Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 5. mynd. Katlar sorfnir af vindi í móberg. Vindurinn þyrlar sandi í kringum steinana og grefur þannig katlana. — „Studellöcher" votn Wind im Tuff aus- geblasen. — Ljósm. Þ. E. 30 m breiður og 10 m hár að jafnaði (Munger 1955). Norðan Draugahlíða eru einnig hellar í hrauninu, svo og undir húsum að Lögbergi. Hellisheiðarhraunið nœstyngsta. Tvær gígaraðir eða gossprungur liggja um Hellisheiði vestan- verða, og eru þaðan komin yngri Hellisheiðarhraunin. Næstyngsta hraunið er komið frá vestari gossprungunni, en hún er 6,5 km löng. Syðstu gígar hennar eru í austurhlíð Hveradala, þar sem nú eru gjallnámur Vegagerðarinnar. Þaðan er komið hraunið, sem þekur Hveradali sunnanverða (Stóradal), og apalhraunið norðan Litla-Reykjafells, en sunnan gamla vegarins við Kolviðarhól. Mik- ill hluti þessa hrauns hefur síðar lent undir Kristnitökuhrauni í Hveradölum. Gossprungan liggur síðan til norðurs með austur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.