Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 63 6. mynd. Aurgrýti fastlímt í neðra borð grágrýtishraunsins við Leirvogsá. Pebbles cemcnted ti> the bollom of the interglacial doleritic lava-flow at Leir- vogsá N of Mosfell. Ljósm.: Jón Jónsson beinu áframhaldi af misgenginu, sem sýnt er norðan þess á jarð- fræðikortinu, en sem fallið hefur niður á Sandfelli sjálfu. Austar á fjallinu og utan við takmörk jarðfræðikortsins er misgengi um þvert fjallið með stefnu NA-SV. Á austanverðu svæðinu er hvergi eins mikið af samfelldu jökul- bergi og á Sandfelli. Þó má sjá það víðar, eins og t. d. á hæðunum suður at Fóelluvötnum og eins báðum megin við Lyklafell. Lausir steinar úr sams konar bergi sjást hér og þar norður og austur af Lyklafelli. Slíka jökulbergsmola má og finna um allt sunnanvert svæðið frá Sandfelli og allt vestur á Hrakhólma, vestur af Álftanesi. Rétt austan við Gjárétt, sunnan Hjalla, er jökulbergsklöpp, sem að öllum líkindum er frá sama tíma. Sunnan í Kópavogshálsi aust- anverðum kemur sama berg fram, en ekki er alveg ljóst, hvort þar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.