjánsson var þar skipstjóri. Meðal annarra dáðadrengja voru þeir vinirnir Karl Ás- geirsson, nú súperkokkur og veitingamaður á Hótel ísafirði, og Sveinn Kr. Sveinsson, kallaður Denni, viðgerða- og sölumaður og einn eigenda Brimrúnar í Reykjavík. Kristján Jóakimsson, þá stýrimaðúr, var einnig Hnífsdælingur. Hann er nú látinn. Eina nóttina voru þeir á veiðum í svartaþoku úti í Kanti, en þar eru oft ótalmörg skip á veiðum á litlu svæði og ákaflega þröngt og erfitt að athafna sig, einkanlega í dimmviðri. Ákváðu Gísli Hjartarson Ananaust 1, Reykjavik. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is 64 - Siómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.