Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1960, Síða 8
60 NÁTTÚR U FRÆÐIN G U RI N N 3. mynd. ísrákaður steinn í jökulberginu á Sandfelli. Striated boulder in the tillite on top of Sandfell. Ljósm.: Photo: J°n J°nSSOn' jökulbergslög, T 2, og áðurnefnd lög, T 1, séu í raun og veru eitt og sama lag, en þá verður að gera ráð fyrir misgengi, sem nemur líklega 320—360 m, einhvers staðar vestan við Úlfarsfell og milli þess og áðurnefndra laga við Gufunes—Blikastaðakró. Lítilsháttar samanburður á steinunum í jökulberginu á báðum þessum stöð- um bendir til þess, að ekki sé að svo stöddu hægt að ganga fram hjá þessum möguleika. Hér þarf þó nánari athugana við.1) I Grímarsfelli er sums staðar allþykkt millilag, sem ef til vill er af sömu rótum runnið og lögin í Úlfarsfelli og frá sama tíma, en ekkert er um það vitað enn þá. 1) Síðari athuganir virðast fremur mæla gegn því að verulegt misgengi sé þarna, og virðast því jökulbergslögin T i og T 2 vera tvö mismunandi lög.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.