Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1960, Blaðsíða 28
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN S n ú ð s 1 í. Pylaiella littoralis. Plöntumar í gulbrúnum breiðum eða dúskum, allt að 20 cm á hæð. Þalið fastvaxið neðan með rótarþráðum. Þræðirnir allt frá 20 (x á breidd í hliðargreinunum og upp í 70 g í aðalgreinunum, mjög greinóttir og samanofnir, oft snúnir saman neðst. Lengd frumanna í þráðunum jöfn eða allt að tvöföld á móti breiddinni. Þalið slímugt. Gróhirzlumar í röðum í þráðunum, þær einhólfa oft margar saman, eins og perlur á bandi. Vex einkum á Fucus. Algengt meðfram allri strönd- inni. 3. mynd Pilayella littoralis. a þörung- ur í lialfri stærð. b þræðir með marg- hólfa gróhirzlum (x 100). c þræðir með einhólfa gróhirzlum (x 100) (Hauck). 2. œttbálkur. Spliacelariales. Plönturnar grófir dúskar, allt að 15 cm háir. Þræðimir stinnir, margraða, liðskiptir og mjög greinóttir. Vöxturinn fer fram í grein- arendunum. Toppfruman skiptir sér fyrst þvert á lengdarás grein- arinnar, en neðri frumurnar skipta sér síðan samsíða lengdarásnum. Við þetta myndast í greininni belti eða liðir af samhliða fmmum. Þalið fastvaxið neðan með rótarflögum. Á eldri hlutum plöntunnar vaxa oft rótarþræðir niður með aðalgreinunum. Á þalinu vaxa oft hár, einstök eða mörg saman. Báðir ættliðir eins útlits. Vaxa á stein- um og sem ásætur á öðmm þörungum. SPHACELARIACEAE: Sphacelaria (3), Chaetopteris (1).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.