Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2003, Blaðsíða 78
fer í gegnum sjóinn, við getum nefnl hann trollhraða hér til aðgreiningar. Mis- munurinn á þessum hugtökum er mikill, skipshraðinn sem GPS mælir, verður við afl skipsins og áhrif þátta eins og yfir- borðstrauma, vinda og öldu. Trollhrað- inn, þ.e. hraði trollsins í gegnum sjóinn má líkja við sjóstrauminn/flæðið inní kyrrstætt troll í tilraunatanki. Trollhrað- inn myndast af skipshraðanum og þeim áhrifum sem hann verður fyrir, þ.e. straumum niður við botn og botnlagi. Astæðan fyrir mikilvægi trollhraðans er að hraðinn, eða strauminn/flæðið inní trollið hefur áhrif á fiskinn framan við trollið og þar með á aflann. Sjóflæðið gegnum trollið er því mjög mikilvægur þáttur í veiðihæfni þess og ræður í raun valeiginleikum þess. Athuganir sýna að flæðið í gegnum trollið getur minnkar niður í 30% af trollhraðanum í pokanum vegna möskvastærða eða hlífa á pokan- um og hefur þannig áhrif á eiginleika trollsins. Því meira flæði í gegnum pok- ann því meira fer af undirmálsfiski gegn- um pokann. Kœlivélar ehf Mikil þekking á þörfum sjáyarútvegs Kælivélar ehf voru stofnað- ar árið 1983. Einn af stofn- endum fyrirtækisins var Hafliði Sævaldsson, núver- andi eigandi. Kælivélar hafa starfað mest fyrir sjávarút- veginn, en starfsmenn fyrir- tækisins hafa mikla þekkingu á þörfum hans. Fyrirtækið er með verkstæði í Kópavogi og er með sérstaklega vel útbúna bíla sem eru notaðir við vinnu víða um land. Fyrir- tækið flytur inn mestan hluta af þeim vörum sem það notar og má þar nefna sem dæmi Tucal plötufrysta og laus- frysta, Frascold þjöppur, Kobol eima, Ako stýringar og allt sem þarf til að gera gott kælikerfi. Mikil þekking á sjávarútvegi ,Allt frá stofnun fyrirtækisins höfum við starfað mikið fyrir sjávarútveginn. Menn hjá fyrirtækinu hafa reynslu af því að vera til sjós og þekkja því vel til sjávarútvegsins og þarfa hans „ segir Hafliði. „Starfsmenn fyrirtækisins hafa allir starfað lengi við kæliiðnaðinn, bæði við framleiðslu, viðhald og upp- setingu á kæli- og frystbúnaði. Fyrir- tækið hefur vaxið á undanförnum árum og höfum við fengið liðsstyrk starfsmanna með mikla reynslu í upp- setningu og viðhaldi á kælibúnaði". Auk þess bendir Hafliði á að fyrirtækið hafi yfir sérútbúnum bifreiðum að ráða fyrir kæliiðnaðinn. „Það er mjög mikilvægt að starfsmenn séu með réttan útbúnað því oft á tíðunTþurfa rnenn að bregðast mjög skjótt við. Þá er nauðsynlegt að hafa vel útbúnar bifreiðar með miklu úrvali vara- hluta“ segir Hafliði Beinn innflutningur „Kælivélar eru í samstarfi við nokkur erlend fyrirtæki. Má þar nefna fyrirtæki eins og Tucal, en Tucal framleiðir plötu- frysta og lausfrysta ásamt RSW kælum“ segir Hafliði. „Kælivélar hafa einnig meðal annars flutt inn stjórnbúnað frá fyrirtækinu AKÓ og viftur frá þýska fyr- irtækinu Ziehl-Abegg“. Mikil eftirspurn hefur verið eftir síritunum frá AKÓ, en þeir eru búnir þannig að þeir geta lesið hitastig á allt að 10 klefum samtímis. Viðvörunarkerfi er í ritunum og hægt er að tengjs það við úthringistöð. Þannig lætur kerfið vita ef hitastig fer út fyrir æskilegt gildi. Auk þessara sírita hefur nokkur eftirspurn verið eftir svokölluð- um myntsíritum. Ritarnir hafi verið not- aðir til að geta fylgst vel með vörunni bæði innan framleiðslunnar, t.d. í gegn- um framleiðslulínur og í geymslum, og einnig hafa þeir verið sendir út með vöru til þess að fylgjast nákvæmlega með hita- stigi vörunnar á leiðinni. Ef tjón verður á vörunni er einfalt að rekja hvenær tjón- ið átti sér stað og hver ber ábyrgðina. Varanlegar lausir „Við höfum á undanförnum árum sett upp rústfria spirala í marga báta og skip“ segir Hafliði og bætir við að menn velti oft fyrir sér stofnkostnað- inum en gleymi því að rústfríir spíral- ar séu varanlegir, á meðan oft sé hár viðhaldskostnaður á blásurum. „Sífellt fleiri hafa verið að átta sig á hagræð- ingunni við þetta.“ Menn hafi verið mjög ánægðir með þessa lausnir fyrir- tækisins, en fyrirtækið er rnjög vel út- búið til að smiða spíralana. „Saman- borið við blásna kælingu, þá skila spíralarnir jafnari kælingu og minni þurrkun á yfirborði fisks, þannig að betri vara fæst með þessari kælingu", segir Hafliði. Fyrirtækið hefur meðal annars smíðað öll kælikerfi fyrir ný- smíðar Óseyjar. Rekstraröryggi „Fyrirtæki sem eru i framleiðslu á sjávarafurðum þurfa gott rekstrarör- yggi á kælibúnaði sínum. Mikilvægt er að fyrirtækin geti treyst á búnaðinn öllum stundum og jafnframt, ef eitt- hvað bjátar á, að hægt sé að fá viðhald og viðgerðir á sem skemmstum lima.“ segir Hafliði. Fyrirlæki hafa verið í auknurn rnæli að átta sig á þessu, þar sem rétt kæling á sjávarafurðum hafi svo mikið að gera með gæði vörunnar og það verð sem fæst fyrir hana. 78 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.