Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 12
74 NÁTTÚRUFR. -ur krystaltær, þó aS tveir eða þrír skriðjöklar séu á vatnasvæði hennar, of er það eðlilegt, að jökulvatnið síist á sinni löngu ferð undir hraununum. Margt er sameiginlegt Rangá og öðrum minni ám og lækjum, sem koma upp undan hraunröndum í Landsveit og á Rangárvöllum, t. d. Galtalæk, Hraunteigslæk, Selsundslæk, Stokkalæk og Hróarslæk. (Allt eru þetta í raun og veru ár og þær eigi sem minnstar, þó að Rangæingar kalli það ,,læki“). Þær eru allar krystaltærar. Þær leggur aldrei á vetrum, en virðast ískaldar á sumrin. Þær vaxa aldrei mikið, nema þá í hlákum á veturna, ef klakinn í jörðunni hindrar, að leysingavatnið sigi niður í hraunið (t. d. Keldnalækur). Þær renna aldrei um stórar grjóteyrar eða sandeyrar, eins og þær ár, sem ryðja af sér ísnum með hamförum og gauragangi. Þær renna þröngt, en eru djúpar, og bakkarnir eru oft vaxnir grasi alveg ofan að vatnsfleti. Á svæðinu norðvestur af Heklu er nöfnum á uppdr. herf.r. mjög ábótavant, en hér skal aðeins talið það helzta: Nýjasta hraunið, sem runnið hefir norðvestur af Heklu, heitir Hringl- nndahraun, en ekki Skjólkvíahraun. Skjólkvíahraun eru minni og eldri hraunstraumur, sem kemur fram undan Hringlanda- hrauni, og hefir runnið austan við Skjólkvíagígina. Annars eru bæði þessi hraun ungleg og hafa vafalaust komið upp eftir landnámstíð. Hringlandahraun líkist mjög að útliti hrauninu frá 1766—67, fyrir sunnan Heklu, og gæti vel verið jafnaldri þess. Það kemur upp norðan á Heklu, litlu fyrir neðan vestra gjárbarminn (ca. 960 m. y. s.). Skjólkvíar eru svæðið í kring- um gígina, sem við þær eru kenndir, en nafnið stendur allt of norðarlega á uppdr. herf.r. Á svæðinu útsuður af Hringlandahrauni taka við gömul, sandorpin hraun, milli Heklu og Norðurbjalla. Upp úr þeim standa tvö brött móbergsfell. Fyrir sunnan Litlu-Heklu tekur við hraun frá gosinu 1845. Það hefir komið upp vestast á Heklu, úr gígunum, sem Schythe talar um, en nú eru horfnir. Þess verður fyrst vart undan fönn- inni í 1175 m. hæð y. s. Það hefir aðallega runnið í vestur og komist alla leið ofan á láglendi, 120 m. y. s. Vestan undir Höskuldarbjalla, milli hans og Hestöldu, hefir mjó kvísl af þessu hrauni runnið hér um bil í suður og nær alveg saman við eldri hraunin fyrir neðan. Bæði á uppdrætti Schythes af hraun- unum vestur af Heklu og uppdr. herf.r. er þessi hraunkvísl sýnd nærri því helmingi of stutt. Rendur hraunsins frá 1845 eru

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.