Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 15
af karfa. Eins og heyra má er ekki um neitt smáræðismagn að ræða. En hver er síðan skilgreiningin á hug- takinu „ Skip í eigu óskyldra aðila ? Enginn greinarmunur er gerður á fyrir- tæki sem er hluti af stórri samsteypu eða kvótalausri einstaklingsútgerð sem sem- ur um að fiska í verktöku fyrir einhvern af þeim stóru. Par með erum við lentir í þvílíkri kennitölu krossgátu að það hálfa væri nóg. Á bak við allar stærri útgerðir landsins er saman safn af smærri fyrir- tækjurn senr hvert um sig er með eigin kennitölu. Illmögulegt er að henda reiður á það sem skilgreina má sem fullkomlega eðli- legar hagræðingartilfærslur innan einnar útgerðar samsteypu eða hvort um er að ræða verktökusamning, tonn á móti tonni, eða hreina og klára kvótaleigu þar sem um raunverulegan óskyldan aðila er að ræða. Til þess að hægt sé að greina staðreyndir málsins þyrfti að einfalda reglur með þeim hætti að stórfyrirtæki sem á meirihluta í mörgum smærri skuli einungis hafa eina kennitölu þannig allur ílutningur aflamarks innan ársins sé þar með með réttu skilgreindur sem færsla á heimildum á skipum í eigu sama aðila. Þá fyrst verður hægt að fá yfirsýn yfir raunverulegan flutning allamarks milli ó- skyldra aðila, fyrr ekki. Veiðarfærarannsóknir Ríkisstjórnin lýsir yfir að áhersla verði áfram lögð á betri árangur við uppbygg- ingu fiskistofna og líffræðilega stjórn veiðanna. Þróunar og rannsóknarstarfi verður haldið áfram til að auka verðmæti sjávarfangs. Ég vil að því tilefni benda sérstaklega á nauðsyn þess að margfalda verður áherslu á veiðarfærarannsóknir og áhrif veiðarfæra á náttúru hafsins í víð- asta skilningi þess orðs en það er að mínu mati ákaflega veigamikill þáttur í því að okkur farnist vel til framtíðar. Á nýliðnu þingi útvegsmanna lýsti Geir H. Haarde yfir þeim vilja sinum til að afnema sjómannaafsláttinn sem hann segir réttilega hluta af kjörum sjómanna. Sjómenn almennt hafa túlkað sjómanna- afsláttinn sem viðurkenningu á sérstöðu sjómannsstarfsins samanborið við önnur. Vegna eðlis sjómannsslarfsins fara þeir rneira og minna á mis við margt af því sem rúmast innan þeirra þátta sem hið opinbera stendur straum af með skatt- tekjum þegnanna. Þetta útspil fjárnrála- ráðherra er því verulega dapuri innlegg i aðdraganda kjaraviðræðna og til þess eins fallið að draga stórlega úr möguleik- um á að sjómenn og útvegsmenn nái að semja sín í milli. Sjálfvirkni í verðmyndun Vaxandi brögð eru að því að smeygt sé inn í verðsamninga milli áhafna og út- gerða, ákvæði sem kveður á um að verði breytingar á viðmiðunarverðum Verð- lagsstofu þá áskilji útgerðin sér rétt til að færa sin verð að viðmiðum VSS. Þar með má segja að forsendan fyrir verðsamning- um milli áhafna og útgerða sé ekki leng- ur til staðar þar sem útgangspunkturinn er nú orðinn sá, að í þcirn þremur teg- undum sem tengjast verðböndum VSS, geti útgerðir breytt verðlagningu jafnóð- um og Verðlagstofa gefur út nýja viðtnið- un. Þar með má segja að ákveðin sjálf- virkni sé orðin staðreynd varðandi verð- myndun á þorski, ýsu og karfa. Margir halda því fram að þetta hafi verið þróun sem séð var fyrir. Sjómenn yfir höfuð hafa engan áhuga á því að þjarka í það óendanlega við sinn vinnu- veitanda um fiskverð. Fiskimenn ganga til verks með það að leiðarljósi koma með sem verðmætastan afla að landi. Þeir eru almennt alls ekki í þeirri að- stöðu að geta svo vel sé fylgst með þró- un afurðaverðs i einstökum fisktegund- um, framlegð fyrirtækja eða þeirn for- sendum öðrum sem útgerðarmenn sýsla með árið um kring. Samningsstaða þeirra er þar af leiðandi ekki á neinn hátt sam- bærileg við stöðu vinnuveitandans. Meðan íslenskir sjómenn vinna eftir því kerfi sem nú er við lýði má leiða að því rök, að þróun sem felur í sér að VSS gefi út viðmiðunarverð þegar hún telur forsendur til slíks, sé sá kostur sem hugnanlegastur er í stöðunni eins og hún er um þessar mundir og leysi þar með sjómenn undan þeirri ömurlegu stöðu að þrefa signt og heilagl um fiskverð við sinn vinnuveitanda. Þróa mætti og út- víkka þá aðferðafræði og þær forsendur sem lagðar væru til grundvallar við verð- myndun sjávarfangs þar sem aukið vægi afurðaverðs hefði lykilhlutverki að gegna. Einokunaraðstaða Mörg og stór orð hafa verið látin falla um ólöglegt sarnráð olíufélaganna. Ein er sú grein sjávarútvegsins sem útilokað er að herma upp á að um samráð sé að ræða, hvorki löglegt né ólöglegt. Þar er að sjálfsögðu ált við uppsjávarveiðiflota okkar íslendinga. Sérstaða þessarar greinar felst í því að útilokað er að hafa neinskonar samráð að neinu leyti vegna þess að einn aðili er í algjörri einokunar- aðstöðu og getur því ekki haft samráð við neinn nema sjálfan sig. Áhrif VSS á verðlagningu uppsjávarfisks eru engin og einhliða ákvörðun varðandi verð á uppsjávarfiski er það eina sem blífur. Ekki er nóg með að verðlagning sé alfar- ið í höndunr eins aðila (kaupanda / selj- anda) heldur hefur hvorki gengið né rek- ið árum sarnan í því að fá yfirvöld til að gera gangskör að því að gefa út reglur til að samræma á landsvísu þann búnað sem notaður er til löndunar uppsjávar- fisks. Þeir sem taka á móti uppsjávarafla virðast geta komist upp með nánast hvað sem er í skjóli aðgerða- og andvaraleysis yfirvalda hvað varðar vigtunarmál og löngu tímabært að komið verði skikki á þessi mál. Vonandi kemur einhvertíma sú tíð, að á íslandi verði rekstrarumhverfi sjávar- útvegsins með þeim hætti að útgerðar- maðurinn og áhöfnin á skipi hans snúi bökurn saman og beiti sér fyrir sam- ræmdum öruggum vigtunaraðferðum og hærra fiskverði. Varl er hægt að hugsa sér neitt öfugsnúnara heldur en útgerðar- mann sem berst við það daginn út og inn að lækka aflaverðmæti eigin skips. Meðal viðstaddra var Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Sjómannablaðið Víkingur - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.