Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 68
Óttar Sxeinsson hefur skrifað bókina Útkall Árás á Goðafoss. Hér birtist kafli úr bókinni þar sem segir frá siglingu skipsins á lokaleið þess til íslands Siglt til móts við dauðann s Iþessari ferð hafði Baldur háseti ekki séð neitt skip skotið niður ... honum fannst gott til þess að vita að öldur stríðsins hafði lægt: „Siglingin heim frá Skotlandi var þægileg fyrstu þrjá dagana. Oft hafði ég verið sjóveikur í óveðri og var því feginn að sleppa við slíkt. En ég vissi að því betra sem veðrið var því meiri hætta var á árás kaf- báta. í haugasjó var ekki mikil hætta á slíku. Ég var staddur niðri í vél. Þetta sumar höfðum við oft fengið okkur sturtubað í vélarrúminu. Þar var slanga með rennandi sjó og menn skoluðu af sér. Allt í einu var djúp- sprengju varpað í sjóinn einhvers staðar langt í burtu. Eftir þetta fór ég að hugsa um vélamennina og vorkenna þeim, þetta var svoleiðis svakalegt dúndur þegar hljóðbylgj- an skall á síðunni neðansjávar, ó- trúlegur hávaði, högg og dynkur. Ég hafði aldrei upplifað önnur eins læti. Oft hafði ég verið í koju og fundið þessi högg en það var allt annað að vera niðri í vél, neðar í skipinu, þar sem aðeins óein- öngruð skipssíðan var á milli - þetta var margfalt verra. Ég hugsaði hvernig tilfinning það væri þá að vera í kafbáti sem verið væri að bombardera. Að vera í kafi rétt hjá þar sem sprengjurnar springa. Drottinn minn dýri, mér varð oft hugsað til þess. Aumingja mennirnir sem voru í þeirri að- stöðu. Ég gat ekki annað en kennt í brjósti um þessa ungu Þjóðverja sem voru lokaðir inni í kafbátum. Það var ekki eins og þeir væru sjálf- boðaliðar. Ég fann líka til með Bret- unum sem voru á litlu fylgdarskipunum, korvettunum. Þau skip voru með aflmiklar vélar og sigldu oft nálægt okkur, jafnvel upp í ölduna, og það var eins og skipin væru að fara á kaf. Úti á þil- fari stóðu svo vesalings dátarnir í dökkum, fátæklegum ullarstökkum með hettu. Bandarikjamenn voru aftur á móti í vatnsþéttum göllum. En þegar öllu var á botninn hvolft þá var ég ekki hræddari en svo að ( þegar kafbátaárás var gerð að næt- urlagi og áhöfn og farþegar ræstir Stefán Dagfinnsson, 2. stýrimaður á Goðafossi. Eymundur Magnússon 1. stýrimaður á Goðafossí. þá sneri ég mér stundum bara á hina hliðina og sofnaði aftur.“ Rétt upp úr hádegi miðvikudag- inn 8. nóvember sáu skipverjar á U-300 fiskiskip í mikilli fjarlægð sem stefndi til Reykjavíkur. Skðmmu síðar sáust tvö önnur fiskiskip á sömu leið. Um kaffi- leytið sást hins vegar til varðbáts sem var aðeins í um 2500 metra fjarlægð. Hann nálgaðist. Kom stöðugt nær. Hvað myndi gerast? Báturinn fór svo fram hjá U-300 í aðeins 400 metra fjarlægð. Ekkert gerðist en skyndilega sást til flug- vélar. Hún var í 20 km fjarlægð og skömmu síðar sást til tveggja orrustuflugvéla sem sveigðu fyrir Garðskaga. Nokkrum mínútum síðar var varðbáturinn kominn úr augsýn kafbátsmanna. Rétt fyrir kvöldmat var orðið dimmt. „Fór- um fram hjá fjórum fiskiskipum," skráði einn skipverja i dagbók kafbátsins. Eftir að Goðafoss sigldi frá Loch Ewe var Sigurður skipstjóri gjarnan í síða vatteraða frakkan- um sem Bretarnir höfðu gefið honum. Baldri líkaði vel við skip- stjórann: „Sigurður var hress og við- mótsþýður við okkur hásetana þótt hann ætti það til að rexa stundum í stýri- mönnunum - þeir væru ekki að sigla alveg á réttum stað í skipa- lestinni og svo framvegis. En það var ekki til hroki í skipstjóran- um. Eitt sinn heyrði ég Sigurð tala við Eymund stýrimann. Skip- stjórinn hélt tölu um hvað væri að gerast í dálitl- um skammartón við stýrimann- inn. ,Jaaaáá,“ sagði svo Eymundur alveg sallarólegur. „Segir þú bara já?“ sagði skip- stjórinn, ekki alveg ánægður með svarið. Það var eins og karlinn vildi fá fjör í samræðurnar. Mér þótti Sigurður prýðismaður og þótti vænt um hann eins og stýri- mennina. Ég held þetta hafi mest verið striðni í karlinum." 68 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.